Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Alþjóðamál og kosningarnar fram undan voru til umfjöllunar í Heimsglugganum. Bogi Ágústsson ræddi við Piu Hansson, forstöðumann Alþjóðamálastofnunar HÍ, og Davíð Stefánsson, formann Varðar, en fundur um efnið með frambjóðendum flokkanna sem bjóða fram á landsvísu verður haldinn í Veröld, húsi Vigdísar seinni partinn.
Fyrirtækið atNorth hefur ráðist í stækkun tveggja af þremur gagnaverum sínum á Íslandi og nemur fjárfestingin 41,6 milljörðum króna. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth sagði frá framkvæmdinni og starfsemi gagnavera.
Nýverið kom Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður, heim frá Þýskalandi með handrit að Þjóðsögum Jóns Árnasonar í farteskinu. Þau höfðu þá verið ytra í rúma öld en lengi var ekki vitað um afdrif þeirra. Handritið verður afhent Þjóðskjalasafninu í dag við hátíðlega athöfn.
Tónlist:
Vegurinn heim - Markéta Irglová.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Tau frá Togó er nafn á nýrri netverslun þar sem allur ágóði rennur til heimilis í Togó fyrir munaðarlaus börn. Þau sem standa að þessu verkefni selja vörur sem búnar eru til á heimilinu og seldar til að fjármagna reksturinn og hafa með þessu fjármagnað skólagöngu barnanna á heimilinu og auk þess greitt fyrir einstaka eldri nemendur í framhaldsnám. Þetta samstarf byrjaði fyrir 10 árum þegar Guðný Einarsdóttir ættleiddi son sinn frá þessu heimili. Guðný kom í þáttinn í dag.
Það eru ekki margir kórstjórar sem eru með fjóra kóra á sínum snærum en Eyrún Jónasdóttir er ein af þeim og einn af þessum kórum er kór Menntaskólans við Laugarvatn. Það er merkilegt að meirihluti nemenda við skólann er í kórnum. En hvernig tekst henni að halda úti kórastarfinu þegar þróunin virðist því miður vera sú að kórastarf við framhaldsskóla hefur sumstaðar lagst af? Við ræddum við Eyrúnu í þættinum í dag.
Flestir líta húmor jákvæðum augum, hann léttir lífið og gerir samskipti skemmtilegri. Það er hins vegar erfitt að útskýra húmor og hann er auðvitað ekki alltaf jákvæður, getur verið dökkur, meiðandi og grimmur. Hvað er fyndið og hvers vegna erum við að reyna vera fyndin? Og hvað er grimmd og hvers vegna sýnum við hana? Ársæll Már Arnarson, prófessor á Menntavísindasviði HÍ, hefur skoðað þessi tvö hugtök og hann kom og ræddi húmor og grimmd í dag.
Tónlist í þættinum
Vetur / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)
Lazy Sunday / Small Faces (Marriott Lane)
Forðum / Tómas R Einarsson og Óskar Guðjónsson (Tómas R Einarsson)
Aguas de Marco / Antonio Carlos Jobim & Elis Regina (Antonio Carlos Jobim)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Óvissustig er enn í gildi á Vestfjörðum. Engar tilkynningar hafa þó borist um skriður í gær eða nótt. Almannavarnir fara yfir stöðunu í hádeginu. Búist er við vonskuveðri á norðanverðu landinu á morgun.
Viðreisn bætir áfram við sig fylgi í nýrri skoðanakönnun. Samfylkingin og Miðflokkurinn lækka flugið.
Verðbólgan verður komin í þrjú og hálft prósent í febrúar gangi spá Landsbankans eftir. Forstöðumaður hagfræðideildar bankans býst við að stýrivextir verði lækkaðir í næstu viku um hálft prósentustig.
Donald Trump vill tilnefna ráðherra án þess að þurfa samþykki bandarísku öldungadeildarinnar. Litlar líkur eru á að dómsmálaráðherraefni hans komist í gegnum bakgrunnsrannsókn yfirvalda.
