janúar 2025
mámánudagur | þrþriðjudagur | mimiðvikudagur | fifimmtudagur | föföstudagur | lalaugardagur | susunnudagur |
---|---|---|---|---|---|---|
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Þór Hauksson flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Fjölmargir heimilislæknar hafa íhugað að fara í veikindaleyfi eða minnka við sig vinnuna vegna mikils álags. Margrét Ólafía Tómasdóttir er formaður félags heimilislækna. Hún ræddi þessi mál og líka um tískubylgjurnar sem koma úr fjölmiðlum og af samfélagsmiðlum og inn til heimilislækna.
Kuldinn hefur aldeilis áhrif á okkur en við hækkum bara í ofnunum og klæðum okkur vel - en hvað gera dýrin? Eða öllu heldur hvernig fer kuldinn í dýrin stór og smá? Við spurðum Helgu Gunnarsdóttur dýralækni í Eyjafirði.
Við fjölluðum líka um fjölskyldu- og sambúðarform landsmanna. Með grófri alhæfingu má segja að áður fyrr hafi fjölskylda samanstaðið af konu karli og börnum þeirra og þau búið saman þar til börnin fluttu út og stofnuðu sína eigin fjölskyldu. Nú er fjölskyldan fjölbreytt og allavega. hjónabönd eru samkynja, börn eiga tvö heimili, fólk kýs að búa eitt, börnin eru lengur heima, vinir búa saman og svo framvegis. við skoðuðum hvernig fjölskyldumynstrið hefur breyst og þróast í gögnum Hagstofunnar.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
The look of love - Nina Simone
Rainy days and Mondays - The Carpenters
Close to you - The Carpenters
Ljúfa líf - Ellen Kristjánsdóttir
Ó, ljúfa líf - Flosi Ólafsson
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Ebba Guðný hefur verið vinkona Oscars Pistorius spretthlaupara sem dæmdur var fyrir að drepa unnustu sína árið 2013 og hefur heimsótt hann í fangelsið. Hún og fjölskylda hennar kynntist Oscari þegar Hafliði sonur hennar fæddist fótalaus fyrir neðan hné á báðum fótum. Ebba Guðný segir það hafa verið gjöf fyrir fjölskylduna að kynnast Oscari.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Tónlist eftir Emmerich Kálman og Franz Léhar.
Leikin eru nokkur lög eftir óperettuhöfundana Emmerich Kálman og Franz Léhar. Meðal flytjendar eru Örvar Kristjánsson, Grétar Örvarsson, Karlakórinn Vísir, Svanhildur Sveinbjörnsdóttir og Guðmundur Sigurðsson ásamt Skagfirsku söngsveitinni, Fjórtán Fóstbræður, Gerðubergskórinn, Szymon Kuran og Reynir Jónasson, Tígulkvartettinn, Ragnar Bjarnason og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigurður Ólafsson og Bjarni Lárentíusson og Njáll Þorgeirsson.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Mörg okkar strengja heit um áramót um að nú þurfi að taka til í mataræðinu og helst að einhver kíló þurfi að víkja. En er þyngdarstjórnun málið eða er best að setja heilsuna í fyrsta sætið og henda vigtinni út með jólatrénu? Við ræddum í dag við Berglindi Blöndal klínískan næringarfræðing sem sérhæfir sig í næringu, vellíðan og streitulosun í tengslum við mat án þess að einblína um of á kíló og hitaeiningar.
Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkill dagsins fjallar um að stundum er ekki nóg að hafa einn vinkil, heldur getur þurft að hafa tvo; eða jafnvel þrjá.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Rebekka Sif Stefánsdóttir, söngkona, söngkennari og rithöfundur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Rebekka talaði um eftirtaldar bækur:
Tól eftir Kristínu Eiríksdóttir
Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia
Snuð eftir Brynjólf Þorsteinsson
Svefngríma eftir Örvar Smárason
Úr bálki hrakfalla eftir Lemony Snicket
Tónlist í þættinum í dag:
Haglél / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)
Just The Way You Are / Billy Joel (Billy Joel)
Lag ljóð / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðingur í fjármálum.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
19 þúsund fermetra þjóðarhöll verður tilbúin 2025 og er áætlaður kostnaður við byggingu hennar fimmtán milljarðar króna. Áform um byggingu hallarinnar voru kynnt í morgun.
Bankastjóri Landsbankans segir af og frá að bankinn sanki að sér erlendum gjaldeyri til að borga niður eigin lán. Umfangsmikil gjaldeyriskaup á undanförnum misserum endurspegli einungis mikinn viðskiptahalla þjóðarbúsins.
Enn er leitað að fólki í kappi við tímann í blokk í Dnipro í Úkraínu sem Rússar sprengdu á laugardag. Þrjátíu og sex hafa fundist látin og óttast er að þau verði fleiri.
Neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk í Reykjavík hafa verið opin óvenjumikið í vetur. Skýlin voru fullsetin um helgina og verða opin í dag vegna kuldans.
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis áætlar að nefndin ljúki umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna í næstu viku. Þingstörf hófust á ný í morgun eftir jólafrí.
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut enn ein verðlaunin fyrir tónlist sína í nótt.
Valdamesti maður sikileysku mafíunnar var handtekinn í morgun. Ítalska lögreglan hafði leitað hans í þrjá áratugi.
Karlalandslið Íslands í handbolta mætir Suður-Kóreu í lokaleik sínum í undanriðli HM í Svíþjóð í dag. Sigur tryggir sæti í milliriðli.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Það hefur verið frost hjá okkur nær undantekningalaust frá því í byrjun desember. Hitinn hefur rétt skriðið yfir frostmark örfáa daga og kuldakreistur eru orðnar langþreyttar á ástandinu. Það er ekki laust við að hugur fólks leiti enn og aftur til ársins 1918, heimsfaraldur, eldgos, frosthörkur. En allt er þetta þó bara sýnishorn af því sem gekk yfir fólk hér fyrir rúmum hundrað árum. En..hvernig er samanburðurinn á þessum vetri núna og hinum alræmda frostavetri?
Hvað gerðist þá? Af hverju varð svona hryllilega kalt? Hvaða aðstæður þurfa að skapast til að það verði svona kalt aftur? Eru einhverjar líkur á því að það hendi okkur sem nú lifum?
Og fer ekki eitthvað að hlýna?
Ragnhildur Thorlacius ræddi um frostaveturinn mikla og frostin nú við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing. Einnig eru spiluð viðtöl úr eldri þáttum.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Við hittum Jón Pál Hreinsson bæjarstjóra í Bolungarvík, en þar á að rísa nýtt hverfi á næstunni.
Við bönkum líka upp á í Kertahúsinu á Ísafirði, þar er Sædís Ólöf Þórsdóttir allt í öllu en hún og maðurinn hennar reka líka ferðaþjónustufyrirtækið Fantastic Fjords.
Beinagrind af íslandssléttbaki sem veiddur var við Ísland árið 1891 verður aðalsýningagripur á nýrri sýningu Náttúruminjasafns Íslands sem verður opnuð í Náttúruhúsinu á Seltjarnarnesi. Geirfuglinn verður einnig hluti af sýningunni. Nú stendur yfir samkeppni um hönnun grunnsýningarinnar og hafa þrír þátttakendur verið valdir eftir forval sem haldið var á evrópska efnahagssvæðinu. Við heimsækjum Náttúruhúsið úti á Nesi.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:magnusre@ruv.is">magnusre@ruv.is</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson. Þættirnir eru einnig á hlaðvarpi RÚV <a href="http://www.ruv.is/podcast"> HLAÐVARP RÚV</a>
Séra Hannes Örn Blandon segir frá Þýzkalandsárum sínum. Hann var þar við nám og störf í þrjú ár í kringum 1970.
Útvarpsfréttir.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Bann við palestínska fánanum á almannafæri, fleiri landtökubyggðir á landsvæði Palestínumanna og umdeild yfirhalning á dómskerfinu eru á meðal þess sem ný ríkisstjórn í Ísrael hefur boðað. Benjamín Netanjahú er snúinn aftur sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem er sögð mesta harðlínustjórn í sögu Ísraels. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við Magnús Þorkel Bernharðsson, prófessor í sögu Miðausturlanda, um áherslur nýrrar ríkisstjórnar. Og við sérfræðing í málefnum Ísraels og Palestínu og stjórnmálaskýranda í Tel Aviv sem er ekki bjartsýn á friðarferlið og segir að draumurinn um sjálfstæða Palestínu hafi aldrei verið jafn fjarlægur.
Svo fjöllum við líka um dauðarefsingar. Íranska ríkið hefur verið harðlega gagnrýnt af alþjóðasamfélaginu síðan mótmælin gegn klerkastjórninni brutust þar út í september. Og þeir sem stjórna í Íran hika ekki við að taka fólk af lífi. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið fordæma aftökurnar sem eru sagðar byggja á ósanngjörnum réttarhöldum og þvinguðum játningum. Ríkisstjórnir hinna ýmsu vestrænu ríkja hafa sömuleiðis fordæmt aftökurnar, meðal annars ríkisstjórn Bandaríkjanna, en Bandaríkin eru einmitt eitt af löndum heims þar sem dauðarefsingar eru enn uppi á borðinu. Að minnsta kosti 579 fangar í 18 löndum voru teknir af lífi árið 2021, samkvæmt skýrslu Amnesty International. Samtökin benda á að dauðadómum og aftökum hafi fjölgað í ríkjum sem hafa beitt henni mikið hingað til. 108 lönd heimsins hafa afnumið dauðarefsingar. En hvað réttlætir dauðarefsingar, hvernig er þeim beitt í heiminum og hver eru rökin á móti þeim? Sunna Valgerðardóttir ræddi við heimspekiprófessorinn og siðfræðinginn Salvöru Nordal - um fortíð, nútíð og mögulega framtíð, þessarar refsingar refsinganna, hinn óaftturkræfa dauða, sem enn er við lýði í 55 löndum heimsins.
Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Síðastliðinn laugardag, 14.janúar, var opnuð á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum Hildar Hákonardóttur. Sýningin, sem kallast Rauður þráður, er afrakstur rannsóknar sýningarstjórans, Sigrúnar Hrólfsdóttur. Hildur hefur á löngum ferli fjallað um málefni samtíma síns, og nýtt myndlistina, og þá fyrst og fremst vefnað, í pólitíska og femíníska baráttu. Hún hefur einnig fjallað um náttúruna og gildi hennar fyrir manneskjuna. Það er aðeins eitt á dagskrá í Víðsjá í dag, og það er myndlistarkonan, vefarinn, baráttukonan, rauðsokkan, ræktandinn og rithöfundurinn Hildur Hákonardóttir.
Umsjón: Halla Harðardóttir
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Á föstudag var Shakespeare-leikritið Macbeth frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikstjórn annast Ur?ul? Barto, ungur og upprennandi leikstjóri frá Litháen sem leiðir yngsta listræna teymi sem hefur komið að slíkri sýningu á stóra sviði Borgarleikhússins. Macbeth þarf vart að kynna úr höfundaverki Williams Shakespeare, hin blóði drifna saga um skoska konunginn Macbeth. Ur?ul? Barto er gestur Lestarinnar í dag.
