Taka tvö II

Sigurður Sverrir Pálsson

Í þessum þætti er rætt við Sigurð Sverri Pálsson kvikmyndatökumann. Sigurður Sverrir nam heimspeki við Háskóla Íslands og síðan kvikmyndagerð með sérstaka áherslu á kvikmyndatöku í London School of Film Technique þar sem hann útskrifaðist 1969. Hann réðst síðan til Sjónvarpsins og starfaði þar um árabil sem myndatökumaður, klippari og upptökustjóri. 1977 stofnaði hann kvikmyndafélagið Lifandi myndir ásamt félögum sínum Erlendi Sveinssyni og Þórarni Guðnasyni. Saman hafa þeir unnið fjölda stórra heimildamynda og þar meðal annars nefna Verstöðina Ísland, Silfur hafsins, Lífið er saltfiskur og Íslands þúsund ár, en allar þessar myndir fjalla á einn eða annan hátt um sögu sjávarútvegs á Íslandi. Enginn íslenskur myndatökumaður hefur filmað jafn margar bíómyndir og Sigurður Sverrir, eða alls fjórtán talsins. fyrsta var Land og synir frá 1980 og nýjasta er Kaldaljós frá 2004. Meðal annarra mynda hans eru Punktur, punktur komma strik, Útlaginn, Eins og skepnan deyr, Sódóma Reykjavík, Tár úr steini, Benjamín dúfa og Ikingút. Sigurður Sverrir hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir störf sín, bæði heima og erlendis, meðal annars Edduverðlaunin 2004 fyrir kvikmyndatöku á Kaldaljósi.

Frumsýnt

17. ágúst 2014

Aðgengilegt til

18. maí 2025
Taka tvö II

Taka tvö II

Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem baki þeim liggja.

,