18:40
Landakort
Holt
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Valborg Ólafsdóttir er uppalin í Kópavogi en býr nú ásamt manni sínum og tveimur börnum í Holti undir Eyjafjöllum. Hún situr síður en svo aðgerðarlaus því ásamt því að reka gistiheimili, hugsa um 230 kindur og 70 hesta og taka á móti ferðamönnum á hverjum einasta degi semur hún og flytur tónlist ásamt nágrönnum sínum á næstu bæjum sem vill svo heppilega til að eru músíkalskir.
Var aðgengilegt til 23. apríl 2023.
Lengd: 4 mín.
e