Mannlegi þátturinn

Baujan sjálfshjálp, ykkar einlæg eftir Úlfar Bragason,Jurtaapótekið í 20 ár

Guðbjörg Thoroddsen leikkona hefur gefið út bókina Baujan sem býr yfir einfaldri sjálfsstyrkingaraðferð og byggir á meðvitaðri öndun í tengslum við tilfinningavinnu, úrvinnslu áfalla og áfallastreitu. Guðbjörg eða Bauja eins og hún er kölluð hefur starfað sem ráðgjafi innan skólakerfis og utan samhliða leiklistinni í fjöldamörg ár og miðar bók hennar því hafa stjórn á líðan sinni og tileinka sér núvitund. Guðbjörg kom til okkar í dag.

Það eru 20 ár liðin frá því Kolbrún Björnsdóttir opnaði Jurtaapótekið en Kolbrún hefur starfað við grasalækningar frá því hún útskrifaðist úr grasalæknaskólanum í Bretlandi árið 1993.Hugmyndir Kolbrúnar með stofnun Jurtaapóteks var fræða fólk um lækningamátt jurta og áhrif betri fæðu. Með þetta leiðarljósi væri auðveldara fyrir hvern og einn taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi heilsu sína og lífstíl. Við ræddum við Kolbrúnu í þættinum í dag.

Ingunn Sigurjónsdóttir fæddist árið 1906 og smitaðist ung af berklum og dvaldist síðustu árin sem hún lifði á heilsustofnunum. Bréfin sem hún sendi þaðan foreldrum sínum og systkinum lýsa lífinu þar, lækningaaðferðum, andlegu ástandi berklasjúklinga, löngunum og þrám. Úlfar Bragason safnaði bréfunum saman og út er komin bók sem heitir Ykkar einlæg. Við ræddum við Úlfar.

MANNLEGI ÞÁTTURINN - FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR

Tónlistin í þættinum

Ragnar Bjarnason, Elly Vilhjálms - Jólin alls staðar.

Þór Breiðfjörð - Allt er svo þögult (heilaga nótt).

Erna Hrönn Ólafsdóttir, Pálmi J. Sigurhjartarson Tónlistarm. - Jól.

Frumflutt

11. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,