Dune eftir bandaríska rithöfundinn Frank Herbert kom út í nýrri íslenskri þýðingu í lok síðasta árs og ber heitið Dúna. Dúna er einhver vinsælasta og áhrifamesta vísindaskáldsaga allra tíma og frá útgáfu hennar árið 1965 hefur þessi stórbrotni doðrantur sett svip sinn á vísindaskáldskap. Frásögnin er uppfull af afar sértækum orðaforða sem ramma inn þennan framtíðarheim. Með því skapaði Herbert einstaka veröld sem vísar til ýmissa trúarrita, og er einnig full af pælingum um vist- og mannfræði og stjórnmálaheimspeki. Í viðauka bókarinnar er langur hugtakalisti úr Keisaradæminu, þar sem farið er ítarlega ofan í hvert orð og hugtak sem nauðsynlegt er að þekkja við lesturinn. Þýðingu Dúnu unnu þau Kári Emil Helgason og Dýrleif Bjarnadóttir. Lestin ræðir við Kára um bókina og áhrif hennar.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Rafmagnslaust var á öllum Suðurnesjum í rúma tvo klukkutíma í dag. Rafmagn er komið á að nýju en enn er bið á að heitt og kalt vatns streymi í öll hús. .
Hjúkrunarfræðingur sem ákærð er fyrir að verða sjúklingi á geðdeild að bana neitar sök. Hún er ákærð fyrir að þvinga næringardrykk ofan í sjúklinginn.
Breska ríkisstjórnin hefur beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarp um kynrænt sjálfræði verði að lögum. Þetta er í fyrsta skipti sem valdinu er beitt í sögu skoska þingsins.
Áætlun um að hér verð risin þjóðarhöll haustið 2025 á að geta haldið ef ekki koma upp óvæntar tafir segir formaður framkvæmdanefndar. Barna og menntamálaráðherra bendir á að hingað til hafi tímalína sem kynnt var í fyrra haldið. Skipting fimmtán milljarða byggingarkostnaður milli ríkis og borgar er þó enn ekki afráðin.
Einn alræmdasti glæpaforingi ítölsku mafíunnar var handtekinn í morgun. Lögregla hefur elst við hann í þrjá áratugi. Hann er sagður hafa drepið um 50 manns.
Ísland leikur sem stendur við Suður Kóreumenn á heimsmeistaramótinu í handbolta. Útlitið er gott fyrir íslenska liðið þegar stutt er til leiksloka.
------
Hátt í tuttugu þúsund fermetra þjóðarhöll á að rísa á næstu árum í Laugardal, ofan við Laugardalshöllina gömlu og aðkoman snýr að Suðurlandsbraut. Hún á að taka allt að 8.600 í sæti og 12 þúsund á tónleikum. Húsinu ætlað að stórbæta aðstöðu fyrir fjölmargar íþróttagreinar og vera fjölnota hús fyrir þjóðina alla, segir í tillögum framkvæmdanefndar. Í morgun kynntu forsætisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri og formaður framkvæmdanefndar stöðuna og næstu skref. Kostnaður við bygginguna er talinn verða um 15 milljarðar króna og enn ekki að fullu afráðið hvernig sá kostnaður skiptist milli ríkis og borgar. Forsætisráðherra vísar til þess að kostnaður við byggingu Hörpu hafi skipst nokkrun veginn til helminga millli ríkis og borgar og á svipuðum nótum talar formaður framkvæmdanefndarinnar. Borgarstjóri segir of snemmt að tala um það hvernig skipta eigi útgjöldunum. Burtséð frá fjármögnuninni eru miklar vonir bundnar við þjóðarhöll. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman.
Ofbeldi kærasta, maka eða fyrrverandi maka hefur kostað kostað fimmtán til tuttugu konur lífið á hverju ári, undanfarna tvo áratugi, í Svíþjóð. Lögregla hefur leitast við að koma í veg fyrir ofbeldi með fyrirbyggjandi starfi; og styðja við konur sem fyrir ofbeldinu verða. En óttast nú að þær aðgerðir sitji á hakanum vegna ofuráherslu á baráttuna við glæpagengi. Kári Gylfason talar frá Gautaborg.