Fundir eru í kjaradeilum lækna og kennara hjá ríkissáttasemjara í dag.
Aldrei hefur minna verið afgreitt af ópíóíðum miðað við mannfjölda en í fyrra.
Frumvarp fjármálaráðherra um kílómetragjöld á ökutæki verður ekki afgreitt á Alþingi fyrir áramót. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fyrirtækið Black Cube hefur ratað í fréttir um allan heim fyrir óvægnar aðgerðir sínar í þágu viðskiptavina sinna. Meðal þeirra var kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein. Í þessum þætti fjöllum við um aðferðir Black Cube og fólkið sem hefur orðið fyrir þeim. Umsjón Þóra Tómasdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Síðustu daga og vikur hefur talsvert verið fjallað um lyfjatengd andlát. Landlæknir birti nýlega tölur sem sýndu að árið 2023 urðu 56 andlát á Íslandi sem rekja mátti til eitrunar vegna ávana- og fíkniefna. Ein manneskja sem lést af völdum lyfjaeitrunar í hverri einustu viku, allt árið 2023, og rúmlega það. Þessi andlát eru birtingamyndir vandamála í heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu, velferðarkerfinu, og víðar, og í dag fjöllum við um þessi vandamál.
Við ræðum við Kristínu I. Pálsdóttur, framkvæmdarstjóra Rótarinnar og formann starfshóps um endurskoðun á stefnu um áfengis og vímuvarnir, og Grím Atlason, framkvæmdarstjóra Geðhjálpar.
Við könnum líka hinar ýmsu hliðar COP-loftslagsráðstefnunnar í Baku í Aserbaídjan, í gegnum tvo pistla – annars vegar frá Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar sem er á ráðstefnunni, og hins vegar Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi og föstum pistlahöfundi Samfélagsins.
Tónlist úr þættinum:
Marcin Wasilewski - Roxana's song.
Marcin Wasilewski - Hyperballad.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í sumum sögum koma fyrir lifandi hlutir. Þetta á einkum við um barnabækur, en þó má einnig finna lífi gædda hluti í skáldverkum fyrir fullorðna. Hugmyndin um lifandi hluti er gömul og má sem dæmi nefna Flóamanna sögu, sem rituð er í kringum 1300, en þar tala tvö skip saman. Og þó að fólk viti fullvel að hlutir eru dauðir geta hlutir sem geyma dýrmætar minningar orðið eins og lifandi í augum eigandans. Í þættinum verða fluttar nokkrar tónsmíðar þar sem lifandi hlutir koma við sögu og lesið verður úr fáeinum slíkum skáldverkum. Meðal annars verður flutt arían „Vecchia zimarra" sem heimspekingurinn Colline syngur til frakkans síns í óperu Puccinis „La Boheme", einnig verður flutt atriði úr óperunni „Barnið og galdrarnir" eftir Maurice Ravel og lag úr söngvaflokknum „Winter words" eftir Benjamin Britten. Af rithöfundum sem koma við sögu í þættinum má nefna H.C. Andersen, Charles Dickens, Ólaf Jóhann Sigurðsson og Elsu Beskow. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesarar eru Jónatan Garðarsson og Halla Harðardóttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Á laugardaginn opnar samsýningin Veður fyrir veður í húsnæði Veðurstofu Íslands og í undirgöngunum þar sunnan við. Sýningarstjórn er í höndum þeirra Söru Riel og Eddu Ýrar Garðarsdóttur en markmið sýningarinnar er, að sögn Söru, að gefa sálarfæði inn í hversdaginn, fyrir starfsfólk Veðurstofunnar. Sýningin samanstendur af úrvali verka íslenskra listamanna, sem eiga það sameiginlegt að hverfast um veðrið. Hún fær að standa í sex mánuði fyrir starfsfólk Veðurstofunnar, en verður opin almenningi þessa einu helgi. Hluti sýningarinnar er þó kominn til að vera, útilistaverk Söru Riel, í undirgöngunum undir Bústaðaveginn. Raunar spratt hugmyndin að samsýningunni út frá útilistaverkinu, sem varð að nokkurs konar samfélagsverkefni síðasta sumar, þegar íbúar Suðurhlíðar tóku þátt í að mála sólskinið inn í göngin. Við könnum veðrabrigðin í göngunum milli lífs og dauða í síðari hluta þáttar.
