15:03
Svik og prettir í bókmenntaheiminum
Svik og prettir í bókmenntaheiminum

Falsanir og svikahrappar eru ekki einungis vinsælt viðfangsefni bókmennta heldur lita svik og prettir einnig útgáfusögu bókmennta. Alltaf koma við og við upp hneyksli þar sem höfundar verka verða uppvísir að því að hafa villt á sér heimildir. Slík mál vekja oft upp athyglisverðar spurningar um skáldskap og hlutverk höfunda.

Falsanir spretta upp af ákveðnu sögulegu samhengi og því skiptir forsaga þeirra miklu máli. Falsarar nýta sér þær hefðir sem fyrir eru og spila inn á væntingar viðtakenda. Líkt og satíran varpa falsanir því ljósi á einkenni einstakra bókmenntagreina og tímabila í bókmenntasögunni. Í þáttunum verða raktar frásagnir af nokkrum fölsunum í bókmenntaheiminum, litið á sögulegt samhengi og því velt upp hvort þessar falsanir segi okkur eitthvað um bókmenntir síns tíma. Lesari í þættinum: Vigdís Másdóttir

Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir´

(2012)

Í fjórða þætti verður sjónum beint að Íslandi og nokkrum falsanamálum sem haft hafa áhrif á bókmenntaheiminn hér á landi. Þar verður dvergvaxinn eskimói og hrekkjóttir blaðamenn í aðalhlutverki en Jónas Hallgrímsson og Guðbergur Bergsson koma einnig lítillega við sögu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 43 mín.
e
Endurflutt.
,