Eftir þriggja áratuga el
Í Krakkakiljunni er fjallað um barnabækur úr öllum áttum, bæði gamlar og nýjar. Fulltrúar bókaormaráðs KrakkaRÚV koma í heimsókn til okkar, segja frá og spyrja höfundinn út í bókina.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal
Bjarni Fritzson rithöfundur kemur í Krakkakiljuna í dag og segir okkur frá bókaflokknum um hann Orra óstöðvandi. Við fræðumst líka um barnabókahöfundinn Guðrúnu Helgadóttur.
Umsjón: Ísabel Dís Sheehan og Sölvi Þór Jörundsson Blöndal
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum sem fram fóru á Alþjóðlegu kammertónlistarhátíðinni í Stavangri í ágúst.
Á efnisskrá eru kammerverk eftir Fritz Kreisler, Franz Schmidt og Franz Schubert.
Flytjendur: Fiðluleikararnir Henning Kraggerud og Alexander Sitkovetskíj, píanóleikararnir Christian Ihle Hadland og Bengt Forsberg, Thorstein Johanns klarinettleikari, Eivind Holtsmark Ringstad víóluleikari, Andreas Brantelid sellóleikari og Mosaïques strengjakvartettinn.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Við hittum Jón Pál Hreinsson bæjarstjóra í Bolungarvík, en þar á að rísa nýtt hverfi á næstunni.
Við bönkum líka upp á í Kertahúsinu á Ísafirði, þar er Sædís Ólöf Þórsdóttir allt í öllu en hún og maðurinn hennar reka líka ferðaþjónustufyrirtækið Fantastic Fjords.
Beinagrind af íslandssléttbaki sem veiddur var við Ísland árið 1891 verður aðalsýningagripur á nýrri sýningu Náttúruminjasafns Íslands sem verður opnuð í Náttúruhúsinu á Seltjarnarnesi. Geirfuglinn verður einnig hluti af sýningunni. Nú stendur yfir samkeppni um hönnun grunnsýningarinnar og hafa þrír þátttakendur verið valdir eftir forval sem haldið var á evrópska efnahagssvæðinu. Við heimsækjum Náttúruhúsið úti á Nesi.
Í túninu heima kom úit árið 1975 og er fyrsta minningarskáldsaga Halldórs Laxness en þær urðu alls fjórar á hans ferli. Bókin fjallar um fyrstu tólf árin í lífi Halldórs.
Höfundur les. Hljóðritað árið 1986.
Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.
eftir Halldór Laxness.
Höfundur les.
(Hljóðritað 1986)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Mörg okkar strengja heit um áramót um að nú þurfi að taka til í mataræðinu og helst að einhver kíló þurfi að víkja. En er þyngdarstjórnun málið eða er best að setja heilsuna í fyrsta sætið og henda vigtinni út með jólatrénu? Við ræddum í dag við Berglindi Blöndal klínískan næringarfræðing sem sérhæfir sig í næringu, vellíðan og streitulosun í tengslum við mat án þess að einblína um of á kíló og hitaeiningar.
Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkill dagsins fjallar um að stundum er ekki nóg að hafa einn vinkil, heldur getur þurft að hafa tvo; eða jafnvel þrjá.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Rebekka Sif Stefánsdóttir, söngkona, söngkennari og rithöfundur. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Rebekka talaði um eftirtaldar bækur:
Tól eftir Kristínu Eiríksdóttir
Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia
Snuð eftir Brynjólf Þorsteinsson
Svefngríma eftir Örvar Smárason
Úr bálki hrakfalla eftir Lemony Snicket
Tónlist í þættinum í dag:
Haglél / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)
Just The Way You Are / Billy Joel (Billy Joel)
Lag ljóð / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Á föstudag var Shakespeare-leikritið Macbeth frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikstjórn annast Ur?ul? Barto, ungur og upprennandi leikstjóri frá Litháen sem leiðir yngsta listræna teymi sem hefur komið að slíkri sýningu á stóra sviði Borgarleikhússins. Macbeth þarf vart að kynna úr höfundaverki Williams Shakespeare, hin blóði drifna saga um skoska konunginn Macbeth. Ur?ul? Barto er gestur Lestarinnar í dag.