Gauti Kristmannsson verður einnig með okkur í dag. Að þessu sinni rýnir hann í fyrsta og annað bindi af Rúmmálsreikningi Solvej Balle, í þýðingu Steinunnar Stefánsdóttur. En við hefjum þáttinn á því að fara í Eddu þar sem fyrsta handritasýning hússins opnar um helgina.
Það var stór stund í vikunni þegar fyrstu handritin voru flutt úr Árnagarði og yfir í nýtt öryggisrými í Eddu. Handritin hafa verið geymd í í Árnagarði síðan í byrjun áttunda áratugarins en 20 ár eru síðan hætt var að sýna handritin þar, vegna lélegrar aðstöðu og ótryggs sýningarrýmis. Handritasýning Árnastofnunar var í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á árunum 2002 til 2013 en var einnig lokað vegna öryggismála. Sýningin Heimur í orðum verður opnuð í Eddu á degi íslenskrar tungu, laugardaginn 16. nóvember, og þá gefst í fyrsta sinn í langan tíma kostur á að sjá þennan ómetanlega menningararf, en meðal handrita á sýningunni eru frægustu íslensku miðaldahandritin, Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Nýja íslenska bíómyndin Eftirleikir var í 8 ár í bígerð. Við hittum leikstjóra myndarinnar, sem er lýst sem ógnartrylli, Ólaf Árheim.
Sviðslista- og danshátíðin Reykjavík Dance Festival er hafin. Við kíkjum í Iðnó á norska svartmetalhljómsveit, sem er að fara að troða upp í kvöld, Witch Club Satan.
Brynja Hjálmsdóttir rýnir í nýja íslenska grínþætti, Útilega, sem sýndir eru á Sjónvarpi Símans.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Stelpurnar þrjár og tígrisdýrið (Kórea)
Og þess vegna breytist veðrið svona hratt (saga frá Chippewa ættbálki N-Ameríku)
Leikraddir:
Bjarni Gunnar Jensson
Embla Steinvör Stefánsdóttir
Eva Halldóra Guðmundsdóttir
Hafsteinn Vilhelmsson
Hildur Óskarsdóttir
Karín Rós Harðardóttir
Viktoría Blöndal
Ragnar Eyþórsson
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Veðurstofa Íslands.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Á efnisskrá:
*Forleikur í C-dúr eftir Fanney Mendelssohn.
*Píanókonsert nr. 21 eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
*Sinfónía nr. 4 eftir Ludwig van Beethoven.
Hljómsveitarstjóri og einleikari: Sunwook Kim.
Kynnir: Ása Briem.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Tau frá Togó er nafn á nýrri netverslun þar sem allur ágóði rennur til heimilis í Togó fyrir munaðarlaus börn. Þau sem standa að þessu verkefni selja vörur sem búnar eru til á heimilinu og seldar til að fjármagna reksturinn og hafa með þessu fjármagnað skólagöngu barnanna á heimilinu og auk þess greitt fyrir einstaka eldri nemendur í framhaldsnám. Þetta samstarf byrjaði fyrir 10 árum þegar Guðný Einarsdóttir ættleiddi son sinn frá þessu heimili. Guðný kom í þáttinn í dag.
