Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Alþingiskosningar eru handan við hornið og í ýmis horn að líta.
Baldvin Þór Bergsson tekur saman það sem hæst ber í viku hverri fram að kosningum.
Hvað segja kjósendur í Norðausturkjördæmi um kosningarnar framundan? Við heyrum brot af hringferð RÚV um landið. Frambjóðendur kynntu flokkana í Morgunútvarpinu, forystufólk mætti í sjónvarpið og á Morgunvaktinni var meðal annars rætt um málefni eldri borgara.
Útvarpsfréttir.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Umfangi heimilisofbeldis gegn konum á Bretlandseyjum hefur verið lýst sem neyðarástandi. Talið er að tvær milljónir breskra kvenna verði fyrir einhvers konar ofbeldi á ári hverju. Undanfarin ár er að meðaltali ein kona drepin þriðja hvern dag á Bretlandseyjum. Blaðamaður hjá Guardian, sem hefur tekið saman upplýsingar um kvennamorð það sem af er ári, segir að refsingar við morði innan veggja heimilis séu alla jafna mun vægari en þegar konur eru drepnar á götum úti.
Svo heyrum við af heimsókn Björns Malmquist fréttamanns á belgíska náttúruminjasafnið í Brussel þar sem hann stóð augliti til auglitis við síðasta geirfuglinn, sem talið er að hafi verið drepinn í Eldey fyrir rúmum 180 árum - sumarið 1844. Björn talaði við Gísla Pálsson, fyrrverandi prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, sem hefur fjallað ítarlega um sögu og útdauða geirfuglsins. Hann segir geirfuglinn og sögu hans svo mikilvæga því hún sannfærði menn um að aldauði af mannavöldum væri stórt vandamál og því þyrfti að snúa vörn í sókn.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Raftónlistarhátíðin ErkiTíð á þrjátíu ára afmæli og í tilefni af því verða kynntar kynslóðir íslenskra tónskálda með mörgum af frumkvöðlum nútíma- og raftónlistar á Íslandi, en einnig frumflutt tónverk sem hátíðin hefur pantað. Kjartan Ólafsson, sem hefur verið listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi, segir frá því sem framundan er.
Lagalisti:
Magnús Blöndal Jóhannsson - Samstirni
Þorkell Sigurbjörnsson - Leikar III
Þorsteinn Hauksson - Chantouria
Kjartan Ólafsson - Samantekt: Þrír heimar í einum 9:05
Lydia Grétarsdóttir - Sleepless on a Tropical Island 06:57
Ingibjörg Friðriksdóttir - Endurómur
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Er hægt að skynja stað sem aðeins er til á forriti? Geta tilfinningar vaknað og minningar orðið til innan mæra tölvuleiks sem aðeins er hægt að sjá í gegnum tvívíðan skjá? Rætt er við sérfræðing í nafnfræði og tölvuleikjaspilara til margra ára um staðarskynjun og staðarnöfn í tölvuleikjum. Þá gerir pistlahöfundur tilraun til að endurnýja tengingu sína við gamlan, ástkæran tölvuleik.
Umsjón: Fjóla Kristín Guðmundsdóttir
Læsi og lesskilningi barna á Íslandi hefur hrakað hratt á undanförnum árum þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til þess að sporna við þessari þróun. PISA-rannsókninn 2022 leiddi í ljós að tæplega helmingur 15 ára drengja býr ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi, sama gildir um tæplega þriðjung stúlkna. Niðurstaðan er áhyggjuefni fyrir þjóðina alla. Í þáttaröðinni Læsi er rætt við fjölbreyttan hóp fólks sem kemur að skóla- og fræðslumálum á Íslandi. Fólk sem leggur sitt af mörkum til að styðja við fjölbreytta flóru nemenda í skólum landsins.
Þáttaröðin Læsi er framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Læsi og lesskilningur er ekki það sama. Það er hversu hratt þú lest og hvernig þér gengur að vinna úr því sem þú lest. Það er hinsvegar mikilvægt að mæla og fylgjast með þannig að hægt sé að grípa börn sem þurfa aðstoð. Snemmtæk íhlutun skiptir svo sannarlega máli hér eins og víðar. Viðmælendur í þætti fjögur eru Freyja Birgisdóttir, Guðmundur Engilbertsson, Helgi Arnarson, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir og Steinunn Gestsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þættir um tónlistarmanninn Fats Waller sem hefur haldið meiri vinsældum en flestir bandarískir tónlistarmenn millistríðsáranna þó hann hafi horfið af sjónarsviðinu 1943 aðeins 39 ára gamall.
Umsjón: Vernharður Linnet.
