Taka tvö II

Erlendur Sveinsson

Erlendur Sveinsson nam kvikmyndafræði við Kaupmannahafnarháskóla og hóf síðan störf hjá Sjónvarpinu sem klippari árið 1969. Þar starfaði hann til 1977 þegar hann stofnaði kvikmyndafélagið Lifandi myndir ásamt Sigurði Sverri Pálssyni og Þórarni Guðnasyni. Erlendur hefur stjórnað gerð viðamikilla heimildamynda um sögu sjávarútvegs á Íslandi, meðal annars Verstöðina Ísland, Silfur hafsins, Lífið er saltfiskur og Íslands þúsund ár, og leiknu heimildarmyndina Málarann og sálminn hans um litinn sem fjallar um föður Erlends, myndlistarmanninn Svein Björnsson.

Frumsýnt

14. feb. 2019

Aðgengilegt til

18. maí 2025
Taka tvö II

Taka tvö II

Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem baki þeim liggja.

Þættir

,