08:03
Á tónsviðinu
Ástarævintýri Schuberts
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Ævisagnaritarar frægra tónskálda hafa oft mikinn áhuga á ástamálum þeirra, en í tilfelli Franz Schuberts lenda þeir í vandræðum. Schubert giftist aldrei, ekki hefur varðveist ástarbréf frá honum til nokkurrar konu né öruggar heimildir um nokkurt ástarævintýri. Þó eru tvær konur sem talið er að Schubert hafi elskað, Therese Grob og Carolina Esterhazy. Í þættinum verða flutt tónverk eftir Schubert sem tengjast þessum tveimur konum.

Var aðgengilegt til 31. maí 2025.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,