Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Alexei Navalny hefur bæst í hóp andstæðinga Pútíns Rússlandsforseta sem deyja – beint eða óbeint - vegna andstöðunnar við forsetann. Við fórum yfir nokkur dæmi um þessi andlát þegar Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Við ræddum líka um nýja stefnu Grænlands í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum þar sem stefnt er að aukinni samvinnu meðal annars við Ísland.
Margar spurningar hafa vaknað tengdar virði og mati á fasteignum í tengslum við uppkaup ríkisins á íbúðahúsnæði í Grindavík. Um 600 umsóknir um endurmat á brunabótamati hafa borist vegna eigna í bænum. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnum ræddi við okkur um brunabótamat og umsögn stofnunarinnar um frumvarp um uppkaup fasteigna í Grindavík.
Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans ræddi við okkur um nauðsyn þess að efla nýsköpun í bláa hagkerfinu - í sjávarútvegi. Þó margt hafi breyst til hins betra í nýtingu fiskafurða má enn gera betur. Hún sagði okkur líka frá stefnumóti fjárfesta og frumkvöðla hjá Sjávarklasanum og fleiri verkefnum sem miða að því að tengja saman hugmyndir og peninga í bláa hagkerfinu.
Bye, bye blackbird - Kristjana Stefánsdóttir
Årets gang -Sigurður Flosason, Cathrine Legardh
Zaz - Sous le ciel de Paris
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Þankadagurinn eða World Thinking Day er í dag og er dagur alþjóðlegrar vináttu þar sem skátar út um allan heim hugsa hlýtt til annarra skáta og senda þakklæti út í heiminn. Haldið hefur verið upp á þankadaginn á hverju ári síðan 1926. Harpa Ósk Valgeirsdóttir Skátahöfðingi Íslands og Kolbrún Ósk Pétursdóttir móttstjóri Landsmóts skáta komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá skátahreyfingunni, þankadeginum og landsmótinu sem verður haldið í sumar í fyrsta skipti í 8 ár en Covid setti strik í reikninginn því mótið er venjulega haldið á fjögurra ára fresti.
Samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefur stytting framhaldsskólanámsins haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Líklegra er að breytingin hafi haft slæm áhrif á drengi en stúlkur. Við fengum Tinnu Laufey Ásgeirsdóttur, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, sem er ein þeirra sem standa að þessari rannsókn til að segja okkur frekar frá niðurstöðum rannsóknarinnar.
Í gær var Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn og í tilefni hans er unnið svokallað Menningarmót með 6. bekkingum Hlíðarskóla. Börnin unnu verkefni tengd tungumálum, til dæmis var gerður tungumálaregnbogi þar sem orð á 20 tungumálum koma saman og fleira. Ferlinu lýkur á morgun þar sem foreldrum barnanna verður boðið á Menningarmót í Veröld og sjá það sem börn þeira hafa verið að gera. Kristín R. Vilhjálmsdóttir, sjálfstætt starfandi tungumálamiðlari í Danmörku og á Íslandi og höfundur Menningarmótsaðferðarinnar og Eyjólfur Már Sigurðsson forstöðumaður Tungumálasmiðstöðvar HÍ komu í þáttinn og sögðu frá.
Tónlist í þættinum í dag:
Sjóddu frekar egg / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason)
Yakkety yak smacketty smack / Change (Jóhann Helgason)
Gamla Húsið / Ellen Kristjánsdóttir (Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson)
Mirror Mirror / Pinkerton Assorted Colours (Tony Newman)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Aukið fjármagn þarf til að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum verði að veruleika, segir verkefnastjóri í Reykjanesbæ. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að þær minnki ekki álag á innviði bæjarins á næstunni en hugsanlega til lengri tíma.
Afgreiða á frumvarp fjármálaráðherra um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík á Alþingi í dag. Ráðherra segir þetta hafa mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs og endurskoða þurfi fjármálaáætlun.
Kalt vatn er komið á hafnarsvæðið í Grindavík. Fullum þrýstingi verður ekki hleypt á kerfið strax en þá ætti að koma í ljós hversu mikið tjón varð á vatnsveitunni.
