Þú ert umferðin – Þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu var yfirskrift morgunfundar Vegagerðarinnar, sem haldinn var fyrr í dag. Til umfjöllunar var meðal annars þróun byggðar og samgangna síðustu ár og hvar helsta uppbygging og fólksfjölgun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var skoðaður ferðatími á annatímum árdegis og síðdegis á höfuðborgarsvæðinu og skðaðar voru nokkrar leiðir milli íbúasvæða og helstu atvinnu- og menntasvæða. Við fengum til okkar frá Vegagerðinni Bryndísi Friðriksdóttir svæðisstjóra höfuðborgarsvæðisins og Ceciliíu Þórðardóttur samgönguverkfræðing og verkefnastjóra hjá Vegagerðinni.
Leikararnir Hallgrímur Ólafsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með hlutverk í Jólaboðinu sem hefur heillað áhorfendur Þjóðleikhússins á aðventunni á fyrri leikárum. Í verkinu sem er leikstýrt af Gísla Erni Garðarssyni er fylgst með sögu íslenskrar fjölskyldu með því að gægjast inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili. Halli og Lolla komu til okkar.
Matargjafir ganga í endurnýjun lífdaga fyrir jólin en Sigrún Steinarsdóttir sem heldur uti facebook síðunni Matargjafir á Akureyri og nágrenni hefur ákveðið að halda verkefninu áfram nú fyrir jólin. Við heyrðum í Sigrúnu.
Eins og margir höfum við í Síðdegisútvarpinu verið með gervigreind á heilanum að undanförnu. Nú er komið að því að fjalla um nýsköpunar- og gervigreyndarráðstefnu Flæði framtíðar sem haldin verður á vegum Fab lab Suðurnes, í Reykjanesbæ á morgun. Þar verður fjallað um áhrif og möguleika gervigreindar í þróun og eflingu nýsköpunar, sjálfvirkni og tæknimenntunar. Vilhjálmur Magnússon er höfuðpaur ráðstefnunnar og hann mætti til okkar.
En við byrjuðum á pólitíkinni og til okkar kom Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans.