Kiljan

Þáttur 5 af 24

Í Kilju vikunnar fara rýnendur þáttarins, þau Sverrir Norland og Kolbrún Bergþórsdóttir á bókamarkað Félags íslenskra bókaútgefenda. Þar kennir ýmissa grasa, í bókstaflegri merkingu, því bæði völdu þau sér Flóru Íslands - auk fjölda annarra bóka. Í Bókum og stöðum höldum við okkur enn í Skagafirði, förum Miklabæ þar sem Bólu-Hjálmar er grafinn og draugurinn Solveig ásótti Odd prest ? og svo Örlygsstöðum þar sem Þórir jökull kvað sína frægu vísu. Við fáum heimsækja hús Hæstaréttar við Arnarhól og dómssalinn þar - tilefnið er saga Hæstaréttar, skráð af Arnþóri Gunnarssyni sagnfræðingi. Þetta er afar hnýsileg bók, þjóðarsaga í aðra röndina, þar sem er sagt frá langvinnum deilum um réttinn og ýmsum erfiðum málum sem hann hefur fengist við. Joachim B. Schmidt, svissneskur rithöfundur sem er búsettur á Íslandi, er gestur í þættinum. Skáldsaga hans Kalmann er komin út á íslensku en bók eftir hann sem nefnist Tell ? og fjallar um Vilhjálm Tell ? hefur vakið mikla athygli í Sviss og Þýskalandi.

Frumsýnt

2. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,