Mannlegi þátturinn

Amnesty Íslandsdeild 50 ára,Grænkeramatur um jólin,Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur

Í dag 10. desember eru ýmsar byggingar í Reykjavík lýstar gular í tilefni alþjóðlega mannréttindadagsins og verið er safna undirskriftum í tengslum við árlegu mannréttindaherferðina Þitt nafn bjargar lífi. Í kvöld verður svo frumsýnd heimildamynd Vonarljós, sem Íslandsdeild Amnesty International hefur látið gera vegna 50 ára afmælis deildarinnar. Framleiðandi myndarinnar er Hrafnhildur Gunnarsdóttir hjá Krumma Films. Myndin er frumsýnd í Bíó Paradís kl.19 og verður svo sýnd á RÚV í kvöld. Við ræddum við framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty Önnu Lúðvíksdóttur.

Á þessum árstíma og þrátt fyrir gómsætar kökur og kjötveislur huga ýmsir hollustu og grænkerafæði yfir jólin og ekki síst eftir hátíðarnar því í janúar færist í vöxt fólk sleppi kjöti og jafnvel verði vegan í einn mánuð. Guðrún Sóley Gestdóttir sjónvarpskona er ástríðufullur grænkeri og hún kom til okkar á með tillögur hátíðarmat sem allir geta unað við.

Við ræddum um veðrið með Einari Sveinbjörnssyni. Töluðum um hlýju strokuna sem fór yfir landið um helgina og hvernig þau tengjast óveðri í nótt í Noregi.

Ræddum um tíðina á aðventu og hálkutíðina sem er svo algeng á þessum árstíma ástamt horfunum næstu daga. Og svo sagði Einar okkur frá bókinni Útlit Loptsins eftir Einar Fal Ingólfsson. Ljósmyndir alla daga ársins frá júní 22 til júní 23 og tengsl við veðurathuganir í Stykkishólmu sömu daga árið 1858

Tónlist í þættinum

Borgardætur - Hátíð í bæ.

Greiningardeildin, Bogomil Font - Sjóddu frekar egg.

Barnakór Kársnesskóla, Egill Ólafsson - Jólabros í jólaös.

Frumflutt

10. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,