22:10
Litla flugan
Konungurinn af Súlnasal
Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Til heiðurs Ragnari Bjarnasyni, sem fagnar áttræðisafmæli sínu um þessar mundir, tekur Litla flugan hátíðarsveim um segulbandasafn útvarpsins. Dregin verða fram nokkur vel valin brot úr útvarpsdagskrám sem Hljómsveit Ragnars hljóðritaði á áttunda áratugnum, þegar Ragnar ríkti í Súlnasal Hótels Sögu og lék og söng fyrir dansi bæði seint og snemma. Lögin eru úr ýmsum áttum, bæði innlend og erlend, sum sótt í smiðju Eagles og Lónlí blú bojs, önnur samin af Jóni í bankanum og Óðni G. Þórarinssyni, og enn önnur sótt á hvíta tjaldið og í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Er aðgengilegt til 14. febrúar 2025.
Lengd: 39 mín.
e
Endurflutt.
,