Dune eftir bandaríska rithöfundinn Frank Herbert kom út í nýrri íslenskri þýðingu í lok síðasta árs og ber heitið Dúna. Dúna er einhver vinsælasta og áhrifamesta vísindaskáldsaga allra tíma og frá útgáfu hennar árið 1965 hefur þessi stórbrotni doðrantur sett svip sinn á vísindaskáldskap. Frásögnin er uppfull af afar sértækum orðaforða sem ramma inn þennan framtíðarheim. Með því skapaði Herbert einstaka veröld sem vísar til ýmissa trúarrita, og er einnig full af pælingum um vist- og mannfræði og stjórnmálaheimspeki. Í viðauka bókarinnar er langur hugtakalisti úr Keisaradæminu, þar sem farið er ítarlega ofan í hvert orð og hugtak sem nauðsynlegt er að þekkja við lesturinn. Þýðingu Dúnu unnu þau Kári Emil Helgason og Dýrleif Bjarnadóttir. Lestin ræðir við Kára um bókina og áhrif hennar.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Tálknfirðingingar deyja ekki ráðalausir þegar góða sleðabrekku vantar og hafa nú brugðið á það ráð að beita götulokun til að nýta megi akveg sem brekku. Allt er þetta gert íbúum til ánægju og við slógum á þráðinn vestur og heyrðum af þessu skemmtilega vetrar uppátæki. Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri var á línunni.
Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2022 voru kynntar sl. föstudag í 24. sinn, en það er Stjórnvísir sem er framkvæmdaaðili íslensku ánægjuvogarinnar. En hvernig fer þetta mat fram og hvaða þýðingu hefur það? Við fengum Gunnhildi Arnardóttur framkvæmdastjóra Stjórnvísis til að fara yfir það með okkur.
Íbúar í vestur- og norðurbæ Hafnarfjarðar fundu fyrir jól fyrir höfuðverk og ógleði vegna ólyktar sem rekja má til leka frá bensínstöð Costco í Garðabæ. Búið er að tilkynna olíulekann til Umhverfisstofnunnar en nú stendur jafnframt til að ræða málið á vettvangi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Hildur Rós Guðbjargardóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kom til okkar og fór yfir þetta umhverfisslys.
Heilbrigðisráðherra skipaði fyrir helgi nýjan forstjóra Sjúkratrygginga Íslands án auglýsingar í krafti þess að hinn nýi forstjóri væri svo öflugur eins og ráðherra komst að orði. Þetta er ekki fyrsta opinbera skipun ríkisstjórnarinnar án Auglýsingar en skipan Þjóðminjavarðar á síðasta ári og ýmsar tilfærslur innan embættismannakerfisins hafa vakið athygli. Við ræddum málið við Sonju Þorbergsdóttur formann BSRB.
Við finnum öll fyrir veikingu krónunnar þessi misserin og höfum fengið skömm í hattinn frá Seðlabankastjóra fyrir yfirdrifna kortaveltu erlendis með tilheyrandi gjaldeyrisútstreymi. Minna hefur verið rætt opinberlega um stærri viðskiptaaðila á gjaldeyrismarkaði en þeir sem þekkja vel til markaða nú telja sig sjá að óvenjuleg gjaldeyriskaup Landsbankans hafi haft sterk áhrif til veikingar krónunnar undanfarna mánuði. Við fórum yfir þetta með Herði Ægissyni ritstjóra viðskiptamiðilsins Innherja.
