Sumir staðir skipta okkur meira máli en aðrir. Gísli Marteinn Baldursson á stefnumót við viðmælendur á stöðum sem hafa haft afgerandi og mótandi áhrif á líf þeirra. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Gísli Marteinn Baldursson ræðir við Pál Óskar Hjálmtýsson um ferilinn, lífið og tilveruna og heimsækir með honum nokkra staði sem eru í hans uppáhaldi.
Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem að baki þeim liggja.
Í þessum þætti er rætt við Sigurð Sverri Pálsson kvikmyndatökumann. Sigurður Sverrir nam heimspeki við Háskóla Íslands og síðan kvikmyndagerð með sérstaka áherslu á kvikmyndatöku í London School of Film Technique þar sem hann útskrifaðist 1969. Hann réðst síðan til Sjónvarpsins og starfaði þar um árabil sem myndatökumaður, klippari og upptökustjóri. 1977 stofnaði hann kvikmyndafélagið Lifandi myndir ásamt félögum sínum Erlendi Sveinssyni og Þórarni Guðnasyni. Saman hafa þeir unnið fjölda stórra heimildamynda og má þar meðal annars nefna Verstöðina Ísland, Silfur hafsins, Lífið er saltfiskur og Íslands þúsund ár, en allar þessar myndir fjalla á einn eða annan hátt um sögu sjávarútvegs á Íslandi. Enginn íslenskur myndatökumaður hefur filmað jafn margar bíómyndir og Sigurður Sverrir, eða alls fjórtán talsins. Sú fyrsta var Land og synir frá 1980 og sú nýjasta er Kaldaljós frá 2004. Meðal annarra mynda hans eru Punktur, punktur komma strik, Útlaginn, Eins og skepnan deyr, Sódóma Reykjavík, Tár úr steini, Benjamín dúfa og Ikingút. Sigurður Sverrir hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir störf sín, bæði heima og erlendis, meðal annars Edduverðlaunin 2004 fyrir kvikmyndatöku á Kaldaljósi.
Heimildarþáttur um sænska djasspíanóleikarann Jan Johansson sem lést árið 1968 aðeins 37 ára að aldri. Jan var áhrifamikill tónlistarmaður í heimalandi sínu og platan hans Jazz på svenska er mest selda djassplata allra tíma í Svíþjóð.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Erpur Eyvindarson á það til að hneyksla fólk og vera með kjaft, en í raun er hann kurteis drengur sem fékk menningarlegt uppeldi með áherlsu á andlegan auð. Erpur er gestur Sigurlaugar Margrétar í Okkar á milli og það er rætt um annað en romm.
Önnur þáttaröð um eyðibýli á Íslandi. Þar sem á árum áður voru reisulegir sveitabæir með iðandi mannlífi standa nú húsin tóm. Rætt er um byggingu bæjanna og talað við fólk sem tengist stöðunum á einn eða annan hátt. Farið er í Fjallssel, Hraun, Langholtspart, Mið-Kárastaði, Núpsstað og Selstaði. Umsjón: Guðni Kolbeinsson. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Leiðin liggur norður í Húnavatnssýslu, að Mið-Kárastöðum. Guðni Tómasson skoðar bæinn sem lætur lítið yfir sér en er meira í nútímanum en virðist við fyrstu sýn.
Litla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Velkomin í kosningaumfjöllun Krakkafrétta fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Við ætlum að heimsækja alla flokkana og byrjum á þessum: 1. Samfylkingin 2. Sjálfstæðisflokkur 3. Sósíalistaflokkur Íslands.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í aðdraganda kosninga hefur Kastljós fjallað um helstu málaflokkana sem tekist er á um. Að þessu sinni er ljósinu beint að velferðarmálum sem er einn stærsti málaflokkur ríkisins þegar litið er til útgjalda. Hann nær yfir líf okkar allra frá vöggu til grafar og spurningin er hvernig íslenskt samfélag stendur sig í samanburði við nágrannaþjóðirnar.
Viktoría Hermannsdóttir hefur tekið forystufólk allra flokka í viðtal fyrir kosningar þar sem reglan er að bannað er að tala um pólitík. Í kvöld er það Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem opnar sig meðal annars um barnæskuna og söfnunaráráttuna.
Viðtalsþættir þar sem rætt er við forystufólk flokka í framboði til alþingiskosninga.
Dagskrárliður er textaður með sjálfvirkri textun í beinni útsendingu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, situr fyrir svörum um störf sín og stefnumál.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Vika er langur tími í pólitík en það er ennþá minni tími til stefnu þar til Íslendingar ganga að kjörborðum á laugardag. Skoðanakannanir benda til stjórnarflokkarnir gjaldi afhroð, líkt og vinstri stjórnin gerði 2013. En það er alls óvíst að auðvelt verði að mynda ríkisstjórn úr minna en fjórum flokkum.
Við spáum í spilin með reyndum greinendum. Gestir Silfursins eru Gísli Freyr Valdórsson, ritstjóri Þjóðmála, Ragnhildur Þrastardóttir, fréttastjóri á Heimildinni, Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri á RÚV, og Þórhallur Gunnarsson, almannatengill og annar umsjónarmanna hlaðvarpsins Bakherbergið.
Finnskir þættir þar sem viðmælendur, sem allir eru um og yfir 100 ára, ræða um lífið og dauðann, ástina, gleðina, sorgina og tilganginn með lífinu.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Frönsk-kanadísk leikin þáttaröð um örlagaríkt kvöld í lífi tíu ungmenna sem halda spennt á tónleika með átrúnaðargoðinu sinu, INVO. Þegar sprengja springur á miðjum tónleikum breytist líf þeirra til frambúðar. Aðalhlutverk: Lysandre Ménard, Simon Morin, Pier-Gabriel Lajoie og Lévi Doré. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Heimildarþáttaröð um birtingarmyndir kynvitundar kvenna í sjónvarpi. Kastljósi er brugðið á fimm leiknar persónur í fimm þáttum sem brutu blað í sjónvarpssögunni og mörkuðu skil. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Franskir heimildaþættir frá 2020. Tvö listaverk eftir sitt hvorn listmálarann eru borin saman og fjallað er um hvernig list á í stöðugu samtali við samtímann.
Umfjallanir um leiki í undankeppni EM karla í körfubolta.
Uppgjör á leik Ítalíu og Íslands í undankeppni EM karla í körfubolta.