Orðbragð I

Þáttur 1 af 6

Í fyrsta þættinum skoðum við hvernig best er smíða orð, eins og „togleðurshringur“ og „sími“. Misheppnuð nýyrði, fyrirtaks nýyrði og snjöllustu orðasmiðir landsins verða til viðtals. Tónlistarmaðurinn Matthías Matthíasson er gæddur einstökum hæfileika; hann getur talað afturábak. Við leggjum fyrir hann próf. Í sms skilaboðum og í gegnum netið fara samskipti stundum fram með ansi hreint merkilegum styttingum og skammstöfunum, eins og „ves“ og „gg“. Við ræðum við þrjá unga sérfræðinga sem túlka það helsta. Tíu furðulegustu götunöfnin á Íslandi verða valin í þættinum, og einu ofnotuðu og útjöskuðu orði verður lógað. Matthías Matthíasson syngur heilt lag afturábak fyrir okkur.

Frumsýnt

24. nóv. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Orðbragð I

Orðbragð I

Orðbragð er skemmtiþáttur þar sem Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir snúa upp á íslenska tungumálið, teygja það, toga og umfaðma, knúsa og blása í það lífi. Umsjónarmenn eru Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.

Þættir

,