
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Margrét Lilja Vilmundardóttir flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Rætt var við Hörpu Rún Kristjándsóttur ritstjóra Goðasteins en ranghermt var í þættinum í gær að útgáfu þess rits, sem hóf göngu sína 1962 hefði lokið tuttugu árum síðar. Goðasteinn lifir góðu lífi eins og Harpa sagði frá.
Yfir eitt þúsund hafa kosið í forsetakosningunum utan kjörfundar í Danmörku. Árni Þór Sigurðsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, sagði atkvæðagreiðsluna hafa gengið vel. Hann sagði líka frá nýafstaðinni heimsókn til Tyrklands þar sem hann hitti m.a. Erdogan forseta og nýju starfi sem hann tekur við um mánaðamót sem formaður nýrrar framkvæmdanefndar vegna jarðhræringanna í Grindavík.
Davíð Þór Björgvinsson, nýkjörinn forseti lagadeildar Háskólans á Akureyri, telur full frjálslega farið með hatursorðræðu-hugtakið. Ýmislegt sem sagt er vera hatursorðræða sé í raun dónaskapur eða ókurteisi. Davíð ræddi um þau sjónarmið.
Undir lok þáttar fjallaði Vera Illugadóttir um melónur. Tilefnið er uppboð á tveimur melónum í Japan á dögunum, þær voru slegnar á sem nemur 2,6 milljónum íslenskra króna.
Tónlist:
A whiter shade of pale - Procol Harum,
Rangárþing - Karlakór Rangæinga,
Það var komið sumar - Fríða Hansen,
Krummi krunkar úti - Tríó Björns Thoroddsen.

Útvarpsfréttir.


Útvarpsfréttir.


Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
"Þetta á ekkert að vera auðvelt" segir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur sem hafði misst báða foreldra sína 33 ára. Hann var mjög náinn þeim og er þakklátur fyrir tímann sem þau áttu saman.

Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í tilefni þess að 80 ár eru liðin í ár frá stofnun lýðveldis á Íslandi efndu Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum til verkefnisins Heill heimur af börnum - börn setja mark sitt á Íslandskortið. Hugmyndin að því var að hvetja börn til að miðla því sem þeim finnst mikilvægt og áhrifaríkt í lífi sínu og umhverfi á sjónrænan hátt og koma því til skila á nýju gagnvirku Íslandskorti sem er í mótun. Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari og menningarmiðlari var á línunni og sagði okkur betur frá þessu verkefni í þættinum í dag.
Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera.“ Staðreyndin er að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt er hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði. Líknardeildin í Kópavogi sinnir einstaklingum 18 ára og eldri og fjölskyldum þeirra og þar starfar þverfaglegur hópur starfsfólks, meðal annars læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfi, sálfræðingur, prestur og sérhæft starfsfólk. Líknardeildin átti 25 ára afmæli í apríl og af því tilefni fengum við þær Ólöfu Ásdís Ólafsdóttur og Örnu Dögg Einarsdóttur til að koma í þáttinn fyrr í vor og við heyrðum það viðtal aftur í dag.
Jónatan Garðarsson kom svo til okkar í dag og hélt áfram að fræða okkur um íslenskt tónlistarfólk. Í dag sagði hann okkur frá tónlistarmanninum Rúnari Gunnarssyni, sem setti heldur betur mark sitt á íslenska tónlistarsögu þrátt fyrir að hafa látist langt fyrir aldur fram. Hann var auðvitað í hljómsveitinni Dátum, spilaði meðal annars með Sextett Ólafs Gauks og samdi nokkur lög sem urðu gríðarlega vinsæl og lifa góðu lífi enn í dag og við heyrðum þrjú þeirra auk þess sem Jónatan fræddi okkur um líf Rúnars.
Tónlist í þættinum í dag:
Þá það / María Magnúsdóttir (Karl Olgeirsson, texti Bragi Valdimar Skúlason)
Glugginn / Flowers (Rúnar Gunnarsson, texti Þorsteinn Eggertsson)
Gvendur á Eyrinni / Dátar (Rúnar Gunnarsson, texti Þorsteinn Eggertsson)
Undarlegt með unga menn / Sextett Ólafs Gauks (Rúnar Gunnarsson, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.

Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Kvikuhlaup er hafið á Sundhnúksgígaröðinni og eldgos gæti byrjað á hverri stundu. Áköf skjálftahrina hófst í morgun og voru Grindavík, Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi rýmd.
Bandarísk stjórnvöld segja að innrás Ísralshers í Rafah sé ekki hafin af fullum þunga og því sé ekki verið að stíga yfir þá línu sem dregin hafi verið í sandinn.
Fjölda starfsmanna Icelandair verður sagt upp í dag. Fyrirtækið hefur ekki gefið upp hversu mörgum.
Dómur verður kveðinn upp í kynferðisbrotamáli Kolbeins Sigþórssonar á mánudag. Héraðsdómur var fjölskipaður sem er undantekning í málum eins og þessum.
Þingmenn í samgöngunefnd Alþingis hrukku við þegar þeir lásu í fréttum að áætlaður heildarkostnaður við nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót væri 8,8 milljarðar króna.
Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana á heimili þeirra á Akureyri í apríl.
Fágætasta plata sögunnar, úr smiðju rappsveitarinnar Wu Tang Clan, verður spiluð að hluta á safni í Ástralíu eftir fáeinar vikur. Hún átti upphaflega ekki að heyrast fyrr en eftir rúm 80 ár.
Íslandsmeistarar í körfubolta karla verða krýndir í kvöld. Bikarinn getur einnig farið á loft í handboltanum.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Við bregðum okkur inn fyrir girðinguna sem umlykur eina stærstu, dýrustu og flóknustu byggingaframkvæmd Íslandssögunnar. Það er að sjálfsögðu bygging nýs Landspítala við Hringbraut. Við ætlum að kanna hvernig framkvæmdin gengur, hvaða hús við sjáum vera að rísa á lóðinni og hvað sé langt í að þau verði tekin í notkun.
Þóra Tómasdóttir ræðir við Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóra Nýs Landspítala.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]

Útvarpsfréttir.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-05-29
Ellington, Duke and his Orchestra, Ellington, Duke - Tourist point of view.
Sims, Henry, Patton, Charley - Rattlesnake blues.
Magnús Jóhann Ragnarsson Tónlistarm. - Beautiful skin.
Ingibjörg Elsa Turchi - Tímabundið.
Umbria Jazz Orchestra, Royston, Rudy, Morgan, Thomas, Frisell, Bill - We shall overcome.
Shabaka - Breathing.
Mintzer, Bob, Stórsveit Reykjavíkur, Edward Frederiksen, Kjartan Valdemarsson Tónlistarm. - Upptíningur.
ADHD Hljómsveit - Albert frændi.
Sanborn, David - Jaws.
Legge, Wade, Mingus, Charles, Richmond, Dannie, Knepper, Jimmy, Porter, Curtis - Haitian fight song.

Útvarpsfréttir.

