Flakk

05102019 - Flakk - Fjallað um smgönguáætlun

Allt frá árinu 1995 til 2018 hefur ökutækjafloti Íslendinga vaxið um 4% á ári, eða frá 132 þúsund í 309 þúsund. Með ökutækjum er átt við allar bifreiðar og bifhjól sem heimilt er aka á vegum. Vegakerfið er ekki byggt fyrir alla þessa bíla og er úr sér gengið ansi víða og skal tekið til hendinni. Samkomulag um samgöngur var samþykkt af sveitarfélögunum á Höfuðborgarsvæðinu og Ríkisstjórninni í síðustu viku, ekki bara í borginni heldur einnig víða um land. Augum er beint umferð á Höfuðborgarsvæðinu í þættinum þar sem menn sitja dag eftir dag í umferðarteppu, einn í nánast hverjum bíl. Borgarlína var endanlega samþykkt með þessu samkomulagi og kemur vonandi til með minnka umferð með tíð og tíma. Rætt er við Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóra Reykjavíkur og Þórarinn Hjaltason verkfræðing. Fyrst heimsækjum við tvo umferðarþunga staði í borginni í fylgd Ólafar Kristjánsdóttur samgönguverkfræðings hjá Mannviti og Hrafnkatli Á Proppé skipulagsfræðings hjá Borgarlínu.

Frumflutt

5. okt. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,