Reykjavíkurborg, í samstarfi við Betri samgöngur ákvað að framkvæma fyrsta framsýna lýðheilsumatið á Íslandi, á fyrstu lotu Borgarlínunnar. Markmiðið var að kanna hvernig innviðir Borgarlínu og nýtt leiðanet almenningssamgangna gætu hámarkað jákvæð áhrif á lýðheilsu og lágmarkað neikvæð áhrif. Harpa Þorsteinsdóttir verkefnastjóri lýðheilsu og Hugrún Snorradóttir lýðheilsusérfræðingur sögðu okkur frá niðurstöðum matsins.
Og við heyrðum svo í Einari Erni Jónssyni íþróttafréttamanni á HM í handbolta í Svíþjóð.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 16. janúar 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Emilíana Torrini & The Colorist Org - Mikos
Laufey - Falling behind
Talking Heads - Road to nowhere
Toto Cutugno - Innamorati
Sumargleðin - Ég fer í fríið
ELO - Twilight
Una Tofa - Í löngu máli
SZA - Kill Bill
Boston - Don?t look back
Metro Boomin - Creepin?Ft. Weeknd & 21 Savage
U2 - Pride ?23
Red Hot Chili Peppers - Road trippin?
10:00
Þursaflokkurinn - Sigtryggur vann
Phoenix - After midnight
Alex G - Runner
Peter Gabriel - Panopticom
Mö - Live to survive
Phil Collins - In the air tonight
Elvis Prestley - Toxic Las Vegas
Kári - Something better
Sofi Tukker - Chasing cars
Tom Jones - Green green grass of home
Sycamore tree - How does it feel
Mika - Grace Kelly
Belle & Sebastian - I don?t know what you see in me
Jónas sig - Faðir
11:00
Eiríkur Hauksson - Er hann birtist
Everything but the girl - Nothing left to lose
Lily Allen - Ldn
Nanna - Godzilla
Robbie Williams - Feel
Campbell - Beat goes on
Myrkvi - Draumabyrjun
Kaiser Chiefs - How 2 dance
Uppáhellingarnir - Hvað er að? Ft. Sigríður Thorlacius (Plata vikunnar)
Deee-lite - Groove is the heart
Ómar Ragnarsson - Áfram Ísland
Skaupið - Búið og bless
12:00
Elín Hall - Vinir
Sade - Never as good as the first time
Nick Cave - Into my arms
Florence + The Machine - My love
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
19 þúsund fermetra þjóðarhöll verður tilbúin 2025 og er áætlaður kostnaður við byggingu hennar fimmtán milljarðar króna. Áform um byggingu hallarinnar voru kynnt í morgun.
Bankastjóri Landsbankans segir af og frá að bankinn sanki að sér erlendum gjaldeyri til að borga niður eigin lán. Umfangsmikil gjaldeyriskaup á undanförnum misserum endurspegli einungis mikinn viðskiptahalla þjóðarbúsins.
Enn er leitað að fólki í kappi við tímann í blokk í Dnipro í Úkraínu sem Rússar sprengdu á laugardag. Þrjátíu og sex hafa fundist látin og óttast er að þau verði fleiri.
Neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk í Reykjavík hafa verið opin óvenjumikið í vetur. Skýlin voru fullsetin um helgina og verða opin í dag vegna kuldans.
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis áætlar að nefndin ljúki umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna í næstu viku. Þingstörf hófust á ný í morgun eftir jólafrí.
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut enn ein verðlaunin fyrir tónlist sína í nótt.
Valdamesti maður sikileysku mafíunnar var handtekinn í morgun. Ítalska lögreglan hafði leitað hans í þrjá áratugi.
Karlalandslið Íslands í handbolta mætir Suður-Kóreu í lokaleik sínum í undanriðli HM í Svíþjóð í dag. Sigur tryggir sæti í milliriðli.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Umsjón: Siggi Gunnars & Lovísa Rut
Siggi og Lovísa voru landamæraverðir í Popplandi dagsins og það var ýmislegt á dagskránni. Fluttur var minningarpistill um söngkonuna Aaliyah sem hefði árið 44 ára í dag, heyrðum nýtt lag frá Belle and Sebastian, nýtt frá Nönnu úr OMAM, Júníusi Meyvant, Myrkva og fleirum. Plata vikunnar kynnt leiks sem þessa vikuna er platan Tempó Prímó með sönghópnum Uppáhellingum.