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
Sigurjón Jóhannesson, fyrrverandi kennari og skólastjóri á Húsavík, segir frá störfum sínum í síldarverksmiðjunni á Raufarhöfn á fimmta áratug síðustu aldar. Þar vann hann ýmis störf, miserfið og mishættuleg. Sigurjón ræðir um lífið í verksmiðjunni, rekur skemmtileg atvik en líka óhöpp þegar við lá að stórslys yrðu. Hann lýsir samfélaginu á Raufarhöfn, verslunum, skemmtunum, íþróttum, atviki þegar þýsk flugvél sleppti sprengjum á land nærri þorpinu og fleiru. Einnig segir hann frá því hvernig hann kynntist atvinnulífinu löngu fyrir fermingu, vann til dæmis við að ræsa síldarstúlkur, lærði svo að beita og fleira og fleira.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Arngunnur Árnadóttir er tónlistarkona og rithöfundur. Hún byrjaði snemma að læra á hljóðfæri. Eftir að hafa lokið forskóla Tónmenntaskólans í Reykjavík langaði hana að hefja nám á saxófón en vegna fingralengdar var henni frekar ráðlagt að leggja fyrir sig klarínett. Á unglingsárum sínum kom henni til hugar að hætta hljóðfæranámi en á þeim tíma spilaði hún í fyrsta skipti með sinfóníuhljómsveit og komst hún í tæri við töfra flutningsins. Arngunnur stundaði síðan framhaldsnám í klarínettuleik við Listaháskóla Íslands og við Hochschule für Musik Hanns Eisler í Berlín og hefur frá haustinu 2012 gegnt stöðu fyrsta klarínettuleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Samhliða tónlistinni hefur Arngunnur sent frá sér tvær ljóðabækur og eina skáldsögu. Fyrstu ljóðabók sína, Unglingar, byrjaði hún að skrifa í vetrarfríi í Berlín og gaf út í seríu Meðgönguljóða árið 2013. Skáldsagan Að heiman fylgdi þar á eftir og lýsir í meitluðum og stílhreinum prósa tilveru Unnar í Reykjavík og segir frá ferðalagi hennar út á land. Síðast sendi Arngunnur frá sér ljóðabókina Ský til að gleyma, sem fjallar meðal annars um tregablandna eftirsjá eftir tíma og fólki sem rennur ljóðmælanda úr greipum.

Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við heimsækjum skrifstofur Átaks og ræðum við þau Atla Má og Ingu Hönnu um viðtöl þeirra við forsetaframbjóðendur. Átak er félag fólks með þroskahömlun og í viðtölunum við forsetaframbjóðendur er lögð sérstök áhersla á málefni fatlaðra.
Því næst förum við á Vesturgötuna í heimsókn í galleríið Glerhúsið, ræðum við Kristínu Ómarsdóttur, skáld, og myndlistarkonuna Sigrúnu Hrólfsdóttur.

Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga í hádeginu. Þetta er stærsta gosið í yfirstandandi hrinu til þessa. Hraunflæði er mun meira en úr fyrri gosum og hraun hefur lokað flestum leiðum út úr Grindavík. Ekki er útilokað að þær lokist allar áður en langt um líður. Rætt er við Víði Reynisson hjá Almannavörnum.
Hraun ógnar líka háspennulínum og fleiri rafmagnslínum til Grindavíkur og var straumur tekin af þeim skömmu eftir að gos hófst. Dökkur öskumökkur stóð upp af gosinu um tíma og miklar sprengingar heyrðust þegar kvikan komst í snertingu við grunnvatn. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunar á Veðurstofu Íslands segir allt benda til þess að gosið sé að ná jafnvægi.
Þeim sem voru í Grindavík brá í brún þegar viðvörunarflautur fóru gang í dag. Rakel Lilja Halldórsdóttir og maður hennar, sem voru við lokafrágang á eign sinni í bænum þurftu frá að hverfa í skyndi.
82 starfsmönnum Icelandair var sagt upp í dag. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir nauðsynlegt að hagræða í rekstri félagsins vegna hægari tekjuvaxtar en búist var við.
Tyrklandsforseti segir hendur stjórnvalda í Bandaríkjunum blóðugar vegna stuðnings þeirra við Ísraela. Þau skilgreina árásir á Rafah ekki sem allsherjarinnrás.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Alexander Kristjánsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
29. maí 2024 - Eldgos og skoðanakannanir
Eldgos sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni laust fyrir klukkan eitt miðvikudaginn 29. maí er það fimmta á rúmu hálfu ári eða síðan Grindavíkurbær var rýmdur 10. nóvember þegar kvikugangur myndaðist undir bænum. Þrjár vikur voru þá liðnar frá því að lokum fjórða gossins var formlega lýst yfir. Í millitíðinni höfðu um tuttugu milljónir rúmmetra af kviku safnast í kvikuhólfið undir Svartsengi og hafði kvikan aldrei verið meiri frá því að þessi kafli umbrotanna á Reykjanesskaga hófst. Það kom því fáum vísindamönnum á óvart að eldgosið í dag skyldi vera svona kraftmikið. Freyr Gígja Gunnarsson stiklar á stóru í atburðarás síðustu tæplega sjö mánaða og Ævar Örn Jósepsson ræðir nýjasta gosið við Benedikt Ófeigsson, fagstjóra aflögunar á Veðurstofu Íslands.
Kjördagur nálgast óðfluga og í aðdraganda kosninga verður vart þverfótað fyrir fréttum af skoðanakönnunum á gengi forsetaframbjóðenda. Kannanirnar eru nokkuð misvísandi og það þarf líka að reikna af nokkurri list til að fá fram niðurstöðu. Í viðtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur segir Agnar Freyr Helgason dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands það helst vera tvennt, sem veldur því að niðurstöður ólíkra kannana séu ekki alveg sambærilegar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred

Veðurstofa Íslands.

Dánarfregnir.

Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Vestur-þýska útvarpsins í Köln, sem fram fóru í Philharmonie-tónlistarhúsinu í Köln, í janúar sl.
Á efnisskrá eru verk eftir Pjotr Tsjajkofskíj, Josef Suk og Antonín Dvorák.
Einleikari: Julia Fischer fiðluleikari.
Stjórnandi: Christian Măcelaru.
Umsjón: Sigrún Harðardóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]

Heimildaskáldsaga eftir Björn Th. Björnsson. Guðmundur Ólafsson les.
Sagan gerist í Þingvallasveit á fyrri hluta nítjándu aldar, áður en tekið var að upphefja Þingvöll sem mesta helgistað landsins af skáldum og þjóðskörungum. Þá var Snorrabúð stekkur, eins og Jónas kvað.
Páll Þorláksson var prestur í Þingvallasókn. Hann þykist sjá að ekki sé allt samkvæmt kristilegum skikk á bænum Skógarkoti þar sem Kristján Magnússon fer með húsbóndavald. Ljóst þykir að eiginkona Kristjáns getur ekki verið móðir allra þeirra barna sem hann feðrar í sínum ranni. Hefjast út af þessu nokkrar væringar milli hins knáa húsbónda og Þingvallaklerks og má hið geistlega vald sín lengi vel næsta lítils í þeim viðskiptum.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í tilefni þess að 80 ár eru liðin í ár frá stofnun lýðveldis á Íslandi efndu Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum til verkefnisins Heill heimur af börnum - börn setja mark sitt á Íslandskortið. Hugmyndin að því var að hvetja börn til að miðla því sem þeim finnst mikilvægt og áhrifaríkt í lífi sínu og umhverfi á sjónrænan hátt og koma því til skila á nýju gagnvirku Íslandskorti sem er í mótun. Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari og menningarmiðlari var á línunni og sagði okkur betur frá þessu verkefni í þættinum í dag.
Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera.“ Staðreyndin er að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt er hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði. Líknardeildin í Kópavogi sinnir einstaklingum 18 ára og eldri og fjölskyldum þeirra og þar starfar þverfaglegur hópur starfsfólks, meðal annars læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfi, sálfræðingur, prestur og sérhæft starfsfólk. Líknardeildin átti 25 ára afmæli í apríl og af því tilefni fengum við þær Ólöfu Ásdís Ólafsdóttur og Örnu Dögg Einarsdóttur til að koma í þáttinn fyrr í vor og við heyrðum það viðtal aftur í dag.
Jónatan Garðarsson kom svo til okkar í dag og hélt áfram að fræða okkur um íslenskt tónlistarfólk. Í dag sagði hann okkur frá tónlistarmanninum Rúnari Gunnarssyni, sem setti heldur betur mark sitt á íslenska tónlistarsögu þrátt fyrir að hafa látist langt fyrir aldur fram. Hann var auðvitað í hljómsveitinni Dátum, spilaði meðal annars með Sextett Ólafs Gauks og samdi nokkur lög sem urðu gríðarlega vinsæl og lifa góðu lífi enn í dag og við heyrðum þrjú þeirra auk þess sem Jónatan fræddi okkur um líf Rúnars.
Tónlist í þættinum í dag:
Þá það / María Magnúsdóttir (Karl Olgeirsson, texti Bragi Valdimar Skúlason)
Glugginn / Flowers (Rúnar Gunnarsson, texti Þorsteinn Eggertsson)
Gvendur á Eyrinni / Dátar (Rúnar Gunnarsson, texti Þorsteinn Eggertsson)
Undarlegt með unga menn / Sextett Ólafs Gauks (Rúnar Gunnarsson, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við heimsækjum skrifstofur Átaks og ræðum við þau Atla Má og Ingu Hönnu um viðtöl þeirra við forsetaframbjóðendur. Átak er félag fólks með þroskahömlun og í viðtölunum við forsetaframbjóðendur er lögð sérstök áhersla á málefni fatlaðra.
Því næst förum við á Vesturgötuna í heimsókn í galleríið Glerhúsið, ræðum við Kristínu Ómarsdóttur, skáld, og myndlistarkonuna Sigrúnu Hrólfsdóttur.

