23:05
Lestin
Macbeth og Dúna
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Á föstudag var Shakespeare-leikritið Macbeth frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikstjórn annast Ur?ul? Barto, ungur og upprennandi leikstjóri frá Litháen sem leiðir yngsta listræna teymi sem hefur komið að slíkri sýningu á stóra sviði Borgarleikhússins. Macbeth þarf vart að kynna úr höfundaverki Williams Shakespeare, hin blóði drifna saga um skoska konunginn Macbeth. Ur?ul? Barto er gestur Lestarinnar í dag.

Dune eftir bandaríska rithöfundinn Frank Herbert kom út í nýrri íslenskri þýðingu í lok síðasta árs og ber heitið Dúna. Dúna er einhver vinsælasta og áhrifamesta vísindaskáldsaga allra tíma og frá útgáfu hennar árið 1965 hefur þessi stórbrotni doðrantur sett svip sinn á vísindaskáldskap. Frásögnin er uppfull af afar sértækum orðaforða sem ramma inn þennan framtíðarheim. Með því skapaði Herbert einstaka veröld sem vísar til ýmissa trúarrita, og er einnig full af pælingum um vist- og mannfræði og stjórnmálaheimspeki. Í viðauka bókarinnar er langur hugtakalisti úr Keisaradæminu, þar sem farið er ítarlega ofan í hvert orð og hugtak sem nauðsynlegt er að þekkja við lesturinn. Þýðingu Dúnu unnu þau Kári Emil Helgason og Dýrleif Bjarnadóttir. Lestin ræðir við Kára um bókina og áhrif hennar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 51 mín.
e
Endurflutt.
,