17:00
Konungur millistríðsjassins
Fats Waller og lokaárin
Konungur millistríðsjassins

Þættir um tónlistarmanninn Fats Waller sem hefur haldið meiri vinsældum en flestir bandarískir tónlistarmenn millistríðsáranna þó hann hafi horfið af sjónarsviðinu 1943 aðeins 39 ára gamall.

Umsjón: Vernharður Linnet.

Fats Waller lék í þremur kvikmyndum og lék fjögur lög inn á ,,soundies”, sem voru tónlistarmyndbönd þessara ára. Hann stofnaði stórsveit og rak með misjöfnum árangri fjárhagslega eins og menn gerðu gjarnan. Hann ferðaðist nokkrum sinnum til Evrópu og lék m.a. í Danmörku með Svend Asmussen. Merkust var þó dvöl hans í London 1938, en hann hljóðritaði þar fyrir HMV sem hafði háklassa pípuorgel í stúdíói sínu. Þar hljóðritaði hann m.a. gospeltónlist. Kannski var merkasta hljóðritun hans þar Lundúnarsvítan 1939, píanóverk í sex köflum og var hver nefndur eftir hverfi í London. Frumútgáfan eyðilagðist í loftárásum Þjóðverja á London, en prufupressanir verksins varðveittust.

Þess má geta að söngleikur byggður á lögum Wallers sló í gegn á Broadway 1978 og var fluttur víða í Evrópu, m.a. í Loftkastalanum í Reykjavík á Hinsegin dögum 2003. Flytjendur voru allir erlendir nema Andrea Gylfadóttir og tónlistarstjórinn Agnar Már Magnússon.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 52 mín.
,