Flakk

21122019 - Flakk - Flakk um piparkökuhús

Saga piparkökuhússins er eiginlega frá örófi alda. Ekki fannst mikið um þetta á íslensku en ýmislegt uppá ensku. Piparkökur eða gingerbread var t.d. borðað í Róm til forna, einnig tengist kakan ýmis konar trú, það er bæði talað um kristna og gyðinga, en upphafið var líklega í austurlöndum. Siðurinn færist síðan til Evrópu, á sautjándu öldinni er sagt frá sérstökum félagsskap piparkökubakara, en þeir einir máttu baka piparkökur, nema um jól og páska, þá máttu allir baka þessar sögufrægu kökur eða brauð. Nürnberg var og kannski enn mögulega, útnefnd piparkökuborgin, þar og í fleiri borgum Evrópu er finna sérstakar búðir sem selja alla vega skrautmuni, nánast listaverk gerð úr piparkökudeigi. Siðurinn baka piparkökuhús um hátíðar er enn við líði í Evrópu, og við heyrum af því í þættinum í dag. Arkitektafélag Íslands hefur einnig blásið til piparkökukeppni, þar sem þeirra hönnun var bökuð, og um langt skeið stóð Katla fyrir slíkri keppni, og voru listavel smíðuð hús gjarnan til sýnis í Kringlunni á aðventunni. Fjallað um piparkökuhúsabakstur og rætt við Heiðdísi Helgadóttur arkitekt og teiknara sem heldur námsekið fyrir fjölskyldur í verslun sinni á Norðurbakka 1 í Hafnarfirði, Davíð Magnússon bakara hjá Brikk bakarí á Norðurbakka í Hafnarfirði, Ellert Björn Ómarsson arkitekt hjá Trípolí, sem tók þátt í piparkökuhúsakeppni Arkitektafélags Íslands, Eriku Matckovu frá Tékkalandi sem hannar og selur listavelgerð piparkökuhús Evrópskum síð og Margréti Dórótheu Sigfúsdóttur skólastjóra Hússtjórnarskóla Reykjvíkur og nokkra nema og kennara skólans.

Frumflutt

21. des. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,