Frjálsar hendur

Æskuminningar Þorvalds Thoroddsen

Lesið er úr æskuminningum Þorvalds Thoroddsen og framan af þætti mest um þjóðhátíðina 1874 þegar Kristján IX konungur kom til Íslands. Þorvaldur lýsir konungskomunni hispurslaust og án hátíðleika og hann og Matthías Jochumsson segja frá sérkennilegum gestum sem hingað komu vegna hátíðarinnar. Lýst er heldur hráslagalegu lífi í Reykjavík en síðan vikið til Kaupmannahafnar þar sem Jón Sigurðsson ber ægishjálm fyrir alla Íslendinga.

Umsjón: Illugi Jökulsson.

Frumflutt

1. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Frjálsar hendur

Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Þættir

,