Taka tvö II

Egill Eðvarðsson

Í fyrsta þættinum er rætt við Egil Eðvarðsson kvikmyndaleikstjóra. Egill nam myndlist við South Georgia College á árunum 1967 til 68. Hann hélt síðan áfram námi í Myndlista- og handíðaskólanum og útskrifaðist þaðan 1971. Sama ár var hann ráðinn einn af fyrstu upptökustjórum Sjónvarpsins og var sem slíkur í fremstu víglínu þeirra sem mótuðu dagskrárgerð fyrir íslenskt sjónvarp. Egill hefur gert bíómyndirnar Húsið og Agnes og meðal helstu sjónvarpsmynda hans eru Steinbarn, Djákninn og Dómsdagur. Jón Egill Bergþórsson stjórnaði upptökum.

Frumsýnt

21. feb. 2019

Aðgengilegt til

18. maí 2025
Taka tvö II

Taka tvö II

Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem baki þeim liggja.

Þættir

,