08:05
Á tónsviðinu
Jólasveinar einn og átta
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

„Jólasveinar einn og átta ofan komu af fjöllunum. Í fyrrakvöld þeir fóru að hátta, fundu hann Jón á Völlunum,“ segir í alþekktum jólasöng, og síðar kemur: „Andrés stóð þar utan gátta“. En hverjir eru Jón á Völlunum og Andrés? Fræðimenn hafa oft velt þessari spurningu fyrir sér og hugsanlega er nú komið svar við henni. Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur hefur skrifað grein í tímaritið Andvara þar sem hún bendir á hliðstæður milli kvæðisins og atburða sem sagt er frá í Árna sögu biskups, en sagan var skrifuð skömmu eftir aldamótin 1300. Una Margrét Jónsdóttir ræðir við Láru auk þess sem leikin verða mismunandi lög við kvæðið „Jólasveinar einn og átta“. Lesari í þættinum er Guðni Tómasson.

Var aðgengilegt til 06. mars 2021.
Lengd: 48 mín.
e
Endurflutt.
,