23:10
Frjálsar hendur
Örlagasaga Ólafs Pálssonar í Vopnafirði
Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Guðfinna Þorsteinsdóttir var skáld fyrir austan á fyrri hluta 20. aldar, hún orti undir skáldanafninu Erla. En hún skrifaði líka þjóðlegan fróðleik.Umsjónarmaður les úr þætti hennar um „Kílakotsbóndann“ Ólaf Pálsson í Vopnafirði. Hann var smábóndi, að ýmsu leyti sérlundaður og maður hefði ekki endilega viljað fá hann í heimsókn. En frásögn Guðfinnu um hann og fólkið hans er íslensk örlagasaga á mótum aldanna. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,