Kiljan

Kiljan 17. apríl 2024

Í Kilju kvöldsins fjöllum við um bókina Björn Pálsson flugmaður og þjóðsagnapersóna eftir Jóhannes Tómasson. Við förum norður á Akureyri og skoðum tvær af flugvélum Björns sem þar eru geymdar í fylgd Steinunnar Maríu Sveinsdóttur sem stýrir Flugsafni Íslands. Björn naut gríðarlegrar aðdáunar í lifanda lífi enda var hann frumkvöðull í sjúkraflugi og víst hann bjargaði mörgum mannslífum. Frá Akureyri förum við á Siglufjörð og hittum Sigurð Ægisson sóknarprest en hann hefur fengist við margvísleg ritstörf, skrifað um þjóðleg fræði, ljósmyndað og ritað um fugla og hvali, en nýjasta bók hans nefnist Völvur á Íslandi. Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir segir okkur frá nýrri bók eftir sig sem heitir einfaldlega Einmana og fjallar, eins og titillin gefur til kynna, um einmanaleikann í ýmsum myndum, hjá ungum og öldnum. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Möndlu eftir Hildi Knútsdóttur, Tæpasta vað eftir Jón Hjartarson og Lofgjörð til Katalóníu eftir George Orwell.

Frumsýnt

17. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,