Fats Waller lék í þremur kvikmyndum og lék fjögur lög inn á ,,soundies”, sem voru tónlistarmyndbönd þessara ára. Hann stofnaði stórsveit og rak með misjöfnum árangri fjárhagslega eins og menn gerðu gjarnan. Hann ferðaðist nokkrum sinnum til Evrópu og lék m.a. í Danmörku með Svend Asmussen. Merkust var þó dvöl hans í London 1938, en hann hljóðritaði þar fyrir HMV sem hafði háklassa pípuorgel í stúdíói sínu. Þar hljóðritaði hann m.a. gospeltónlist. Kannski var merkasta hljóðritun hans þar Lundúnarsvítan 1939, píanóverk í sex köflum og var hver nefndur eftir hverfi í London. Frumútgáfan eyðilagðist í loftárásum Þjóðverja á London, en prufupressanir verksins varðveittust.
Þess má geta að söngleikur byggður á lögum Wallers sló í gegn á Broadway 1978 og var fluttur víða í Evrópu, m.a. í Loftkastalanum í Reykjavík á Hinsegin dögum 2003. Flytjendur voru allir erlendir nema Andrea Gylfadóttir og tónlistarstjórinn Agnar Már Magnússon.
Kvöldfréttir útvarps
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um breska heimskautakönnuðinn Ernest Shackleton og fyrstu ferð hans á suðurskautslandið um borð í rannsóknarskipinu Discovery, 1901-1903.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Miles Davis eikur lög frá ýmsum tímum: Bye Bye Blackbird, Round Midnight, Someday My Prince Will Come, Walkin', Seven Steps To Heaven og So What. Saxófónleikararnir Arnett Cobb, Jimmy Heath og Joe Henderson spila lögin Smooth Sailing, Steeple Chase, Lester Leaps In, I Got Rhythm og syrpuna Ballad Medley. McCoy Tyner tríóið leikur lögin The Night Has Thousand Eyes, Trane-like.
Áhrifamiklar konur sem mótuðu samtímann á öldinni sem leið. Konur sem voru ýmist dýrkaðar og dáðar - eða umdeildar. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að eiga sinn sess í sögu síðustu aldar. Umsjón: Erla Tryggvadóttir. (Áður á dagskrá 2011)
Áhrifamiklar konur sem mótuðu samtímann á öldinni sem leið. Konur sem voru ýmist dýrkaðar eða umdeildar. Fjallað verður um Angelu Davis, bandaríska baráttukonu. Umsjón: Erla Tryggvadóttir.
Einar Karl Haraldsson ræðir við leika og lærða um fornaldarsögur, heilagra manna sögur, konungasögur, Íslendingasögur, Íslendingaþætti, biskupasögur og fleiri forna texta.
(Áður á dagskrá 1985)
Í þættinum er spjallað við Rannveigu Jónsdóttur cand. mag. og enskukennara um Þorgerði Egilsdóttur og Egil Skallagrímsson, vísu Egils Börðumsk einn við átta og ellefu tvisvar, ræðu Einars Þveræings í Ólafssögu helga Snorra Sturlusonar og vísu Þóris Jökuls eftir Örlygsstaðabardaga úr Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar.
Upplestur: Ingibjörg Stephensen les úr Heimskringlu og Íslendingasögu.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
Stefán Karlsson úr Egilssögu úr segulbandasafni útvarpsins.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Til heiðurs Ragnari Bjarnasyni, sem fagnar áttræðisafmæli sínu um þessar mundir, tekur Litla flugan hátíðarsveim um segulbandasafn útvarpsins. Dregin verða fram nokkur vel valin brot úr útvarpsdagskrám sem Hljómsveit Ragnars hljóðritaði á áttunda áratugnum, þegar Ragnar ríkti í Súlnasal Hótels Sögu og lék og söng fyrir dansi bæði seint og snemma. Lögin eru úr ýmsum áttum, bæði innlend og erlend, sum sótt í smiðju Eagles og Lónlí blú bojs, önnur samin af Jóni í bankanum og Óðni G. Þórarinssyni, og enn önnur sótt á hvíta tjaldið og í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir er forseti Bandalags íslenskra listamanna. Hún settist í morgunkaffi á degi íslenskrar tungu og sagði hlustendum af fimm mistökum sem hafa breytt lífi hennar. Það fyrsta var aldeilis dramatískt því sjálfur getnaður hennar og fæðing reyndist byggður á misskilningi! Við heyrum sögu Jónu Hlífar frá æskunni undir Eyjafjöllum til Akureyrar með viðkomu á Sirkus og í Skífunni
Heiðar Ingi Svansson formaður félags íslenskra bókaútgefenda kom svo í heimsókn með brakandi fersk bókatíðindi
lagalisti
É dúdda mía - Múgison
Fullkomið farartæki - Nýdönsk
Í löngu máli - Una Torfa
Vertu úlfur - Emilíana Torrini
