13:00
Samfélagið
Uppbygging í Bolungarvík, ilmur af Vestfjörðum og Náttúruhús
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Við hittum Jón Pál Hreinsson bæjarstjóra í Bolungarvík, en þar á að rísa nýtt hverfi á næstunni.

Við bönkum líka upp á í Kertahúsinu á Ísafirði, þar er Sædís Ólöf Þórsdóttir allt í öllu en hún og maðurinn hennar reka líka ferðaþjónustufyrirtækið Fantastic Fjords.

Beinagrind af íslandssléttbaki sem veiddur var við Ísland árið 1891 verður aðalsýningagripur á nýrri sýningu Náttúruminjasafns Íslands sem verður opnuð í Náttúruhúsinu á Seltjarnarnesi. Geirfuglinn verður einnig hluti af sýningunni. Nú stendur yfir samkeppni um hönnun grunnsýningarinnar og hafa þrír þátttakendur verið valdir eftir forval sem haldið var á evrópska efnahagssvæðinu. Við heimsækjum Náttúruhúsið úti á Nesi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,