Ólögmætt samráð Eimskips og Samskipa kostaði íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna. Formaður Neytendasamtakanna segir þetta ótrúlegar upphæðir og alvarlegt að fyrirtæki komist upp með slíkt.
Rússar tilkynntu í morgun að þeir hefðu lagt undir sig þorp í Austur-Úkraínu. Dönsk stjórnvöld hafa tilkynnt stuðning til Úkraínu næstu tíu árin.
Staðan í fráveitumálum Hvergerðinga er grafalvarleg og frekari uppbygging í bænum sögð ómöguleg nema bætt verði úr. Bærinn áformar að verja hálfum milljarði í fráveitu.
Grænland kynnti í gær nýja stefnu í utanríkis,- öryggis- og varnarmálum til næstu tíu ára. Þar er meðal annars stefnt að því að draga úr spennu á Norðurslóðum og auka samstarf við Norður-Ameríku og Ísland.
Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit var tekið í notkun í Hvalfjarðargöngunum í dag. Forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir tilganginn ekki að hanka fólk heldur auka umferðaröryggi.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Áhrifavaldar þessa heims eru alls konar. Misgagnlegir og misskaðlegir. Svolítið eins og trúar- og lífsskoðunarhópar. Nú í vikunni mætti bandarísk sex barna móðir fyrir dómstól og játaði á sig næstum ólýsanlega glæpi gegn börnum sínum, sem hún hafði dásamað klukkustundum saman á netinu nokkrum árum fyrr. Hún var með milljónir áskrifenda og milljarða áhorf. En það er fleira sem þessi kona og skaðlegir sértrúarsöfnuðir eiga sameiginlegt. Hún var eiginlega í tveimur og drottnaði yfir þeim þriðja, fjölskyldunni sinni. Sunna Valgerðardóttir fjallar um ofurmömmuna í Utah sem á nú yfir höfði sér nokkurra ára, eða áratuga, fangelsi.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Samfélagið fjallaði á þriðjudag um markaðssigur nikótínpúðanna á Íslandi Þriðjungur karla undir 35 ára aldri notar púðana daglega og fimmtungur ungra kvenna. Púðarnir hafa nánast jarðað íslenska neftóbakið og það sem meira er, þeir hafa hafið innreið sína í grunnskólana. Við ætlum að ræða við Viðar Jensson, sem sinnir tóbaksvörnum hjá Embætti landlæknis og Láru G. Sigurðardóttur, lækni og doktor í lýðheilsuvísindum og spyrja, Er þetta skaðlegt? Er þetta kannski að einhverju leyti jákvætt? Hvað vitum við í raun?
Við tölum um veðrið. Með nýrri tækni og aukinni sjálfvirkni hefur mönnuðum veðurskeytastöðvum fækkað mikið undanfarin ár. Það fer að verða liðin tíð að fólk dúði sig í öllum veðrum, lesi á mæla, horfi til himins og skrifi ályktanir sínar í stílabók sem svo eru sendar sem veðurskeyti til Veðurstofu Íslands. Við tölum um veðurathuganir í fortíð, nútíð og kannski framtíð, við Guðrúnu Nínu Petersen veðurfræðing.
Pistill frá ungum umhverfissinna; Natalía Reynisdóttir fjallar um svokallað vistkjöt.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í Þjóðminjasafni stendur yfir merkileg sýning sem kallast Með verkum handanna, en þar er hægt að sjá einhver mestu verðmæti íslenskrar listasögu. Um er að ræða þau fimmtán íslensku refilsaumsklæði sem varðveist hafa, samankomin í fyrsta sinn. Níu þeirra eru varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands en sex þeirra eru fengin að láni frá erlendum söfnum. Við hittum Svanhildi Óskarsdóttur, prófessor í norrænum fræðum, á sýningunni.
Nina Hjálmarsdóttir segir frá Icehot Nordic Dance Platform, viðburði sem haldinn er annaðhvert ár í einhverri borg á Norðurlöndunum, þar sem boðið er upp á það nýjasta í samtímadansi.
Einnig lítum við inn í Gunnarshús þar sem tilnefningar til Norrænu bókmenntaverðlaunanna vory kynntar í morgun.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Magnús Axelsson er stundum kallaður Maggi Strump, eftir safnplöturöð sem kom út á hans vegum á tíunda áratugnum.
Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsrýnir Lestarinnar, rýnir í nýja þætti Ryans Murphy um erjur rithöfundarins Trumans Capote og svananna svonefndu.
Varði fer á vertíð nefnist umdeild kvikmynd frá 2001. Bíótekið býður upp á sjaldgæfa sýningu á myndinni í Bíó Paradís á sunnudaginn, og í tilefni af því ræðir Lóa Björk um hana við Arnar Eggert Thoroddsen.
Lagalisti:
Dýrðin - Popp & Co.
Kókópöffs - Ást við fyrstu og einu sýn
I am round - Guð er eitthvað
Sjálfsfróun - Bölvað vors land
Mósaík - Sjáandi
Kvartett Ó. Jónsson & Grjóni - Þú kemur með mér
Opp Jors - Jói Gumma (eine kleine kántrý mix)
Curver - Evening Star
Paul & Laura - Little Wet Ball
Il Nuovo Baldur - Ils Ont Une Belle Skoda
Tilburi - Panic Needle
The Johnstones Family Orchestra - Þessi maður eltir mig um allt
Margo Guryan - Kiss & Tell
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Stór holrými virðast vera á miklu dýpi undir þremur götum í Grindavík. Holur hafa opnast í bænum undanfarna daga.
Kvikusöfnun undir Svartsengi er orðin það mikil að Veðurstofan telur líklegt að gjósi í næstu viku.
Allt kapp er lagt á að ljúka afgreiðslu á frumvarpi um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík á Alþingi í kvöld.
Fjármálaráðherra fær heimild til að ráðstafa eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í frumvarpi. Fara á aðra leið við söluna en síðast og bankinn sjálfur kemur ekki að henni.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
22. febrúar 2024
Samkomulag ríkisstjórnarinnar um heildarsýn í útlendingamálum felur í sér aðkomu ekki færri en sjö ráðuneyta. Í því koma fram háleit markmið um að leggja áherslu á mannúð og virðingu og vinna gegn skautun og stéttskiptingu. Rætt við Ingibjörgu Isaksen (B) og Sigmar Guðmundsson (C) um útlendingmál og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum.
Mikilvægt er að rannsaka mögulega jarðvegsmengun strax og byrjað er að skipuleggja íbúðabyggð þar sem áður var iðnaðarsvæði, eins og algengt um þessar mundir. Þetta segir formaður FUMÍS, Fagfélags um mengun á Íslandi.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Leitin að töfravatninu (úr Inkaríkinu)
Pönnukakan sem lagði á flótta (Noregur)
Leikraddir:
Agnes Wild
Anna Marsibil Clausen
Anna Guðný Sæmundsdóttir
Arna Rún Gústafsdóttir
Eva Jáuregui Ólafsdóttir
Felix Bergsson
Guðni Tómasson
Guðrún Saga Guðmundsdóttir
Hafsteinn Vilhelmsson
Hallur Hrafn Proppé
Ingdís Una Baldursdóttir
Jakob Magnússon
Karl Pálsson
Katrín Ásmundsdóttir
Kristján Guðjónsson
Lára Rún Eggertsdóttir
Rakel Sif Grétarsdóttir
Snæbjartur Sölvi Kjartansson
Sölvi Þór Jörundsson
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Veðurstofa Íslands.
Hlustendum veitt innsýn í efnisskrá tónleika kvöldsins.
Beinar útsendingar frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Á efnisskrá:
*Concert Românesc eftir György Ligeti.
*Fiðlukonsert eftir Carl Nielsen.
*Sinfónía nr. 3 eftir Robert Schumann.
Einleikari: Vera Panitch.
Stjórnandi: Christian Øland.
Kynnir: Pétur Grétarsson.
Veðurstofa Íslands.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Magnús Axelsson er stundum kallaður Maggi Strump, eftir safnplöturöð sem kom út á hans vegum á tíunda áratugnum.
Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsrýnir Lestarinnar, rýnir í nýja þætti Ryans Murphy um erjur rithöfundarins Trumans Capote og svananna svonefndu.
Varði fer á vertíð nefnist umdeild kvikmynd frá 2001. Bíótekið býður upp á sjaldgæfa sýningu á myndinni í Bíó Paradís á sunnudaginn, og í tilefni af því ræðir Lóa Björk um hana við Arnar Eggert Thoroddsen.
Lagalisti:
Dýrðin - Popp & Co.
Kókópöffs - Ást við fyrstu og einu sýn
I am round - Guð er eitthvað
Sjálfsfróun - Bölvað vors land
Mósaík - Sjáandi
Kvartett Ó. Jónsson & Grjóni - Þú kemur með mér
Opp Jors - Jói Gumma (eine kleine kántrý mix)
Curver - Evening Star
Paul & Laura - Little Wet Ball
Il Nuovo Baldur - Ils Ont Une Belle Skoda
Tilburi - Panic Needle
The Johnstones Family Orchestra - Þessi maður eltir mig um allt
Margo Guryan - Kiss & Tell
Útvarpsfréttir.
Matthías Már Magnússon og Hulda Geirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn með ljúfum tónum sem fara vel með fyrsta kaffibollanum.
Lagalisti:
LEAVES - Parade.
Stevens, Cat - Father and son.
Svavar Knútur - Hope and Fortune ft. Irish Mythen.
BJÖRK - Venus As A Boy.
Snorri Helgason - Grasaferð.
BIG THIEF - Certainty.
Árný Margrét - They only talk about the weather.
HELGI JÓNSSON & EMILÍANA TORRINI - Crossroads.
Portishead - Sour Times.
Alicia Keys - Girl on Fire.
Þórunn Salka - Sumar í febrúar.
Una Torfadóttir, Baggalútur - Casanova.
ROBBIE WILLIAMS - Millennium.
THE BEATLES - Blackbird.
LAY LOW - By And By.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Evil woman.
Ásgrímur Angantýsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, var gestur okkar í upphafi þáttar. Hann hefur undanfarið rannsakað stöðu norðlenskra og sunnlenskra framburðarafbrigða.
Björn Berg Gunnarsson mætti með sitt hálfsmánaðarlega fjármálahorn.
Geislavarnir ríkisins greindu frá því í gær að um átta próesnt ungmenna á aldrinum 12 til 17 ára hafi notað ljósabekk einu sinni eða oftar á síðasta ári, en átján ára aldurstakmark er á notkun slíkra bekkja hér á landi. Við ræddum við Eddu Línu Gunnarsdóttur, sérfræðing hjá Geislavörnum.
Ríkisstjórnin hefur sammælst um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Bryndís Haraldsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir komu til okkar að ræða nálgunina og hvað í henni felst.
Ragnar Jónsson blóðferlasérfræðingur hjá lögreglunni kíkti til okkar. Hann var í vikunni kjörinn forseti Evrópudeildar IABPA samtakanna sem eru samtök blóðferlasérfræðinga á heimsvísu.
Hugvísindaþing verður haldið í byrjun næsta mánaðar og þar á meðal annars að ræða áfengisneyslu á Íslandi í sögulegu ljósi. Við ræddum við tvö þeirra sem taka þátt í málstofunni Ísland - Brennivínsland, sagnfræðingana Stefán Pálsson sem fjallar um áfengisbannið og þróun á löggjöfinni, og Ragnhildi Hólmgeirsdóttur sem beinir sjónum sínum að drykkjuskap og áhrif hans á þyngd dóma á átjándu öld, og við speglum þetta allt saman við samtímann.
Tónlist:
Steed Lord - Curtain Call.
Una Torfadóttir - Þú ert stormur.
Flott - Með þér líður mér vel.
Manic street preachers - A Design for Life.
YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.
Jaakko Eino Kalevi - Emotions in Motion.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Gunnella Hólmarsdóttir endur frumsýnir gaman einleikinn "HVað ef sósan klikkar?" í Tjarnarbíói laugardaginn 2. mars næstkomandi.
Gunnella kíkti til Hjartagosa og sagði nánar frá verkinu.
