16:05
Tengivagninn
Stórval í i8, Hrói Höttur og Hringstiginn, Ryuichi Sakamoto og Dóra Júlía
Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.

Fjallið innra nefnist sýning á verkum Stefáns Jónssonar frá Möðrudal, Stórval, sem opnuð verður í i8 galleríi 15. Ágúst. Í þætti dagsins kemur Kristján Guðjónsson við í galleríinu og ræðir við Börk Arnarsson framkvæmdarstjóra og eiganda.

Kolbeinn Rastrick, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir, hugar að þessu sinni að kvikmyndunum The Adventures of Robin Hood eða Ævintýri Hróa Hattar frá árinu 1938 og The Spiral Staircase eða Hringstiginn frá árinu 1946.

Einnig heyrum við áður óútgefið verk eftir Ryuichi Sakamoto sem tileinkað er Jóhanni Jóhannssyni tónskáldi og kom út nú í sumar á einleiksplötu sem nefnist Opus.

Í síðari hluta þáttar setjast Bjarni Daníel og Kristján niður með Dóru Júlíu Agnarsdóttur, fjölmiðlakonu, plötusnúði og barre þjálfara, og leggja fyrir hana spurningar í anda spurningalista franska rithöfundarins Marcel Proust.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,