ok

Silfrið

Húsnæðismál

Bergsteinn Sigurðsson hefur umsjón með þættinum, sem er lagður undir húsnæðismál að þessu sinni, þau eru enda lykillinn að kjarasamningum og og almennri velferð. Á sama tíma og stjórnvöld hafa sett sér það markmið að 4000 þúsund íbúðir verði reistar á ári hafa nýframkvæmdir við íbúðarhúsnæði dregist snarlega saman prósent á milli ára. Að óbreyttu gæti því stefnt í enn meiri framboðsskort þegar stýrivextir lækka og markaðurinn tekur aftur við sér, sem gæti leitt til enn meiri verðhækkana.

Hvernig er hægt að tryggja að að húsnæðisuppbygging haldi dampi á meðan eftirspurnin er í handbremsu Seðlabankans? Gestir í fyrri hluta þáttar voru þau Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar, Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Í seinni hluta þáttar koma þingmennirnir Ágúst Bjarni Garðarsson, Framsóknarflokki, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, og Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Frumsýnt

6. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Silfrið

Silfrið

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Þættir

,