Flakk

14012021 - FLakk - Umræður um uppbyggingu síðustu ára

Á nýju ári er gjarnan litið til baka yfir farinn veg. Hér á Flakkinu er alla jafna fjallað um skipulag, byggingalist og uppbyggingu. Ásýnd Reykjavíkur hefur svo sannarlega breyst undanfarin ár, og er margt af því sem fjallað hefur verið um hér í þættinum litið dagsins ljós. Miðborgin er gjörbreytt, hverfi hafa sprottið upp undir formerkjum þéttingar. Í nágranna sveitarfélögunum eru einnig miklar breytingar, í Kópavogi rísa hverfi og 14. janúar verður nýtt skipulag fyrir Hamraborg kynnt í streymi. Í Hafnarfirði er uppbygging á fullu, stærsta timburhús landsins verið tekið í notkun Hafrannsóknarstofnunar, Í Garðabæ er nýtt hverfi sem ber heitið Urriðaholt og nýr miðbær rísa í Mosfellsbæ. Einnig byggja Selfyssingar nýjan miðbæ í gömlum stíl. Hótel rísa hér og þar í borgarlandinu og nokkrar strórbyggingar einnig í borgarlandinu, þar nefna Grósku á Háskólasvæðinu, nýjan Landsbanka, Hús Íslenskunnar og skrifstofur Alþingis. Gestir Flakksins eru Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og deildarforseta arkitektadeildar Listaháskólans, Karl Kvaran arkitekt og formaður arkitektafélagsins og Pétur H. Ármannsson arkitekt og byggingalistfræðingur,

Frumflutt

14. jan. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,