Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Gunnar Eiríkur Hauksson flytur.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson.
Í þættinum, segir Kormákur Bragason frá vetrarsetu sinni á Maasöy (Máfseyju) í Noregi. Þorpið á eyjunni er ein nyrsta byggð í Norgegi, á 71 gráðu norðlægrar breiddar
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður: Brynjólfur Þór Guðmundsson.
Tæknimaður: Mark Eldred.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
„Jólasveinar einn og átta ofan komu af fjöllunum. Í fyrrakvöld þeir fóru að hátta, fundu hann Jón á Völlunum,“ segir í alþekktum jólasöng, og síðar kemur: „Andrés stóð þar utan gátta“. En hverjir eru Jón á Völlunum og Andrés? Fræðimenn hafa oft velt þessari spurningu fyrir sér og hugsanlega er nú komið svar við henni. Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur hefur skrifað grein í tímaritið Andvara þar sem hún bendir á hliðstæður milli kvæðisins og atburða sem sagt er frá í Árna sögu biskups, en sagan var skrifuð skömmu eftir aldamótin 1300. Una Margrét Jónsdóttir ræðir við Láru auk þess sem leikin verða mismunandi lög við kvæðið „Jólasveinar einn og átta“. Lesari í þættinum er Guðni Tómasson.
Útvarpsfréttir.
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er gestur þáttarins. Rætt er við hann um frjálshyggju og einn af helstu stjórnmálamönnum hennar, Margréti Thatcher, sem er eitt af meginumfjöllunarefnum nýjustu þáttaraðarinnar um The Crown á Netflix. Rætt er um framgang frjálshyggju á Íslandi, um stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, um gagnrýni á frjálshyggjuna, um misskiptingu auðs og um átök hægri og vinstri í stjórnmálum þessarar aldar.
Útvarpsfréttir.
Rætt við gesti þáttarins um bók vikunnar.
Umsjónarmenn eru Auður Aðalsteinsdóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir.
Fjallað um bók vikunnar, Dyrna eftir ungverska rithöfundinn Madga Szabo, í þýðingu Guðrúnar Hannesdóttur.
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir.
Guðsþjónusta.
Séra Skúli Sigurður Ólafsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjóna fyrir altari.
Séra Skúli S. Ólafsson predikar.
Organisti og kórstjóri: Steingrímur Þórhallsson.
Félagar úr Kór Neskirkju syngja.
Lesarar: Rúnar Reynisson, Sigurþór Heimisson og Þórdís Ívarsdóttir.
Forspil: Sálmaforleikur, Nun kommt der Heiden Heiland; J. S. Bach BWV 721.
Nú kemur heimsins hjálparráð Sb. 1589, 1. og 3. v. endurkveðið Sigurbjörn Einarsson.
Við kveikjum einu kerti á, Lilja S. Kristjánsdóttir.
Kyrie.
Með gleðirauns og helgum hljóm, Magnús Stephenssen / Íslenkst þjóðlag.
Skaparinn stjarna, Sigurbjörn Einarsson / Hymnalag frá 15. öld.
Hátíð fer að höndum ein, Íslensk þjóðvísa / Jóhannes úr Kötlum Íslensk þjóðvísa.
Velkomin vertu, Helgi Hálfdánarson / Íslenskt lag.
Eftirspil: Fúga í C dúr BWV 564, J. S: Bach.
Hádegisútvarp í umsjón þular.
Útvarpsfréttir.
Lögregla er með til skoðunar ábendingar um að sóttvarnarreglur kunni að hafa verið brotnar í mótmælum á Austurvelli í gær. Fjögur kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og var fólkið allt í sóttkví.
Breska ríkisstjórnin býr sig undir að flytja bóluefni til landsins með herflugvélum eftir áramót þar sem truflanir gætu orðið á flutningi á landi og sjó ef ekki næst að semja um Brexit.
Landssamband eldri borgara krefst þess að ellilífeyrir hækki í samræmi við launahækkanir um áramót. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sé hækkunin um helmingur þess sem hún ætti að vera.
Kortlagning á erfðamengi íslenska kúastofnsins veldur einhverri mestu byltingu sem orðið hefur í kynbótastarfi í nautgriparækt hér á landi. Tekin verða sýni úr um helmingi íslenkra mjólkurkúa.
Við höldum áfram að berjast - sagði Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, á fjöldafundi í Georgíu-ríki í gær. Trump heldur því enn fram að hann hafi verið rændur sigrinum í forsetakosningunum þriðja nóvember.
