17:03
Lestin
Fatlað fólk og forsetaframbjóðendurnir, Glerhúsið og díalektísk efnishyggja
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Við heimsækjum skrifstofur Átaks og ræðum við þau Atla Má og Ingu Hönnu um viðtöl þeirra við forsetaframbjóðendur. Átak er félag fólks með þroskahömlun og í viðtölunum við forsetaframbjóðendur er lögð sérstök áhersla á málefni fatlaðra.

Því næst förum við á Vesturgötuna í heimsókn í galleríið Glerhúsið, ræðum við Kristínu Ómarsdóttur, skáld, og myndlistarkonuna Sigrúnu Hrólfsdóttur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,