Útvarpsfréttir.

Matthías Már Magnússon og Hulda Geirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn með ljúfum tónum sem fara vel með fyrsta kaffibollanum.

Útvarpsfréttir.

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Kvikmyndahátíðin Filma verður haldin í dag og á morgun í Bíó Paradís. Þar sýna nemendur Kvikmyndalistadeildar Listaháskóla Íslands verk sín almennum áhorfendum í fyrsta skiptið. Þá meinum við í alfyrsta skiptið því kvikmyndadeildin er glæný. Álfheiður Richter Sigurðardóttir og Jóna Gréta Hilmarsdóttir eru báðar nemendur við deildina og sögðu okkur allt af létta.
Í gær fór fram Loftlagsdagurinn þar sem Umhverfisstofnun bauð til fundar í Hörpu. Meðal gesta þar var Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orkuráðherra sem var inntur eftir því hvar ný aðgerðaráætlun Íslands í loftlagsmálum er stödd. Hún hefur ekki enn litið dagsins ljós þrátt fyrir að langt sé liðið á kjörtímabilið. Þá spurði verkefnastjóri Orkuseturs á fundinum hvort Íslendingar væru hættir við orkuskiptin. Guðlaugur kemur til okkar að ræða málin.
Á sama tíma og sumir sérfræðingar vara við samskiptum mannfólks og gervigreindar eru aðrir sem segja þar liggja einstök tækifæri. Ekki síst þegar kemur að þeirri miklu áskorun sem einmanaleiki mannsins er. Hvað vitum við um þessi mál og hvaða áhrif getum við enn haft á þróunina? Ársæll Màr Arnarsson prófessor við menntavísindasvið HÍ ræddi málin við okkur.
Í kvöld ræðst hvort Valur eða Grindavík verði Íslandsmeistari í körfuknattleik karla þegar oddaleikur liðanna verður leikinn á heimavelli Vals. Þeir Ingibergur Þ. Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar UMFG og Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík til 40 ára og fyrrum þingmaður, komu til okkar til að ræða hvað þessi árangur liðsins hefur gert fyrir samstöðunna og sálina hjá Grindvíkingum.
Tónlist:
FLOTT - L'amour.
Hozier - Too Sweet.
Bryan Ferry - Dont stop the dance.
Sálin hans Jóns míns- Hvar Er Draumurinn?
Jonas Brothers - Sucker.
KK - Á æðruleysinu.
New radicals - You Get What You Give.


Útvarpsfréttir.


