Kiljan

Þáttur 6 af 24

Í Kilju vikunnar fjöllum við um dásamlega fallega og skemmtilega ljósmyndabók sem nefnist Nætur sem daga. Bókin birtir úrval af þeim gríðarlega fjölda mynda sem hafa safnast á Ljósmyndasafn Reykjavíkur á fjörutíu ára starfsferli þess. Arthúr Björgvin Bollason segir frá þýðingu sinni á einu höfuðverki þýskra rómantískra bókmennta, Hýperíon eftir skáldið Hölderlin. Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Barbara Demick ræðir við okkur um bókina borða Búdda. Þar fjallar hún lífið í Tíbet í nútímanum, undir ofurvaldi Kínverja. Áður hefur komið út eftir Demick á íslensku bókin Engan þarf öfunda: Daglegt líf í Norður-Kóreu. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur. Tsérnóbýl-bænina eftir Svetlönu Aleksíevítsj og Efndir eftir Þórhildi Ólafsdóttur.

Frumsýnt

9. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,