Veðurhorfur: Gengur í austan átta til fimmtán á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn og snjókoma eða slydda með köflum. Hiti nálægt frostmarki. Hægari vindur norðan- og austanlands með björtu veðri og frost tvö til tólf stig.
Suðaustan fimm til þrettán á morgun og slydda af og til á vestanverðu landinu og með suðurströndinni. Hiti um og yfir frostmarki. Áfram hægari vindur á Norður- og Austurlandi með þurru veðri og frosti.
Það sem skiptir máli er örþáttaröð í 21 hlutum, útvarpað frá 1.- 21. desember 2020. Í hverjum þætti leitast einn einstaklingur við að skilgreina það sem skiptir máli og velur eitt orð úr orðabókinni í lið með sér.
Orð dagsins er: Þjóðarheill. Umsjón hefur Benedikta Guðrún Svararsdóttir en hún sér um rekstur farfuglaheimilisins Haföldunnar á Seyðisfirði.
Blanda er þemað í þessum þætti. Það má blanda ýmsu saman og blöndur er víða að finna í lífi hvers manns. Við fáum áfenga blöndu af humlum og geri á Ísafirði, blöndum krem og smyrsl í Hafnarfirði og svo er það sjálf Blanda sem rennur út í hafið. Allt þetta skoðum við í þessum síðasta þætti vertíðarinnar. Inslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.
Umsjón: Dagur Gunnarsson
Í Sögum af landi verður forvitnast um starfsemi efnismiðlunar Góða hirðisins, nytjamarkaðs Sorpu. Einnig verður fjallað um sauðfjársjúkdóminn riðu. Að lokum verða sagðar sögur undan Eyjafjöllum: Rifjað verður upp brot úr samtali Jóns. R. Hjálmarssonar við Einar Jónsson á Moldnúpi, þar sem þeir ræða sjósókn undir Eyjafjöllum. Auk þess verður hringt í fyrrum sýslumanninn Önnu Birnu Þráinsdóttur, ferðaþjónustubónda, á Varmahlíð undir Eyjafjöllum og rætt við hana um lífið og tilveruna.
Efni í þáttinn unnu Óðinn Svan Óðinsson, Halla Ólafsdóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til að mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.
Í dag kynnum við okkur mikilvægan anga af fluginu; flugumferðarstjórn - starfsemi sem fer ýmist fram uppi í flugturnum eða niðri í flugstjórnarmiðstöðvum. Starfinu kann að fylgja töluverð streita og álag þar sem það er á þeirra herðum að tryggja öruggt bil á milli flugvéla á flugi, veita fyrirmæli um þá stefnu og hæð sem flugvél skal fljúga eftir á leið sinni á áfangastað, veita heimildir fyrir flugtaki, aðflugi, lendingu, notkun flugbrauta og ýmsilegt fleira. Við heyrum í tveimur flugumferðarstjórum í þætti dagsins; Elínu Steineyju Kristmundsdóttur og Þórði Guðna Pálssyni.
Umsjónarmaður: Anna Gyða Sigurgísladóttir
Nýlegar hljóðritanir.
Hljóðritun frá útgáfutónleikum Ásgeirs Ásgeirssonar gítarleikara sem fram fóru í Hörpu 30. september síðastliðinn. Þar lék Ásgeir ásamt hljómsveit lög af nýrri plötu sinni Persian Path þar sem ferðast er með íslenska þjóðlagið á framandi slóðir. Kynnir: Guðni Tómasson.
Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.
Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Bjarni Benedikt Björnsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Áhrif íslenskra þjóðlaga og kynning á þeim verður til umræðu í þætti dagsins, þá annars vegar hvernig Jón Leifs tónskáld kynnti sér þau og nýtti í tónsköpun sinni, og hins vegar danska söngkonan Gagga Lund sem kynnti íslensk þjóðlög víða um lönd og söng á alls sautján tungumálum.
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Íslenska mannflóran er þáttaröð um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Í fyrstu þáttaröðinni af Íslensku mannflórunni veitti hún hlustendum innsýn í hugarheim blandaða Íslendinga. Í þessum framhaldsþáttum mun Chanel kanna og svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi og mun ræða við ýmsa íslendinga; bæði litaða, hvíta og aðflutta um upplifanir þeirra af fjölmenningunni hér á landi.
Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.