Útvarpsfréttir.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 á föstudögum.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Þorleifur Gaukur Davíðsson mun koma fram í Salnum á morgun (30. maí) ásamt Davíð Þór Jónssyni og Skúla Sverrissyni og flytja tónlist af væntanlegri plötu sinni sem ber heitið Davíðsson. Einnig verður stuttmyndin Stages (Sorgarstig) sýnd en hún fékk nýlega Jury Prize á RIFF hátíðinni sem besta íslenska stuttmyndin. Þorleifur kom til Hjartagosa og sagði nánar frá tónleikunum og tónlistarborginni Nashville.
Högni Egilsson semur tónlistina í nýrri íslesnkri kvikmynd, Snerting, Högni kom í heimsókn og sagði frá því hvernig fólk skrifar tónlist fyrir kvikmyndir.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-05-29
Ragnhildur Gísladóttir, Jack Magic Orchestra - Shot.
GDRN - Háspenna.
James - She's A Star.
PRIMAL SCREAM - Loaded (edit).
Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég.
Eilish, Billie - Lunch.
BIRGIR HANSEN - Poki.
TIMMY THOMAS - Why Can't We Live Together.
DUSTY SPRINGFIELD - Son Of A Preacher Man.
EMMSJÉ GAUTI - Þúsund hjörtu.
Kári Egilsson - In the morning.
DIANA ROSS - Upside Down.
Emilíana Torrini - Miss flower.
Kasabian - Coming Back To Me Good.
KUSK - Sommar.
USSEL, JóiPé, Króli - Sigra nóttina (feat. USSEL).
Snorri Helgason, Friðrik Dór Jónsson - Birta.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Sjóddu frekar egg.
Bang Gang, Dísa - Stay open heaven knows (feat. Dísa).
TRACY CHAPMAN - Fast car.
$icky, Árni Bergmann Jóhannsson, Guðmundur R - Hvers mun ég sakna?.
KEANE - Everybody?s Changing.
Lón - Hours.
Henderson, Ella, Rudimental - Alibi.
THE CURE - Boys don't cry.
Fonetik Simbol, Kött Grá Pjé - Dauði með köflum.
Svavar Knútur Kristinsson - Refur.
Sigur Rós - Gold.
SÍSÍ EY - Ain't Got Nobody.
BEYONCÉ - Halo.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Kvikuhlaup er hafið á Sundhnúksgígaröðinni og eldgos gæti byrjað á hverri stundu. Áköf skjálftahrina hófst í morgun og voru Grindavík, Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi rýmd.
Bandarísk stjórnvöld segja að innrás Ísralshers í Rafah sé ekki hafin af fullum þunga og því sé ekki verið að stíga yfir þá línu sem dregin hafi verið í sandinn.
Fjölda starfsmanna Icelandair verður sagt upp í dag. Fyrirtækið hefur ekki gefið upp hversu mörgum.
Dómur verður kveðinn upp í kynferðisbrotamáli Kolbeins Sigþórssonar á mánudag. Héraðsdómur var fjölskipaður sem er undantekning í málum eins og þessum.
Þingmenn í samgöngunefnd Alþingis hrukku við þegar þeir lásu í fréttum að áætlaður heildarkostnaður við nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót væri 8,8 milljarðar króna.
Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana á heimili þeirra á Akureyri í apríl.
Fágætasta plata sögunnar, úr smiðju rappsveitarinnar Wu Tang Clan, verður spiluð að hluta á safni í Ástralíu eftir fáeinar vikur. Hún átti upphaflega ekki að heyrast fyrr en eftir rúm 80 ár.
Íslandsmeistarar í körfubolta karla verða krýndir í kvöld. Bikarinn getur einnig farið á loft í handboltanum.
Bein útsending vegna eldgoss á Reykjanesskaga í nágrenni Grindavíkur.
Sigurður Þorri, Lovísa Rut og Ragnhildur Thorlacius af fréttastofu RÚV stóðu gosvaktina þennan miðvikudaginn. Eldgos hófst norðaustan við Sýlingafell um korter fyrir eitt á hádegi. Hringt var í viðbragðsaðila, sendur út aukafréttatími og fylgst með stöðu mála. Benedikt Ófeigsson var einnig til viðtals í hljóðveri.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Síðdegisútvarpið stóð eldgosavaktina á Rás 2 ásamt Ragnhildi Thorlacius.

Útvarpsfréttir.

Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga í hádeginu. Þetta er stærsta gosið í yfirstandandi hrinu til þessa. Hraunflæði er mun meira en úr fyrri gosum og hraun hefur lokað flestum leiðum út úr Grindavík. Ekki er útilokað að þær lokist allar áður en langt um líður. Rætt er við Víði Reynisson hjá Almannavörnum.
Hraun ógnar líka háspennulínum og fleiri rafmagnslínum til Grindavíkur og var straumur tekin af þeim skömmu eftir að gos hófst. Dökkur öskumökkur stóð upp af gosinu um tíma og miklar sprengingar heyrðust þegar kvikan komst í snertingu við grunnvatn. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunar á Veðurstofu Íslands segir allt benda til þess að gosið sé að ná jafnvægi.
Þeim sem voru í Grindavík brá í brún þegar viðvörunarflautur fóru gang í dag. Rakel Lilja Halldórsdóttir og maður hennar, sem voru við lokafrágang á eign sinni í bænum þurftu frá að hverfa í skyndi.
82 starfsmönnum Icelandair var sagt upp í dag. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir nauðsynlegt að hagræða í rekstri félagsins vegna hægari tekjuvaxtar en búist var við.
Tyrklandsforseti segir hendur stjórnvalda í Bandaríkjunum blóðugar vegna stuðnings þeirra við Ísraela. Þau skilgreina árásir á Rafah ekki sem allsherjarinnrás.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Alexander Kristjánsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
29. maí 2024 - Eldgos og skoðanakannanir
Eldgos sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni laust fyrir klukkan eitt miðvikudaginn 29. maí er það fimmta á rúmu hálfu ári eða síðan Grindavíkurbær var rýmdur 10. nóvember þegar kvikugangur myndaðist undir bænum. Þrjár vikur voru þá liðnar frá því að lokum fjórða gossins var formlega lýst yfir. Í millitíðinni höfðu um tuttugu milljónir rúmmetra af kviku safnast í kvikuhólfið undir Svartsengi og hafði kvikan aldrei verið meiri frá því að þessi kafli umbrotanna á Reykjanesskaga hófst. Það kom því fáum vísindamönnum á óvart að eldgosið í dag skyldi vera svona kraftmikið. Freyr Gígja Gunnarsson stiklar á stóru í atburðarás síðustu tæplega sjö mánaða og Ævar Örn Jósepsson ræðir nýjasta gosið við Benedikt Ófeigsson, fagstjóra aflögunar á Veðurstofu Íslands.
Kjördagur nálgast óðfluga og í aðdraganda kosninga verður vart þverfótað fyrir fréttum af skoðanakönnunum á gengi forsetaframbjóðenda. Kannanirnar eru nokkuð misvísandi og það þarf líka að reikna af nokkurri list til að fá fram niðurstöðu. Í viðtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur segir Agnar Freyr Helgason dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands það helst vera tvennt, sem veldur því að niðurstöður ólíkra kannana séu ekki alveg sambærilegar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Umsjón: Heiða Eiríks
Tónlistarlegt teppi og afslöppun.
Lagalisti:
Myrkvi - Svartfugl
Rolling Stones - Waiting on a friend
Carole King - You've Got A Friend
Aretha Franklin - (You make me feel like) A natural woman
Beatles - Lady Madonna
Wings - Let 'em In
Crosby, Stills and Nash - Carry on - Questions
Phil Collins - Another day in paradise
Sade - Paradise
Ray Charles - Georgia On My Mind
Tina Turner - We Don't Need Another Hero
Supertramp - It's Raining Again
Supertramp - Take the long way home
Emilíana Torrini - Unemployed In The Summertime
David Bowie - China Girl
Mike Oldfield - Foreign Affair
Abba - The name of the game
Edie Brickell & The New Bohemians - What I Am
Paul Simon - 50 Ways To Leave Your Lover
Bob Dylan - Don't think twice, it's all right
Eagles - The best of my love
America - A horse with no name
Led Zeppelin - Thank You
Stranglers - Golden brown
George Benson - Breezin'
Seals & Crofts - Summer Breeze
Canned Heat - On the road again
Christopher Cross - Ride Like The Wind
Zombies - Time Of The Season
Kate Bush - The Man With The Child In His Eyes
Kinks - Sunny Afternoon.

Útvarpsfréttir.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 19.- 26. maí 2024.