13:25
Undir mögnuðu tungli
Undir mögnuðu tungli

Heimildarmynd sem gerð var í tilefni þess að 20 ár voru liðin frá því eldgos hófst í Heimaey og stór hluti Vestmannaeyjakaupstaðar hvarf undir hraunflóðið. Í myndinni er litið til baka til þessa atburðar og skoðað hvaða áhrif hann hefur haft á mannlíf í eyjunni þessa tvo áratugi sem liðnir eru frá gosi.

Myndirnar sem sýndar eru frá gosinu eru fengnar frá Hreiðari Marteinssyni en hann tók manna mest af kvikmyndum meðan á gosinu stóð. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Ralph Christians. Framleiðsla: Magmafilm sf og Þumall kvikmyndagerð.

Var aðgengilegt til 23. apríl 2023.
Lengd: 44 mín.
e
Endursýnt.
,