Orðbragð I

Þáttur 2 af 6

Dónaleg orð og kjarngóð blótsyrði - það er nóg af þeim í íslensku. Við athugum úthald blótandi fólks í ísvatni, veljum dónalegasta orðið og svörum því hvers vegna fólk blótar. Hvernig verður íslenska eftir 100 ár? Það gæti verið hún verði hreinlega horfin. Ástæðurnar verða gefnar upp í þættinum. Það er allt morandi í mál- og stafsetningavillum á opinberum skiltum. Skæruliðaprófarkalesarinn gengur um bæinn og leiðréttir. Við förum yfir heitin á tánum, en þær eiga líka nöfn eins og fingurnir. Furðulegustu sjúkdómanöfnin verða valin og einu útjöskuðu orði komið í lóg.

Frumsýnt

1. des. 2013

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Orðbragð I

Orðbragð I

Orðbragð er skemmtiþáttur þar sem Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir snúa upp á íslenska tungumálið, teygja það, toga og umfaðma, knúsa og blása í það lífi. Umsjónarmenn eru Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.

Þættir

,