15:00
Glans
FLUG: flugumferð
Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til að mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.

Í dag kynnum við okkur mikilvægan anga af fluginu; flugumferðarstjórn - starfsemi sem fer ýmist fram uppi í flugturnum eða niðri í flugstjórnarmiðstöðvum. Starfinu kann að fylgja töluverð streita og álag þar sem það er á þeirra herðum að tryggja öruggt bil á milli flugvéla á flugi, veita fyrirmæli um þá stefnu og hæð sem flugvél skal fljúga eftir á leið sinni á áfangastað, veita heimildir fyrir flugtaki, aðflugi, lendingu, notkun flugbrauta og ýmsilegt fleira. Við heyrum í tveimur flugumferðarstjórum í þætti dagsins; Elínu Steineyju Kristmundsdóttur og Þórði Guðna Pálssyni.

Umsjónarmaður: Anna Gyða Sigurgísladóttir

Var aðgengilegt til 06. desember 2021.
Lengd: 50 mín.
,