18:30
Hvað ertu að lesa?
Hryllilegar sögur og hræðilegar skreytingar
Hvað ertu að lesa?

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.

Umsjón: Embla Bachmann

Hrekkjavakan er á næsta leiti og ekki seinna vænna að hefja undirbúning. Embla telur upp bækur sem gæti verið gaman að lesa yfir hrekkjavökuna og hjónin Bergþóra og Bragi segja frá glænýjum hryllingssögum sem þau skrifuðu fyrir krakka. Skólabókasafnsfræðingurinn Dröfn segir okkur hvernig hún skreytir skólabókasafnið í Seljaskóla fyrir hrekkjavökuna og í lok þáttarins komumst við að því hvaða furðuveru krökkum í Kringlunni finnst skemmtilegast að lesa um.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,