07:03
Morgunútvarpið
14. nóv - Stjórnmál, skriður og fæðingartíðni
Morgunútvarpið

Við tökum stöðuna fyrir vestan og hringjum í Jón Pál Hreinsson bæjarstjóra Bolungarvíkur.

Við ætlum að rýna í hvaða fólk það er sem Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur raðað í lykilhlutverk umhverfis sig. Friðjón Friðjónsson kemur til okkar.

Sunna Símonardóttir, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, verður gestur okkar eftir átta fréttir en hún heldur í dag erindi þar sem spurt er hvort barneignir séu að verða forréttindi sumra.

Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar, hefur beðist afsökunar á skrifum sínum á bloggsíðu fyrir um tuttugu árum. Þar skrifaði hann undir dulnefni niðrandi hluti um konur. Við ætlum að ræða þetta mál við Henry Alexander Henryson, siðfræðing.

Nú í aðdraganda kosninga hefur nokkuð verið rætt um að ríkisútgjöld hafi aukist of mikið. Stefán Ólafsson, prófessor emeritus, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann færði rök fyrir því að opinber útgjöld á Íslandi séu með minna móti í samanburði við grannþjóðir okkar í Evrópu. Við ræðum þessi mál við hann.

Við ræðum veðrið og skriðurnar fyrir vestan og hvellinn framundan við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing.

Er aðgengilegt til 14. nóvember 2025.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,