Ellen Kristjáns - Passíusálmur nr. 51
Offbít - Allt á Hvolf ft. Steingrímur Tegue
Macklemore, Ryan Lewis og Mary Lambert - Same Love
The Black Keys - Lonely Boy
Andrew Gold - Lonely Boy
Wax - Building A Bridge
Andy Svarthol - Hvítir mávar
Omar Apollo - Evergreen (You Didn't Deserve Me at All)
Uppáhellingarnir - Tempó prímó
The Kooks - She Moves In Her Own Way
The Teskey Brothers - This Will Be Our Year
Empire Of The Sun - Walking on a Dream
Bruno Mars - Locked out of heaven
Aretha Franklin - Respect
Tracy Chapman - Talkin Bout a revolution
Sade - Smooth Operator
Júníus Meyvant - Rise Up
FM Belfast - Par Avion
Sam Ryder - Spaceman
Aaliyah - Try Again
Inhaler - Love Will Get You There
Andrew McMahon In The Wilderness - Stars
Michael Kiwanuka - Cold Little Heart
Sigrún Stella - Circles
Árstíðir - Bringing Back The Feel
The Killers - Mr. Brightside
Myrkvi - Draumabyrjun
Þórunn Antonía - So High
Emilíana Torrini - Perlur og Svín
Death Cab For Cutie - Pepper
Garbage - Stupid Girl
Fatoumata Diawara - Nsera ft. Damon Albarn
Sálin Hans Jóns Míns - Aldrei Liðið Betur
Uppáhellingarnir - Kavatína Kristínar ft. Sigríður Thorlacius
Vök - Spend The Love
Belle And Sebastian - Another Sunny Day
Belle And Sebastian - I Don?t Know What You See In Me
Rihanna - Lift Me Up
Nanna - Godzilla
Bríet, Aron Can, Páll Óskar og Diddú - Búið og Bless
Billie Eilish - All The Good Girls Go To Hell
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Síðdegisútvarpið verður stutt að þessu sinni vegna landsleikjar í handbolta. Karlalið Íslands í handknattleik mætir Suður Kóreu á HM í handbolta klukkan fimm í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður á línunni hjá okkur frá Svíþjóð þar sem hún er stödd til að fylgjast með liðinu. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets upplýsir okkur um ástæður rafmagnsleysis á Suðurnesum og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður hitar upp fyrir leikinn með okkur.
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Bein útsending frá spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson. Stjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
Spurningakeppni framhaldsskólanna.
Spyrill: Oddur Þórðarson.
Spurningahöfundar:
Helga Margrét Höskuldsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson og Laufey Haraldsdóttir.
Hljóðmaður: Jón Þór Helgas.
Stjórn útsendingar: Sturla Skúlason.
1. viðureign: Verzlunarskóli Íslands - Menntaskólinn á Egilsstöðum
2. viðureign: Menntaskólinn við Sund - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
3. viðureign: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
4. viðureign: Tækniskólinn - Menntaskólinn á Akureyri
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Andri Ólafsson úr Moses Hightower og sönghópur hans Uppáhellingarnir eiga plötu vikunnar að þessu sinni. Sú er 11 laga, heitir Tempó prímó og inniheldur nýjar útsetningar á söngvum Jónasar og Jóns Múla Árnasona.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.
Farið er yfir það nýjasta og ferskasta sem er að gerast í grasrót tónlistarsenunnar á Íslandi. Þátturinn leggur áherslu á vandaða umfjöllun um senuna og fólkið sem hana byggir í bland við nýútgefna tónlist.
Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson, Katrín Helga Ólafsdóttir og Snæbjörn Helgi Arnarsson Jack.