Það eru ekki margir kórstjórar sem eru með fjóra kóra á sínum snærum en Eyrún Jónasdóttir er ein af þeim og einn af þessum kórum er kór Menntaskólans við Laugarvatn. Það er merkilegt að meirihluti nemenda við skólann er í kórnum. En hvernig tekst henni að halda úti kórastarfinu þegar þróunin virðist því miður vera sú að kórastarf við framhaldsskóla hefur sumstaðar lagst af? Við ræddum við Eyrúnu í þættinum í dag.
Flestir líta húmor jákvæðum augum, hann léttir lífið og gerir samskipti skemmtilegri. Það er hins vegar erfitt að útskýra húmor og hann er auðvitað ekki alltaf jákvæður, getur verið dökkur, meiðandi og grimmur. Hvað er fyndið og hvers vegna erum við að reyna vera fyndin? Og hvað er grimmd og hvers vegna sýnum við hana? Ársæll Már Arnarson, prófessor á Menntavísindasviði HÍ, hefur skoðað þessi tvö hugtök og hann kom og ræddi húmor og grimmd í dag.
Tónlist í þættinum
Vetur / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)
Lazy Sunday / Small Faces (Marriott Lane)
Forðum / Tómas R Einarsson og Óskar Guðjónsson (Tómas R Einarsson)
Aguas de Marco / Antonio Carlos Jobim & Elis Regina (Antonio Carlos Jobim)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Nýja íslenska bíómyndin Eftirleikir var í 8 ár í bígerð. Við hittum leikstjóra myndarinnar, sem er lýst sem ógnartrylli, Ólaf Árheim.
Sviðslista- og danshátíðin Reykjavík Dance Festival er hafin. Við kíkjum í Iðnó á norska svartmetalhljómsveit, sem er að fara að troða upp í kvöld, Witch Club Satan.
Brynja Hjálmsdóttir rýnir í nýja íslenska grínþætti, Útilega, sem sýndir eru á Sjónvarpi Símans.
Útvarpsfréttir.
Við tökum stöðuna fyrir vestan og hringjum í Jón Pál Hreinsson bæjarstjóra Bolungarvíkur.
Við ætlum að rýna í hvaða fólk það er sem Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur raðað í lykilhlutverk umhverfis sig. Friðjón Friðjónsson kemur til okkar.
Sunna Símonardóttir, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, verður gestur okkar eftir átta fréttir en hún heldur í dag erindi þar sem spurt er hvort barneignir séu að verða forréttindi sumra.
Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar, hefur beðist afsökunar á skrifum sínum á bloggsíðu fyrir um tuttugu árum. Þar skrifaði hann undir dulnefni niðrandi hluti um konur. Við ætlum að ræða þetta mál við Henry Alexander Henryson, siðfræðing.
Nú í aðdraganda kosninga hefur nokkuð verið rætt um að ríkisútgjöld hafi aukist of mikið. Stefán Ólafsson, prófessor emeritus, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann færði rök fyrir því að opinber útgjöld á Íslandi séu með minna móti í samanburði við grannþjóðir okkar í Evrópu. Við ræðum þessi mál við hann.
Við ræðum veðrið og skriðurnar fyrir vestan og hvellinn framundan við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Réttu lögin við vinnuna
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-11-14
Emilíana Torrini - Let?s keep dancing.
DOOBIE BROTHERS - Jesus Is Just Alright.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
BILLY IDOL - Mony mony.
Bubbi Morthens - Settu það á mig.
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
DURAN DURAN - Ordinary World (Acoustic).
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy.
Mars, Bruno, Lady Gaga - Die With A Smile.
Mánar - Leikur Að Vonum.
GRAFÍK - 16.
VALDIMAR - Yfirgefinn.
PRINCE - Cream.
Hozier - Too Sweet.
THE STONE ROSES - Fools Gold.
HIPSUMHAPS - Á hnjánum.
U2 - Vertigo.
Mayer, John, Zedd - Automatic Yes.
HJÁLMAR OG MUGISON - Ljósvíkingur.
SOUL 2 SOUL - Back to life (80).
KK, Jón Jónsson Tónlistarm. - Sumarlandið.