Er kynþáttahyggja nýtt fyrirbæri á Íslandi? Hafa þessar hugmyndir og fordómar gagnvart kynþáttunum borist til Íslands með aukinni hnattvæðingu? Eða á þetta vandamál djúpstæðar rætur í íslenskri menningu sem þjóðin hefur ekki áttað sig á? Chanel Björk Sturludóttir hittir Kristínu Loftsdóttur mannfræðing í leit sinni að svörum við þessum spurningum. Hún ræðir einnig við Dýrfinnu Benitu Basalan um hennar upplifun af kynferðislegum kynþáttafordómum vegna uppruna síns sem Íslendingur af asískum uppruna og Kjartan Páll Sveinsson segir frá kerfisbundnum rasisma hér á landi, þá sérstaklega í garð innflytjenda.
Dánarfregnir
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir tekur á móti góðum gestum í útvarpssal.
Gestir þáttarins eru systurnar Edda Hermannsdóttir og Eva Laufey Kjaran.
Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
Þættir á vegum háskólanema.
Leiðbeinandi: Ásdís Emilsdóttir Petersen.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Guðfinna Þorsteinsdóttir var skáld fyrir austan á fyrri hluta 20. aldar, hún orti undir skáldanafninu Erla. En hún skrifaði líka þjóðlegan fróðleik.Umsjónarmaður les úr þætti hennar um „Kílakotsbóndann“ Ólaf Pálsson í Vopnafirði. Hann var smábóndi, að ýmsu leyti sérlundaður og maður hefði ekki endilega viljað fá hann í heimsókn. En frásögn Guðfinnu um hann og fólkið hans er íslensk örlagasaga á mótum aldanna. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Næturútvarp Rásar 1.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður: Brynjólfur Þór Guðmundsson.
Tæknimaður: Mark Eldred.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Meðal annarra tónlistarflytjenda má nefna: Joni Mitchell, Hönsu, Elínu Ey, Mrs. Miller og Bruce Springsteen.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Gestur Matta er tónlistarkonan Elísabet Ormslev.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Lögregla er með til skoðunar ábendingar um að sóttvarnarreglur kunni að hafa verið brotnar í mótmælum á Austurvelli í gær. Fjögur kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og var fólkið allt í sóttkví.
Breska ríkisstjórnin býr sig undir að flytja bóluefni til landsins með herflugvélum eftir áramót þar sem truflanir gætu orðið á flutningi á landi og sjó ef ekki næst að semja um Brexit.
Landssamband eldri borgara krefst þess að ellilífeyrir hækki í samræmi við launahækkanir um áramót. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sé hækkunin um helmingur þess sem hún ætti að vera.
Kortlagning á erfðamengi íslenska kúastofnsins veldur einhverri mestu byltingu sem orðið hefur í kynbótastarfi í nautgriparækt hér á landi. Tekin verða sýni úr um helmingi íslenkra mjólkurkúa.
Við höldum áfram að berjast - sagði Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, á fjöldafundi í Georgíu-ríki í gær. Trump heldur því enn fram að hann hafi verið rændur sigrinum í forsetakosningunum þriðja nóvember.
Veðurhorfur: Gengur í austan átta til fimmtán á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn og snjókoma eða slydda með köflum. Hiti nálægt frostmarki. Hægari vindur norðan- og austanlands með björtu veðri og frost tvö til tólf stig.
Suðaustan fimm til þrettán á morgun og slydda af og til á vestanverðu landinu og með suðurströndinni. Hiti um og yfir frostmarki. Áfram hægari vindur á Norður- og Austurlandi með þurru veðri og frosti.
Umsjón: Ýmsir.
Hrafnhildur Halldórsdóttir ræðir við Gunnar Bender. Þau ræða um lífið og tilveruna, veiðiskapinn og hina nýútkomnu barnabók Gunnars, Um langan veg: Stúlkan sem var ættleidd.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Við komum við á ýmsum stöðum í Rokklandi dagsins - byrjum á nokkrum jólalögum af 15 ára gamalli stórfínni jólaplötu sem var að koma út núna í fyrsta sinn á vinyl - platan Jól með tríói Bjössa Thor. Sváfnir Sigurðarson var að senda frá aðra sólóplötuna sína núna í vikunni -platan heitir Jæja Gott Fólk og ég spjalla við hann í þættinum um plötuna og lífið og tilveruna. Og svo koma Liam Gallagher, Alanis Morissette, Peter Bjorn og John, George Harrison, Teenage Fanclub og Calexico t.d. líka aðeins við sögu.
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Fréttastofa RÚV.
Brot af því besta úr þáttum Tvíhöfða með Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjartanssyni.