Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Vika er langur tími í pólitík en það er ennþá minni tími til stefnu þar til Íslendingar ganga að kjörborðum á laugardag. Skoðanakannanir benda til stjórnarflokkarnir gjaldi afhroð, líkt og vinstri stjórnin gerði 2013. En það er alls óvíst að auðvelt verði að mynda ríkisstjórn úr minna en fjórum flokkum.
Við spáum í spilin með reyndum greinendum. Gestir Silfursins eru Gísli Freyr Valdórsson, ritstjóri Þjóðmála, Ragnhildur Þrastardóttir, fréttastjóri á Heimildinni, Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri á RÚV, og Þórhallur Gunnarsson, almannatengill og annar umsjónarmanna hlaðvarpsins Bakherbergið.