13:00
Samfélagið
Veðurskeytastöðvar á hverfanda hveli, heilbrigðisstarfsfólk um nikótínpúða, umhverfispistill - vistkjöt
Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er nú að mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess að margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram að fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig að kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Samfélagið fjallaði á þriðjudag um markaðssigur nikótínpúðanna á Íslandi Þriðjungur karla undir 35 ára aldri notar púðana daglega og fimmtungur ungra kvenna. Púðarnir hafa nánast jarðað íslenska neftóbakið og það sem meira er, þeir hafa hafið innreið sína í grunnskólana. Við ætlum að ræða við Viðar Jensson, sem sinnir tóbaksvörnum hjá Embætti landlæknis og Láru G. Sigurðardóttur, lækni og doktor í lýðheilsuvísindum og spyrja, Er þetta skaðlegt? Er þetta kannski að einhverju leyti jákvætt? Hvað vitum við í raun?

Við tölum um veðrið. Með nýrri tækni og aukinni sjálfvirkni hefur mönnuðum veðurskeytastöðvum fækkað mikið undanfarin ár. Það fer að verða liðin tíð að fólk dúði sig í öllum veðrum, lesi á mæla, horfi til himins og skrifi ályktanir sínar í stílabók sem svo eru sendar sem veðurskeyti til Veðurstofu Íslands. Við tölum um veðurathuganir í fortíð, nútíð og kannski framtíð, við Guðrúnu Nínu Petersen veðurfræðing.

Pistill frá ungum umhverfissinna; Natalía Reynisdóttir fjallar um svokallað vistkjöt.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,