Þorparinn - Pálmi Gunnarsson
Vegurinn heim - Marketa Irglova
Strákarnir - Emmsjé Gauti
Föst milli glerja - Bubbi og Elín Hall
Á hnjánum - Hipsumhaps
Dýrð í dauðaþögn - Ásgeir Trausti
Með þig á heilanum - Ágúst
Þú hittir - Hildur Vala
113 Vælubíllinn - Pollapönk
Ein í nótt - Daði freyr og Lúpína
ég er að tala um þig - Sniglabandið
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Njóttu laugardaganna með með smellum fyrri áratuga. Nostalgísk samvera og besta tónlistin, afmælisbörn, útgáfur og allt þar á milli. Hvar er betra að vera á laugardagseftirmiðdegi, svarið er hvergi! Umsjón með Smelli hefur Kristján Freyr.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
GDRN landar fernum tónlistarverðlaunum, Flóni ákallar guð og Bríet fagnar 19 ára afmæli með plötu. ClubDub skýst upp á stjörnuhimininn, Reykjavíkurdætur reppa heiminn og Kælan mikla hitar upp fyrir The Cure. Bagdad bræður mala í kassanum, Teitur Magnússon ornar sér, Dr. Spock klæðist leðri og Gróa er prakkari. Árstíðir fagna tíu ára starfsafmæli og Magnús Þór býður þeim í sjötugsafmælið sitt en Auður er jákvæður, freðinn, þreyttur, manískur, siðblindur, hataður, heimskur og breiskur og Valdimar stimplar sig út.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
GDRN - Það sem var
GDRN & Floni - Lætur mig
GDRN - Án mín
GDRN - Hvað ef
Floni, Birnir & Joey Christ - OMG
John Grant - Is He Strange
John Grant - Love Is Magic
Axel Flóvent - Stars
Axel Flóvent - Close To You
Anaya & Bríet - Hotline Bling
Bríet - Hit The Road Jack
Bríet - In Too Deep
Bríet - Twin
Bríet & Aron Can - Feimin(n)
Friðrik Dór & Bríet - Hata að hafa þig ekki hér
Bríet & Greyskies - Carousel
Teitur Magnússon - Hverra manna
Teitur Magnússon - Orna
12:00 & Steinar - Sama stelpa
Aron Kristinn & Ra:tio - Þú ert það eina sem ég vil
ClubDub & Ra:tio - Litli Homie
ClubDub & Ra:tio - C3PO
ClubDub & Ra:tio - Drykk drykk drykk
ClubDub & Ra:tio - Clubbed Up
ClubDub, Ra:tio og Aron Can - Eina sem ég vil
Íkorni - Wannabe
Sin Fang, Sóley & Örvar Smárason - Wasted
Hildur Vala - Sem og allt annað
Guðrún Gunnarsdóttir - Eilífa tung
Herbert Guðmundsson - Starbright
Stuðmenn - Hr. Reykjavík
Jóhann Jóhannsson - The Theory Of Everything
Valdimar - Of seint
Valdimar - Slétt og fellt
Valdimar - Blokkin
Valdimar - Ég vildi að þú vissir
Valdimar - Svartir hrafnar
Valdimar - Stimpla mig út
Auður - Þreyttur
Auður & GDRN - Manískur
Auður & Birnir - Heimskur og breyskur
Auður - Freðinn
Auður - Hataður
Auður, Valdimar & ClubDub - 2020
Ólafur Arnalds - Undir
Ólafur Arnalds - Saman
Högni Egilsson & Kiasmos - Zebra
Andhim & Högni Egilsson - Stay close to me
Svala Björgvins - For The Night
Reykjavíkurdætur & Svala Björgvins - Ekkert drama
Reykjavíkurdætur - Kalla mig hvað
Reykjavíkurdætur - Reppa heiminn
Kælan mikla - Nornalagið
Kælan mikla - Hvernig kemst ég upp
Kælan mikla - Draumadís
Kælan mikla & Bang Gang - Nótt eftir nótt
Dr. Spock - Namenakutsame
Dr. Spock - Gamli maður
Bagdad Brothers - Carlos í mölinni
Bagdad Brothers & K.óla - Malar í kassanum
Gróa - Ocean Is Amber
Gróa - Prakkari
Rythmatik - Death Of The Party
Rythmatik - Sugar Rush
Rythmatik - Linchpin
Helgi Björnsson - Ég stoppa hnöttinn með puttanum
Hórmónar - Költ
Írafár - Þú vilt mig aftur
Cyber - Hold
Árstíðir - While The Way
Árstíðir - Entangled
Árstíðir - Lover
Magnús Þór & Árstíðir - Ein róandi
Magnús Þór & Árstíðir - Elísabet
Magnús Þór, Jóhann Helgason & Árstíðir - Álfar
Magnús Þór & Árstíðir - Garðurinn minn
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Fréttastofa RÚV.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Steinda Jr. þarf vart að kynna fyrir nokkrum manni enda búinn að vera í bransanum heillengi og eftir hann sitja sjónvarpsþættir, kvikmyndir, lög og alls kyns útgáfur. Við setjumst niður og hlustum á lögin sem hann kom með en förum líka yfir æskuna í Mosó, ferðir til Jamaíka og kaldar sturtu svo eitthvað sé nefnt.
Spjallað við landann og leikin tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Útvarpsfréttir.