Taka tvö II

Ásdís Thoroddsen

Í þessum þætti er rætt við Ásdísi Thoroddsen kvikmyndaleikstjóra.

Ásdís nam kvikmyndaleikstjórn við Deutsche Film und Fernsehakademie í Berlín. Fyrsta bíómynd hennar er Ingaló frá árinu 1992. Myndin vakti athygli á erlendum vettvangi og var meðal annars sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem hún var tilnefnd til Camera d´or verðlaunanna sem veitt eru fyrstu myndum leikstjóra. Önnur mynd Ásdísar er Draumadísir frá árinu 1996. Ásdís gerði sjónvarpsmyndina Óskir Skara árið 1992 og var einnig meðal þeirra tíu leikstjóra sem árið 2003 gerðu stuttar myndir innblásnar af verkum Halldórs Laxness. Ásdís lék annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Skilaboð til Söndru eftir Kristínu Pálsdóttur, sem frumsýnd var 1983 og hefur auki unnið margskonar önnur störf á vettvangi kvikmyndagerðar. Þá hefur hún einnig stundað rannsókna- og fræðistörf auk ritstarfa.

Frumsýnt

7. sept. 2014

Aðgengilegt til

18. maí 2025
Taka tvö II

Taka tvö II

Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem baki þeim liggja.

Þættir

,