11:03
Mannlegi þátturinn
Skátahreyfingin, stytting menntaskólanámsins og móðurmálin
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þankadagurinn eða World Thinking Day er í dag og er dagur alþjóðlegrar vináttu þar sem skátar út um allan heim hugsa hlýtt til annarra skáta og senda þakklæti út í heiminn. Haldið hefur verið upp á þankadaginn á hverju ári síðan 1926. Harpa Ósk Valgeirsdóttir Skátahöfðingi Íslands og Kolbrún Ósk Pétursdóttir móttstjóri Landsmóts skáta komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá skátahreyfingunni, þankadeginum og landsmótinu sem verður haldið í sumar í fyrsta skipti í 8 ár en Covid setti strik í reikninginn því mótið er venjulega haldið á fjögurra ára fresti.

Samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefur stytting framhaldsskólanámsins haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Líklegra er að breytingin hafi haft slæm áhrif á drengi en stúlkur. Við fengum Tinnu Laufey Ásgeirsdóttur, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, sem er ein þeirra sem standa að þessari rannsókn til að segja okkur frekar frá niðurstöðum rannsóknarinnar.

Í gær var Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn og í tilefni hans er unnið svokallað Menningarmót með 6. bekkingum Hlíðarskóla. Börnin unnu verkefni tengd tungumálum, til dæmis var gerður tungumálaregnbogi þar sem orð á 20 tungumálum koma saman og fleira. Ferlinu lýkur á morgun þar sem foreldrum barnanna verður boðið á Menningarmót í Veröld og sjá það sem börn þeira hafa verið að gera. Kristín R. Vilhjálmsdóttir, sjálfstætt starfandi tungumálamiðlari í Danmörku og á Íslandi og höfundur Menningarmótsaðferðarinnar og Eyjólfur Már Sigurðsson forstöðumaður Tungumálasmiðstöðvar HÍ komu í þáttinn og sögðu frá.

Tónlist í þættinum í dag:

Sjóddu frekar egg / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason)

Yakkety yak smacketty smack / Change (Jóhann Helgason)

Gamla Húsið / Ellen Kristjánsdóttir (Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson)

Mirror Mirror / Pinkerton Assorted Colours (Tony Newman)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,