Kiljan

Þáttur 7 af 25

Í Kilju vikunnar ræðum við um tvær nýútkomnar bækur sem báðar fjalla um sögufræg veitingahús. Bæði veitingahúsin eiga það sameiginlegt vera einhverju leyti fjölskyldurekin, bæði eru langlíf og tengjast breytingum sem hafa orðið á neysluháttum síðustu áratugi. Þetta eru Hornið sem opnaði 1979 og Jómfrúin sem opnaði 1996. Benný Sif Ísleifsdóttir kemur til okkkar í spjall um höfundarferil sinn og skáldsöguna Djúpið. Við förum norður í Skagafjörð á slóðir flækingsins og listamannsins Sölva Helgasonar ? um hann hefur magt verið skrifað og ort. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Dragðu plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Nóbelsverðlaunahafann Olgu Tokarczuk og Horfnar eftir Stefán Mána.

Frumsýnt

16. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,