Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Fjórtán einstaklingar hlutu á nýársdag riddarakross, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Meðal þeirra var Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri í Eldheimum í Vestmannaeyjum, sem hefur sinnt frumkvöðlastarfi í þágu menningar- og ferðamála þar í bæ. Við spjölluðum við Kristínu um fálkaorðuna, ferðaþjónustu og samgöngur í Eyjum.
Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, ræddi um Evrópumál eftir morgunfréttir klukkan átta. Við fórum yfir ýmsa atburði nýliðins árs í Evrópu og litum líka fram á veginn á það sem 2025 ber í skauti sér.
Í síðasta hluta þáttarins kom Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í þáttinn. Á næstunni fer af stað námskeið í umsjón Guðrúnar hjá Endurmenntun um skáldskap og skáldskaparfræði á Sturlungaöld. Við ræddum um skáldskap stórkostlegra skálda og um nýju sýninguna í Eddu.
Tónlist:
Jóhanna Vigdís Arnardóttir - Ástarsæla.
Hljómar - Bláu augun þín.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fyrri þáttur um tónlistarkonuna Mariu Muldaur sem sló í gegn með fyrstu sólóplötu sinni árið 1973 og laginu Midnight at the Oasis. Þá hafði hún starfað sem söngkona með Jug Band hljómsveitum í áratug. Næsta plata fékk líka góðar viðtökur og komst lagið I'm A Woman ofarlega á vinsældarlista. Maria hóf ferilinn í þjóðlagatónlist, sneri sér síðan að blöndu af sveitatónlist, blús og popptónlist og sendi frá sér rúmlega 40 plötur á hálfri öld. Leikin eru lög frá ýmsum tímum sem hún hefur gefið út á hljómplötum. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Á Hrafnistu hefur verið að innleidd hugmyndafræði sem er kölluð Namaste nálgun. Þessi nálgun er hugsuð sem hlýleg og róleg stund með það að markmiði að bæta vellíðan íbúa, draga úr óróleika og gefa starfsfólki verkfæri til að nálgast íbúa af nærgætni og kærleika. Namaste nálgun var upprunalega hugsuð fyrir fólk með langt gengna heilabilun en reynslan sýnir að Namaste stund hentar í raun öllum íbúum á hjúkrunarheimilum vegna þess hversu auðvelt það er að sníða það að persónulegum þörfum hvers og eins. Sunnefa Lindudóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri Hrafnistu Skógarbæ, heldur utan um verkefnið sem hún sagði okkur nánar frá í dag.
Næstu mánudaga ætlum við að fá Georg Lúðvíksson sérfræðing í heimilisfjármálum til þess að koma í fjármálasamræður sem mætti kalla fjármálin á mannamáli. Þar ætlar Georg, í samtali við okkur, að fræða okkur um hinar ýmsu hliðar á fjármálum, sérstaklega sem snúa að okkar daglega lífi. lánamálin, skattar, vextir, lífeyrismál, sparnaður og ýmislegt fleira. Við kynntumst Georgi í dag og ræddum við hann um heimilisbókhaldið, að koma sér í fjárhagslegt form og fleira í dag.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Andrea Diljá Edwinsdóttir meistaranemi í þjóðfræði. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Andrea talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
All Fours e. Miranda July
Dalalíf e. Guðrún frá Lundi
Aðventa e. Gunnar Gunnarsson
Surfacing e. Margaret Atwood
The Year of Magical Thinking e. Joan Didion
Úr djúpunum e. Oscar Wilde
Tónlist í þættinum:
Janúar / Karl Olgeirsson (Karl Olgeirsson)
You Can’t Make Old Friends / Kenny Rogers og Dolly Parton (King, Schlitz & Smith)
Unforgettable / Nat King Cole (Irwing Gordon)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forseti Úkraínu segir her sinn hafa unnið sigra í Kursk-héraði í Rússlandi síðustu daga. Rússneskir bloggarar greina frá hörðum átökum í héraðinu.
Húnabyggð vill ekki að Landsnet taki efni úr námum í árfarvegi í sveitarfélaginu við framkvæmdir vegna Blöndulínu þrjú.
Vitjanaþjónusta Heilsuverndar á Akureyri hefur verið lögð niður og læknar sem henni sinntu báðir ráðnir aftur til Heilbrigðsstofnunar Norðurlands.
Olíufnykur hefur angrað íbúa við Strandgötu á Eskifirði í að verða ár. Fyrirtæki sem á húsið við hliðina og olíutanka sem láku hefur ekki brugðist við, jafnvel þótt að dagsektir hafi hlaðist upp í rúma tvo mánuði.
Hátt í 1.600 hafa verið ákærð fyrir að taka þátt í innrásinni í þinghúsið í Bandaríkjunum. Í dag eru fjögur ár frá árásinni - síðar í dag verður kjör Donalds Trumps í embæti forseta staðfest.
Kvikmyndin Emilia Perez var valin besta kvikmyndin í flokki söngleikja og gamanmynda á Golden Globe verðlaunahátíðinni í gær. Leikkonan Demi Moore fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni The Substance.
Haldið er upp á þrettándann víða í dag með útiskemmtunum. Þrettándagleði á Djúpavogi hefur verið frestað fram á miðvikudag vegna veðurs.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Metta Sport er íslenskt fatamerki sem selur æfingaföt. Fyrirtækið hefur vaxið ævintýralega á liðnum árum og jukust tekjur þess um 256 prósent á milli áranna 2022 og 2023. Markhópurinn er aðallega börn og ungt frá 10 til 30 ára.
Árið 2022 seldi fyrirtækið vörur fyrir tæplega 107 milljónir króna en 2023 námu tekjurnar 357 milljónum og hagnaðurinn nærri 100 milljónum.
Hver er ástæðan fyrir þessum miklum uppgangi Metta Sport?
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Útvarpsfréttir.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Útvarpsfréttir.
Atli Örvarsson hefur skipað sér í röð fremstu kvikmyndatónskálda. Hann hefur samið tónlist við sjónvarpsþáttaraðir og bíómyndir í Evrópu og Bandaríkjunum og hlotið fyrir fjölda viðurkenninga og verðlauna, t.d. BAFTA-verðlaunin. Björn Þór Sigbjörnsson varði degi með Atla á æskustöðvunum á Akureyri og ræddi við hann um tónlistina, kvikmyndabransann, stangveiði og ýmislegt fleira.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Hjalti Halldórsson segir frá bókunum sínum sem komu út fyrir síðustu jól og nefnir nokkur atriði sem hann hefur lært síðustu ár sem rithöfundur. Bókaormurinn Einar fjallar um bókina Bannað að vekja Grýlu sem er einmitt eftir Hjalta.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Dánarfregnir.
Það er þrettándinn, síðasti dagur jóla, sól hækkar á lofti og jólasveinarnir eru á hraðferð til fjalla. Hátíðin verður kvödd af einvalaliði söngvara og tónlistarmanna. Sniglabandið, Friðrik Ómar, Stefán Karl , Björgvin Halldórsson, Haukur Heiðar, Ríó tríó, Diddú, Óskar Pétursson, Grettir Björnsson, Grétar Geirsson, Ari Jónsson, Steinar Berg, Laddi, Ómar Ragnarsson, Helga Möller, Haukur Morthens, Ragnar Bjarnason, Eivör, Geir Ólafsson, Bogomil Font, Kristinn Sigmundsson o.fl. halda gleði hátt á loft.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Áður á dagskrá 2013.
Dixielandhljómsveit Árna Ísleifs leikur nokkur íslensk og erlend lög í útvarpssal. Árni Ísleifsson, píanó, Guðmundur Steingrímsson, trommur, Peter Morris, klarínett, Þórarinn Óskarsson, básúna, Njáll Sigurjónsson, kontrabassi, Bragi Einarsson, tenór saxófónn og Kristján Jónsson, trompet.
Árni Ísleifs kynnir.
(Áður á dagskrá 6. janúar 1975)
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Á Hrafnistu hefur verið að innleidd hugmyndafræði sem er kölluð Namaste nálgun. Þessi nálgun er hugsuð sem hlýleg og róleg stund með það að markmiði að bæta vellíðan íbúa, draga úr óróleika og gefa starfsfólki verkfæri til að nálgast íbúa af nærgætni og kærleika. Namaste nálgun var upprunalega hugsuð fyrir fólk með langt gengna heilabilun en reynslan sýnir að Namaste stund hentar í raun öllum íbúum á hjúkrunarheimilum vegna þess hversu auðvelt það er að sníða það að persónulegum þörfum hvers og eins. Sunnefa Lindudóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri Hrafnistu Skógarbæ, heldur utan um verkefnið sem hún sagði okkur nánar frá í dag.
Næstu mánudaga ætlum við að fá Georg Lúðvíksson sérfræðing í heimilisfjármálum til þess að koma í fjármálasamræður sem mætti kalla fjármálin á mannamáli. Þar ætlar Georg, í samtali við okkur, að fræða okkur um hinar ýmsu hliðar á fjármálum, sérstaklega sem snúa að okkar daglega lífi. lánamálin, skattar, vextir, lífeyrismál, sparnaður og ýmislegt fleira. Við kynntumst Georgi í dag og ræddum við hann um heimilisbókhaldið, að koma sér í fjárhagslegt form og fleira í dag.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Andrea Diljá Edwinsdóttir meistaranemi í þjóðfræði. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Andrea talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
All Fours e. Miranda July
Dalalíf e. Guðrún frá Lundi
Aðventa e. Gunnar Gunnarsson
Surfacing e. Margaret Atwood
The Year of Magical Thinking e. Joan Didion
Úr djúpunum e. Oscar Wilde
Tónlist í þættinum:
Janúar / Karl Olgeirsson (Karl Olgeirsson)
You Can’t Make Old Friends / Kenny Rogers og Dolly Parton (King, Schlitz & Smith)
Unforgettable / Nat King Cole (Irwing Gordon)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Útvarpsfréttir.
Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk, verður á línunni þaðan en ýmsir telja formann landsstjórnar Grænlands hafa ýjað að þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins í áramótaávarpi sínu.
