Flakk

Flakkað um Marshallhúsið og Marshall hjálpina síðari þáttur

Einar Benediktsson fyrrverandi sendiherra segir frá afstöðu sinni til Marshall hjálparinnar, sem hann segir hafa breytt öllu. Hann segir frá skömmtun og höftun fyrri tíma og fl.

Farið í heimsókn í Gallerý i8 og rætt við Börk Arnarson umboðsmann Ólafs Elíassonar listamanns - hann segir frá Ólafi, starfinu í Gallerínu og fl.

Rætt við Ásmund Hrafn Sturluson arkitekt hjá Kurt og og hönnuð breytinga Marshall hússins, rætt um hugarfarsbreytingu vegna nýtingar gamalla húsa, hann lýsir húsinu og hvað og hvernig það kemur til með nýtast þeim aðilum sem þarna munu starfa.

Rætt við Ingibjörgu Sigurjónsdóttur listakonu og meðlim í Kling og Bang, sem hefur verið húsnæðislaust um tíma. Hún segir þetta stórt skref en afar spennandi og þau hlakka til flytja með starfsemina í húsið.

Frumflutt

24. sept. 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,