12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 6. desember 2020
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Lögregla er með til skoðunar ábendingar um að sóttvarnarreglur kunni að hafa verið brotnar í mótmælum á Austurvelli í gær. Fjögur kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og var fólkið allt í sóttkví.

Breska ríkisstjórnin býr sig undir að flytja bóluefni til landsins með herflugvélum eftir áramót þar sem truflanir gætu orðið á flutningi á landi og sjó ef ekki næst að semja um Brexit.

Landssamband eldri borgara krefst þess að ellilífeyrir hækki í samræmi við launahækkanir um áramót. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sé hækkunin um helmingur þess sem hún ætti að vera.

Kortlagning á erfðamengi íslenska kúastofnsins veldur einhverri mestu byltingu sem orðið hefur í kynbótastarfi í nautgriparækt hér á landi. Tekin verða sýni úr um helmingi íslenkra mjólkurkúa.

Við höldum áfram að berjast - sagði Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, á fjöldafundi í Georgíu-ríki í gær. Trump heldur því enn fram að hann hafi verið rændur sigrinum í forsetakosningunum þriðja nóvember.

Veðurhorfur: Gengur í austan átta til fimmtán á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn og snjókoma eða slydda með köflum. Hiti nálægt frostmarki. Hægari vindur norðan- og austanlands með björtu veðri og frost tvö til tólf stig.

Suðaustan fimm til þrettán á morgun og slydda af og til á vestanverðu landinu og með suðurströndinni. Hiti um og yfir frostmarki. Áfram hægari vindur á Norður- og Austurlandi með þurru veðri og frosti.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,