Hljóðbrotið var á sínum stað, það vafðist fyrir Andra Frey og sérstökum Hljóðbrots gesti þáttarins, Guðmundi Pálssyni en Valgerður Anna var fyrsti hlustandinn til þess að ná inn og svaraði rétt í fyrstu tilraun.
Frá kl 11 var boðið upp á Tengitímann, þar sem Hjartagosar skiptast á að spila skemmtileg dægurleg en þurfa að tengja lögin saman.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-02-22
BJÖRN JÖRUNDUR OG EYJÓLFUR KRISTJÁN - Álfheiður Björk.
THE CURE - Friday I'm In Love.
Ágúst Ragnarsson - Ráðhúsið.
Sigga Ózk, Sigga Ózk - Um allan alheiminn.
Laufey, Beabadoobee - A Night To Remember.
BLUR - There?s No Other Way.
INSPECTOR SPACETIME & UNNSTEINN - Kysstu mig (feat. Unnsteinn).
SEX PISTOLS - Anarchy in the UK.
SCISSOR SISTERS - I Don't Feel Like Dancin'.
GUS GUS - Polyesterday.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Í Fjarlægð.
HIPSUMHAPS - Góðir hlutir gerast hææægt.
Murad, Bashar - Vestrið villt.
Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).
Á móti sól - Okkur líður samt vel.
De La Soul - A Roller skating jam named "Saturdays" (Radio Home mix).
GDRN - Ævilangt.
BECK - Tropicalia.
HJÁLMAR - Manstu.
Elín Hall - Manndráp af gáleysi.
Tvíhöfði - Ég vil vera væminn.
Bon Jovi - Always (radio edit).
BLANCMANGE - Living On The Ceiling.
TEARS FOR FEARS - Pale Shelter (80).
EMILÍANA TORRINI - Baby Blue.
KYLIE MINOGUE - Slow.
QUEEN - Body Language.
DAVID BOWIE - Modern Love.
DAFT PUNK - Get Lucky.
Pharrell, Snoop Dogg - Drop it like it's hot (radio edit).
GAP BAND - Burn Rubber On Me.
NIRVANA - Smells Like Teen Spirit.
SKID ROW - 18 and life.
GCD - Kaupmaðurinn Á Horninu.
PÁLL ÓSKAR & UNUN - Ástin dugir.
NEW ORDER - Blue Monday.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Aukið fjármagn þarf til að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum verði að veruleika, segir verkefnastjóri í Reykjanesbæ. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að þær minnki ekki álag á innviði bæjarins á næstunni en hugsanlega til lengri tíma.
Afgreiða á frumvarp fjármálaráðherra um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík á Alþingi í dag. Ráðherra segir þetta hafa mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs og endurskoða þurfi fjármálaáætlun.
Kalt vatn er komið á hafnarsvæðið í Grindavík. Fullum þrýstingi verður ekki hleypt á kerfið strax en þá ætti að koma í ljós hversu mikið tjón varð á vatnsveitunni.
Ólögmætt samráð Eimskips og Samskipa kostaði íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna. Formaður Neytendasamtakanna segir þetta ótrúlegar upphæðir og alvarlegt að fyrirtæki komist upp með slíkt.
Rússar tilkynntu í morgun að þeir hefðu lagt undir sig þorp í Austur-Úkraínu. Dönsk stjórnvöld hafa tilkynnt stuðning til Úkraínu næstu tíu árin.
Staðan í fráveitumálum Hvergerðinga er grafalvarleg og frekari uppbygging í bænum sögð ómöguleg nema bætt verði úr. Bærinn áformar að verja hálfum milljarði í fráveitu.
Grænland kynnti í gær nýja stefnu í utanríkis,- öryggis- og varnarmálum til næstu tíu ára. Þar er meðal annars stefnt að því að draga úr spennu á Norðurslóðum og auka samstarf við Norður-Ameríku og Ísland.
Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit var tekið í notkun í Hvalfjarðargöngunum í dag. Forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir tilganginn ekki að hanka fólk heldur auka umferðaröryggi.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Lovísa Rut stýrði Popplandi dagsins og það var mikið stuð eins og vanalega. Þétt Iceland Airwaves upphitun en fyrsta tilkynning lenti í dag. Slógum á þráðinn til Slóveníu og heyrðum í Sindra Ástmarssyni, bókara hátíðarinnar. Arnar Eggert og Andrea gerðu upp plötu vikunnar, Darkest Night með Hafdísi Huld, Söngvakeppnislög og nýtt og gamalt í bland.
Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).
FLEETWOOD MAC - Rhiannon.
Thee Sacred Souls - Can I Call You Rose?.
Dina Ögon - Tombola 94.
Ocean, Frank - Pink + White.
Teitur Magnússon Tónlistarmaður - Fjöllin og fjarlægðin.
Júlí Heiðar - Farfuglar.
TOM ODELL - Another Love.
Heiðrún Anna Björnsdóttir - Þjakaður af ást.
QUEEN - Crazy Little Thing Called Love.
Cage the Elephant - Neon Pill.
Vampire Weekend - Capricorn.
Melanie - Brand new key.
Alisdair Wright, Hafdís Huld - Hindsight.
Hafdís Huld - Broken Hearts.
Hafdís Huld - Bats.
Hafdís Huld - Salt.
Hafdís Huld Tónlistarm. - Darkest night.
Laufey - From The Start.
Ólafur Bjarki Bogason - Yfirhafinn.
Jón Jónsson Tónlistarm. - Spilaborg.
Hera Björk Þórhallsdóttir - Við förum hærra.
eee gee - School reunion.
Shygirl - Mr useless.
Kumar, Anish - Blackpool Boulevard (Edit)
SG Lewis - Mr useless.
Joy Anonymous - JOY [I Did You Wrong]
Róshildur - Fólk í blokk (v2,3).
LÚPÍNA - Ástarbréf.
Barry Can't Swim - Blackpool Boulevard.
INSPECTOR SPACETIME - Hitta mig.
K.ÓLA - Keyrum úr borginni.
bar Italia - My little tony (bonus track wav).
Klemens Hannigan - Don't Want to Talk About It.
Ásdís, Purple Disco Machine - Beat Of Your Heart.
Grande, Ariana - Yes, and?.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Aldrei Liðið Betur.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
ALANIS MORISSETTE - You oughta know.
Parks, Arlo, Lous and The Yakuza - I'm Sorry.
RAYE söngkona - Worth It.
Silja Rós Ragnarsdóttir - Honey....
LILY ALLEN - The Fear.
MAIAA - Fljúga burt.
Feist - 1234.
ÚLFUR ÚLFUR - Myndi falla.
LITTLE SIMZ - Gorilla.
TATE MCRAE - Freedy.
GDRN & FRIÐRIK DÓR & MOSES HIGHTOWER & STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Springur út.
ROYEL OTIS - Murder on the Dancefloor.
Í þáttinn til okkar í dag kemur Kjartan Þórsson læknir og einn stofnenda Prescriby en Prescriby er hugbúnaðarkerfi sem að gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að veita öruggari meðferðir og eftirfylgd með sterkum verkjalyfjum, róandi og svefnlyfjum. Kerfið var þróað á Íslandi af læknum og forriturum og er nú að fara í loftið í fleiri löndum en Kjartan segir okkur betur frá þessu hér á eftir.
Enn á ný birtast myndbönd af ferðafólki sem er hætt komið í Reynisfjöru. Aldan var óvenju stór og kraftmikil í byrjun vikunnar og í kjölfarið birtu sjónarvottar myndbönd af fólki sem hætti sér allt of nærri. Einn þeirra sem oft hefur bent á hætturnar þarna er Ingólfur Bruun leiðsögumaður og við ætlum að hringja í hann og spyrja hann út í það hvort eitthvað hafi breyst þarna þrátt fyrir ný skilti og aðvörunarljós og ef ekki hvað mætti betur fara.
Fyrr í vikunni fór fram málþing hér á landi þar sem langþráðar niðurstöður rannsóknar Nordic Digital Rights and Equlity Foundation eða NORDREF voru kynntar. Rannsóknin sem framkvæmd var í þremur löndum samtímis á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð varpar ljósi á gerendur á bakvið typpmyndir, myndrænt kynferðisofbeldi og hótanir í garð stúlkna og kvenna á netinu. Strax að loknum fimm fréttum kemur til okkar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir stjórnarformaður NORDREF og fer yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar með okkur.
