22:10
Mannlegi þátturinn
Skiptir þyngdin máli? Vinkill og Rebekka lesandi
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Mörg okkar strengja heit um áramót um að nú þurfi að taka til í mataræðinu og helst að einhver kíló þurfi að víkja. En er þyngdarstjórnun málið eða er best að setja heilsuna í fyrsta sætið og henda vigtinni út með jólatrénu? Við ræddum í dag við Berglindi Blöndal klínískan næringarfræðing sem sérhæfir sig í næringu, vellíðan og streitulosun í tengslum við mat án þess að einblína um of á kíló og hitaeiningar.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkill dagsins fjallar um að stundum er ekki nóg að hafa einn vinkil, heldur getur þurft að hafa tvo; eða jafnvel þrjá.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Rebekka Sif Stefánsdóttir, söngkona, söngkennari og rithöfundur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Rebekka talaði um eftirtaldar bækur:

Tól eftir Kristínu Eiríksdóttir

Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia

Snuð eftir Brynjólf Þorsteinsson

Svefngríma eftir Örvar Smárason

Úr bálki hrakfalla eftir Lemony Snicket

Tónlist í þættinum í dag:

Haglél / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)

Just The Way You Are / Billy Joel (Billy Joel)

Lag ljóð / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,