LEXZI - Beautiful moon.
REBEKKA BLÖNDAL - Lítið ljóð.
AMPOP - Ordinary World.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
Swift, Taylor, Post Malone - Fortnight.
Cars, The - You might think.
Perez, Gigi - Sailor Song.
UNDERTONES - Teenage kicks.
BOGOMIL FONT - Farin.
Archies, The - Sugar, sugar.
Waterhouse, Suki - Model, Actress, Whatever.
Tears for Fears - The Girl That I Call Home.
Lúpína - Lúpína's sad club.
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
Joy Division - Love Will Tear Us Apart.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Aron Can - Poppstirni.
Snorri Helgason - Aron.
TEN SHARP - You.
Mammaðín - Frekjukast.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Óvissustig er enn í gildi á Vestfjörðum. Engar tilkynningar hafa þó borist um skriður í gær eða nótt. Almannavarnir fara yfir stöðunu í hádeginu. Búist er við vonskuveðri á norðanverðu landinu á morgun.
Viðreisn bætir áfram við sig fylgi í nýrri skoðanakönnun. Samfylkingin og Miðflokkurinn lækka flugið.
Verðbólgan verður komin í þrjú og hálft prósent í febrúar gangi spá Landsbankans eftir. Forstöðumaður hagfræðideildar bankans býst við að stýrivextir verði lækkaðir í næstu viku um hálft prósentustig.
Donald Trump vill tilnefna ráðherra án þess að þurfa samþykki bandarísku öldungadeildarinnar. Litlar líkur eru á að dómsmálaráðherraefni hans komist í gegnum bakgrunnsrannsókn yfirvalda.
Fundir eru í kjaradeilum lækna og kennara hjá ríkissáttasemjara í dag.
Aldrei hefur minna verið afgreitt af ópíóíðum miðað við mannfjölda en í fyrra.
Frumvarp fjármálaráðherra um kílómetragjöld á ökutæki verður ekki afgreitt á Alþingi fyrir áramót. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill vísa málinu aftur til ríkisstjórnarinnar.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Matti og Lovísa stýrðu Popplandi dagsins, Arnar Eggert og Andrea Jóns gerðu upp plötu vikunnar, Marglyttu með tónlistarkonunni Lúpínu. Póstkort og nýtt lag frá Ara Árelíusi, hitað upp fyrir Konsert og Árið er.
Una Torfadóttir - En.
MUSE - Starlight.
FLEETWOOD MAC - Gypsy.
KK - Vegbúi.
Cure Hljómsveit - A fragile thing.
Herra Hnetusmjör - Upp til hópa.
RANDY CRAWFORD - Street Life.
Webster, Faye - After the First Kiss.
Chappell Roan - Hot To Go!.
Joy Anonymous, Fred again.. - Peace U Need.
ÞÓRUNN ANTONÍA - So high.
Ágúst Þór Brynjarsson - Með þig á heilanum.
Beabadoobee - Beaches.
Lúpína - Hættað væla.
Lúpína - Gegnsæ.
LÚPÍNA - Ástarbréf.
Krystad, Aksel, Lúpína, Kammerkórinn Huldur - Ein á báti.
Lúpína, Daði Freyr Pétursson - Ein í nótt.
Lúpína - Hættað væla.
Lúpína - Lyklakippa.
Lúpína, Kammerkórinn Huldur - Jafnvægið.
Lúpína - Borgin tóm.
Lúpína - Lúpína's sad club.
Bubbi Morthens - Dansaðu.
PRESIDENTS OF THE UNITED STATES - Dune Buggy.
Árný Margrét - I miss you, I do.
boygenius - Cool About It.
Fleetwood Mac - Silver springs.
Burna Boy, Little Simz, Coldplay, Tini, Elyanna - WE PRAY.
Crockett, Charley - Solitary Road.
Bridges, Leon - Peaceful Place.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Get Up Stand Up.