Við ræðum tannlækningar barna við Evu Guðrúnu Sveinsdóttur barnatannlækni.
Ólafur Margeirsson, hagfræðingur, verður á línunni frá Sviss þegar við ræðum sparnaðartillögur almennings til ríkisstjórnarinnar og útgjöld ríkissjóðs.
Við ræðum sögu og hefðir nú á þrettándanum við Terry Gunnell, þjóðfræðing.
Íþróttir helgarinnar.
Við heyrum í Óskari Hallgrímssyni sem er búsettur í Úkraínu.
Tónlist:
Irglová, Markéta - Vegurinn heim.
Nick Cave - Into My Arms.
Jungle - Back On 74.
Spilverk þjóðanna - Miss You.
Krummi - Vetrarsól.
The Cure- Just Like Heaven.
Beyoncé - Bodyguard.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Sórafmæli hjá frábærum tónlistarmönnum um helgina, MS Dynamite kýldi lögreglukonu, söngvarinn kýldi gítarleikarann og ný Plata Vikunnar.
Fyrsta tónlistargetraun ársins var spennandi.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-06
Gunnar Þórðarson - Manitoba.
LAND OG SYNIR - Birtir Til.
Snorri Helgason - Við strendur Mæjorka.
ECHO AND THE BUNNYMEN - Bring On The Dancing Horses.
POST MALONE - Chemical.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
SIGRÍÐUR THORLACIUS & SIGGI GUÐMUNDS - Vindar að hausti.
MS Dynamite - Fall in love again.
EMILÍANA TORRINI - Home.
JANES ADDICTION - Been Caught Stealing.
Kravitz, Lenny - Honey.
SÓLDÖGG - Villtur.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
TRYGGVI - Við erum eitt.
SUGARCUBES - Vitamin.
Árný Margrét - I miss you, I do.
POGUES - Fiesta.
Bríet - Takk fyrir allt.
10CC - I'm Not In Love.
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
Q-TIP - Vivrant Thing.
HJÁLMAR og MR. SILLA - Er hann birtist.
TALK TALK - Life's What You Make It (80).
Williams, Robbie - Angels [XXV].
SPICE GIRLS - Mama.
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
RÍÓ TRÍÓ - Við Viljum Lifa.
Roof Tops - Shake that fat.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Battery Brain.
SOUNDGARDEN - Black Hole Sun.
Electric Light Orchestra - Strange magic.
COLDPLAY - Viva la Vida (Live London 2011).
TEXAS FEAT. WU-TANG CLAN - Say What You Want.
VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Það styttir alltaf upp.
Hildur - Þúsund skyssur.
Dr. Gunni - Öll slökkvitækin.
Curtis Mayfield - Move on Up.
Una Torfadóttir, Sigurður Halldór Guðmundsson Tónlistarm. - Þetta líf er allt í læ.
POSSIBILLIES OG STEFÁN HILMARSSON - Tunglið Mitt.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Himinn Og Jörð.
Unnsteinn Manuel Stefánsson, GDRN - Utan þjónustusvæðis.
MARGRÉT RÚNARS - Mömmuhjarta.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forseti Úkraínu segir her sinn hafa unnið sigra í Kursk-héraði í Rússlandi síðustu daga. Rússneskir bloggarar greina frá hörðum átökum í héraðinu.
Húnabyggð vill ekki að Landsnet taki efni úr námum í árfarvegi í sveitarfélaginu við framkvæmdir vegna Blöndulínu þrjú.
Vitjanaþjónusta Heilsuverndar á Akureyri hefur verið lögð niður og læknar sem henni sinntu báðir ráðnir aftur til Heilbrigðsstofnunar Norðurlands.
Olíufnykur hefur angrað íbúa við Strandgötu á Eskifirði í að verða ár. Fyrirtæki sem á húsið við hliðina og olíutanka sem láku hefur ekki brugðist við, jafnvel þótt að dagsektir hafi hlaðist upp í rúma tvo mánuði.
Hátt í 1.600 hafa verið ákærð fyrir að taka þátt í innrásinni í þinghúsið í Bandaríkjunum. Í dag eru fjögur ár frá árásinni - síðar í dag verður kjör Donalds Trumps í embæti forseta staðfest.
Kvikmyndin Emilia Perez var valin besta kvikmyndin í flokki söngleikja og gamanmynda á Golden Globe verðlaunahátíðinni í gær. Leikkonan Demi Moore fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni The Substance.
Haldið er upp á þrettándann víða í dag með útiskemmtunum. Þrettándagleði á Djúpavogi hefur verið frestað fram á miðvikudag vegna veðurs.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Velkomin í Plötu vikunnar. Í þetta skiptið fáum við til okkar hæfileikaríku tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur, sem hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi bæði sem sólólistamaður og meðlimur hljómsveita eins og Rökkurró. Hún hefur nýlega gefið út nýja plötu þar sem hún sameinar indie-rætur sínar við rafræna og popptónlistarleg áhrif. Í þættinum ræðum við við hana um sköpunarferlið, innblásturinn á bak við nýju lögin og hvernig hún nálgast tónlist sem listform. Þetta verður samtal sem þú vilt ekki missa af!