Orðbragð I

Þáttur 3 af 6

Í þriðja þætti leitum við málfarslögreglunni. Hver ákveður hvað er rétt og hvað er rangt mál? Og á flengja fólk fyrir tala vitlaust? Við ræðum einnig við þekktan málsóða. Einn vinsælasti orðaleikur sem fyrirfinnst er krossgátan, sem er 100 ára í ár. Við skoðum hvers vegna sumt fólk er hreinlega sjúkt í þær - og etjum þeim saman í keppni. 80% af meiningu okkar kemst til skila með líkamstjáningu - ekki með orðum. Við köfum ofan í tungumál líkamans. Við förum yfir tíu undarlegustu þýðingarnar á kvikmyndatitlum og Bragi fer með nokkur gleymd orð í endurvinnslu.

Frumsýnt

8. des. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Orðbragð I

Orðbragð I

Orðbragð er skemmtiþáttur þar sem Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir snúa upp á íslenska tungumálið, teygja það, toga og umfaðma, knúsa og blása í það lífi. Umsjónarmenn eru Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.

Þættir

,