12:42
Þetta helst
Frostaveturinn mikli og frostaveturinn núna
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Það hefur verið frost hjá okkur nær undantekningalaust frá því í byrjun desember. Hitinn hefur rétt skriðið yfir frostmark örfáa daga og kuldakreistur eru orðnar langþreyttar á ástandinu. Það er ekki laust við að hugur fólks leiti enn og aftur til ársins 1918, heimsfaraldur, eldgos, frosthörkur. En allt er þetta þó bara sýnishorn af því sem gekk yfir fólk hér fyrir rúmum hundrað árum. En..hvernig er samanburðurinn á þessum vetri núna og hinum alræmda frostavetri?

Hvað gerðist þá? Af hverju varð svona hryllilega kalt? Hvaða aðstæður þurfa að skapast til að það verði svona kalt aftur? Eru einhverjar líkur á því að það hendi okkur sem nú lifum?

Og fer ekki eitthvað að hlýna?

Ragnhildur Thorlacius ræddi um frostaveturinn mikla og frostin nú við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing. Einnig eru spiluð viðtöl úr eldri þáttum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,