Jungle - Let's Go Back.
Lady Gaga - Disease.
QUEEN - I want to break free.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
MUGISON - É Dúdda Mía.
Albarn, Damon, Kaktus Einarsson - Gumbri.
TAME IMPALA - Feels Like We Only Go Backwards.
CAGE THE ELEPHANT - Come a Little Closer.
Last Dinner Party, The - Nothing Matters [Clean].
ARI ÁRELÍUS - Don't I.
SIGRID - Don't kill My Vibe.
GDRN - Parísarhjól.
GDRN - Hvað ef Ft. Auður.
GDRN - Það sem var.
GDRN - Lætur mig Ft. Flóni.
GDRN - Hvað ef Ft. Auður.
LAUFEY - California and Me.
Abrams, Gracie - I Love You, I'm Sorry.
Teddy Swims - Bad Dreams.
Þú ert umferðin – Þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu var yfirskrift morgunfundar Vegagerðarinnar, sem haldinn var fyrr í dag. Til umfjöllunar var meðal annars þróun byggðar og samgangna síðustu ár og hvar helsta uppbygging og fólksfjölgun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var skoðaður ferðatími á annatímum árdegis og síðdegis á höfuðborgarsvæðinu og skðaðar voru nokkrar leiðir milli íbúasvæða og helstu atvinnu- og menntasvæða. Við fengum til okkar frá Vegagerðinni Bryndísi Friðriksdóttir svæðisstjóra höfuðborgarsvæðisins og Ceciliíu Þórðardóttur samgönguverkfræðing og verkefnastjóra hjá Vegagerðinni.
Leikararnir Hallgrímur Ólafsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með hlutverk í Jólaboðinu sem hefur heillað áhorfendur Þjóðleikhússins á aðventunni á fyrri leikárum. Í verkinu sem er leikstýrt af Gísla Erni Garðarssyni er fylgst með sögu íslenskrar fjölskyldu með því að gægjast inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili. Halli og Lolla komu til okkar.
Matargjafir ganga í endurnýjun lífdaga fyrir jólin en Sigrún Steinarsdóttir sem heldur uti facebook síðunni Matargjafir á Akureyri og nágrenni hefur ákveðið að halda verkefninu áfram nú fyrir jólin. Við heyrðum í Sigrúnu.
Eins og margir höfum við í Síðdegisútvarpinu verið með gervigreind á heilanum að undanförnu. Nú er komið að því að fjalla um nýsköpunar- og gervigreyndarráðstefnu Flæði framtíðar sem haldin verður á vegum Fab lab Suðurnes, í Reykjanesbæ á morgun. Þar verður fjallað um áhrif og möguleika gervigreindar í þróun og eflingu nýsköpunar, sjálfvirkni og tæknimenntunar. Vilhjálmur Magnússon er höfuðpaur ráðstefnunnar og hann mætti til okkar.
En við byrjuðum á pólitíkinni og til okkar kom Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans.
Bein útsending frá kjördæmafundum í aðdraganda kosninga.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir og Magnús Geir Eyjólfsson
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Útvarpsfréttir.
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.
Í Konsert í kvöld ætlum við að fara á þrjá staði – förum aftur til ársins 1986 og á Glastonbury hátíðina Það árið og heyrum upptökur með hljómsveitinni The Cure, en Cure er á toppnum á breska vinsældalistanum þessa vikuna með nýju plötuna sína; Songs of a lost World sem er fyrsta platan þeirra í 16 ár og besta platan þeirra í meira en 20 ár segja sumir.
Iceland Airwaves fór fram um síðustu helgi – 25 ára afmæli. Við heyrum í Úlfur Úlfur á Airwaves frá síðasta föstudegi en þeir spiluðu fyrir troðfullu og áhugasömu Kolaportinu.
En við byrjum á U2 eins og U2 þótti kannski best og mest töff – fyrir 30 árum á Zoo TV tónleikatúrnum.