15:03
Bara bækur
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, Ursula Andkjær Olsen í Mengi og Mikilvægt rusl
Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Niels Fredrik Dahl frá Noregi sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Fars rygg. Föðurhryggurinn. Árni Matthíasson segir stuttlega frá bók og höfundi og einnig er minnst á sigurvegara í barna- og unglingabókaflokki, Jakob Martin Strid frá Danmörku fyrir bókina Den fanstaskiske bus, Rútuna ótrúlegu.

Danska ljóðskáldið Ursula Andkjær Olsen sótti Ísland heim á dögunum. Mit Smykkeskrin eða Skartgripaskrínið mitt var að koma út í íslenskri þýðingu Brynju Hjálmsdóttur. Fyrir hana var Olsen tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Við lítum við í Mengi og heyrum upplestur og spjall um skartgripaskrínið.

Mikilvægt rusl er fimmta skáldsagan sem Halldór Armand Ásgeirsson gefur út og hjá sinni sjálfsútgáfu, Flatkökunni. Sagan hefst örlagadaginn 6. október 2008 þegar Geir H. Haarde forsætisráðherra þáverandi flutti sjónvarpsávarpið fræga þar sem hann bað guð um að blessa land og þjóð. Þennan sama dag finnur öskukallinn og aðalsöguhetja bókarinnar Gómur Barðdal, afskorið nef í ruslatunnu við glæsihýsi í Þingholtunum. Við hittum Halldór Armand í Góða hirðinum og ræðum við hann um hugmyndirnar í bókinni.

Viðmælendur: Ursula Andkjær Olsen og Halldór Armand Ásgeirsson.

Tónlist: Man in me - Bob Dylan, Nose - Íkorni, Pista (Fresh Start) - Los Bitchos.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 51 mín.
e
Endurflutt.
,