Mannlegi þátturinn

Frostrósirnar Margrét Eir og Dísella og kengúrusteik í matarspjallinu

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í dag voru söngdívurnar og Frostrósirnar Margrét Eir og Dísella Lárusdóttir. Þær eru báðar á kafi í undirbúningi tónleika og ekki bara Frostrósatónleika heldur eru þær út og suður eins og margt tónlistarfólk þessa daganna. Við ræddum við þær í dag um lífið og tilveruna, Frostrósirnar og vertíðina í desember.

Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti. Í dag töluðum við um gamla uppskriftarbæklinga sem fengust gjarnan í verslunum sem innihalda uppskriftir hátíðarmatnum. Einn bæklinganna innihélt meðal annars uppskriftir kengúrusteik og hérasteik, sem voru í boði til skamms tíma hér á landi.

Tónlist í þættinum:

It’s Christmas / Jamie Cullum (Jamie Cullum)

Af álfum / Frostrósir - Margrét Eir og Friðrik Ómar (Karl Olgeirsson samdi lag og texta)

Friður á Jörð / Frostrósir - Margrét Eir, Dísella og Hera Björk (Lowell Mason, texti Þorsteinn Eggertsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

6. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,