Núna á sunnudaginn ætlar skíðagöngufólk að gera sér glaðan dag í Bláfjöllum. Skíðagöngufélagið Ullur stendur þar fyrir alls konar uppákomum í tengslum við vígslu á nýjum skála og þar með nýrri aðstöðu fyrir skíðagöngufólk. Trausti Árnason er formaður félagsins við heyrum í honum og spyrjum hann líka út í þessa sprengju sem orðið hefur á áhuga fólks á skíðagöngusportinu.
Eins og alltaf á fimmtudögum þá förum við í MEME vikunnar með Atla Fannari Bjarkasyni.
En við byrjum á Benedikt Sigurðssyni fréttamanni en hann er nýkominn frá Grindavík þar sem að hjól atvinnulífsins eru farin að snúast.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Stór holrými virðast vera á miklu dýpi undir þremur götum í Grindavík. Holur hafa opnast í bænum undanfarna daga.
Kvikusöfnun undir Svartsengi er orðin það mikil að Veðurstofan telur líklegt að gjósi í næstu viku.
Allt kapp er lagt á að ljúka afgreiðslu á frumvarpi um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík á Alþingi í kvöld.
Fjármálaráðherra fær heimild til að ráðstafa eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í frumvarpi. Fara á aðra leið við söluna en síðast og bankinn sjálfur kemur ekki að henni.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
22. febrúar 2024
Samkomulag ríkisstjórnarinnar um heildarsýn í útlendingamálum felur í sér aðkomu ekki færri en sjö ráðuneyta. Í því koma fram háleit markmið um að leggja áherslu á mannúð og virðingu og vinna gegn skautun og stéttskiptingu. Rætt við Ingibjörgu Isaksen (B) og Sigmar Guðmundsson (C) um útlendingmál og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum.
Mikilvægt er að rannsaka mögulega jarðvegsmengun strax og byrjað er að skipuleggja íbúðabyggð þar sem áður var iðnaðarsvæði, eins og algengt um þessar mundir. Þetta segir formaður FUMÍS, Fagfélags um mengun á Íslandi.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Daði Freyr Pétursson - I'm not bitter.
UXI - Nostalgía.
Matthias Moon - LOTUS P.A.
Silja Rós Ragnarsdóttir - Honey....
Eik Haraldsdóttir - Maneye.
Hróðmar Sigurðsson, Ingibjörg Elsa Turchi - Sunray.
Mikael Máni Ásmundsson - Tvær stjörnur.
Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.
Tvö viðtöl voru tekin við tvö bönd af tveimur dagskrágerðarmönnum á Rás 2 í Ólátagarði á þessu fallega fimmtudagskvöldi. Hljómsveitin Blairstown kom í spjall og sagði okkur stórskemmtilega sögu sína auk þess sem spiluð voru fjögur lög af frumburði þeirra félaga, EP-plötunni Í kasti sem kom út í byrjun mánaðar. Svo var það hljómsveitin Emma sem kom einning í viðtal og sagði okkur í löngu máli frá sögu sinni auk þess sem upptökur voru spilaðar af tónleikum þeirra í Hörpu sem fóru fram í Kaldalóni 23. janúar síðastliðinn.
Let's consume - Superserious
Dýrð í dauðaþögn - Ásgeir Trausti
Hvers vegna varst'ekki kyrr - neonme
Hues - Andervel
Lucid Dreaming - Jóhann Egill Jóhannsson
Cryosleep - DJ Dunnzi
Mindhole - mindfact
Wonderland - Ka-Oss
Sumar í febrúar - Þórunn Salka
Bubblebaths - Blairstown
Let's start a riot - Blairstown
Battery - Blairstown
Thorparinn - Blairstown
Stranger now - Emma (Upprásin 23. janúar 2024)
Dream on - Emma (Upprásin 23. janúar 2024)
Let it be known - Emma (Upprásin 23. janúar 2024)
Hide - Emma (Upprásin 23. janúar 2024)
finndu mig þegar vetri er lokið (voice memo demo) - Laglegt
make money - Dagur